Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 137
Fram var haldið vinnu við lúkningu Kröfluvirkjunar. Lokið var við safnæðar frá tveimur
holum og unnið var að endurnýjun á stjórn- og rafbúnaði fyrir vararafstöð.
Lokið var framkvæmdum við endurnýjun 72,5 kV tengivirkis í aðveitustöðinni á
Rangárvöllum við Akureyri. Nýja tengivirkið er innanhúss og fæðir auk Akureyrar,
Dalvík, Eyjafjarðarsveit, Fnjóskadal, Ólafsfjörð, Siglufjörð og Svalbarðsströnd.
Af öðrum framkvæmdum má nefna að í Hrauneyjafossstöð var settur upp rafalarofi fyrir
síðustu vél stöðvarinnar og gerðar endurbætur á húsinu. Lokið var við endurnýjun raf-
og stjórnbúnaðar gasaflstöðvarinnar í Straumsvík og lokið var framkvæmdum við
uppsetningu 75 MVAr samþéttis fyrir 245 kV tengivirkið í aðveitustöðinni á Brennimel.
Raforkuframleiðsla, kaup og sala
Raforkuframleiðsla Landsvirkjunar nam 6.838 GWst á árinu 2001 en það er mesta fram-
leiðsla frá upphafi og 3,9% aukning frá fyrra ári. Heildarframleiðsla í landinu var 8.028
GWst og nemur hlutur Landsvirkjunar því tæpurn 85,3% en það er nær óbreytt hlutfall
milli ára. Hlutur Landsvirkjunar í heildarframleiðslu vatnsaflsvirkjana var 6.327 GWst,
eða rúm 96%, og 511 GWst í jarðgufuvirkjunum, eða 35,2% af heildinni. Þá keypti
Landsvirkjun 661 GWst af raforku frá Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja.
Rafmagnssala Landsvirkjunar nam 7.198 GWst á árinu 2001 og er það 3,5% aukning frá
fyrra ári. Raforkutöp í flutningskerfinu og eigin orkunotkun nam 309 GWst, eða 4,1% af
samanlagðri eigin framleiðslu og orkukaupum. Sala á forgangsrafmagni til almenn-
ingsveitna dróst saman um 1,4% en sé sala á ótryggðu rafmagni tekin með í reikninginn
minnkaði heildarsala til almenningsveitna um 1,3%. Rafmagnssala til stóriðju jókst um
5,8% og skýrist það einkum af stækkun verksmiðju Norðuráls úr 60.000 tonna ársfram-
leiðslu í 90.000 tonn en stækkunin var gangsett um mitt árið. í heild jókst rafmagnssala
Landsvirkjunar um 3,5 % á árinu 2001.
Raforkukerfi Landsvirkjunar
H m \Laxá?IIMW
W Rangár^llir P Krafla 60 MW
Varmalrlíð
axáivatn 4 Bjarnarttag3 MW
‘iradali
ilerárskógar Blanda 150 MW
t«/ Hrútatunga
Hiyggstekki
[Vatnshamrar
Ðrennimelur,
Hamranes
Búrfell 270 MW
Teiyarhorn
Vatnsafistoó
Gufuaflstöð
* Aðveitustöð
Stóriðja
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 3 3