Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 140
sama hátt hefur lágspennukerfi í dreifbýli verið endurnýjað að miklu leyti með streng-
kerfi og allar nýjar lagnir verið lagðar í jörð. Háspennukerfið í dreifbýlinu er hins vegar
það umfangsmikið að útilokað var talið tæknilega og fjárhagslega að byggja það upp með
jarðstrengjum. Á allra síðustu árum hefur þó orðið veruleg breyting á, þannig að í dag er
svo komið að öll endurnýjun fer fram með jarðstrengjum og nýjar loftlínur verða tæpast
byggðar framar í dreifikerfunum.
Breytt tækni við lagningu jarðstrengja
Þróun á tækni og breytingar á frágangi við lagningu jarðstrengja í dreifbýli hefur valdið
straumhvörfum. Allt fram til 1990 var það viðtekin venja að strengir væru grafnir,
undirlag sandað og sandað yfir áður en skurði var lokað. Þessi frágangur er viðhafður
við lagningu strengja í þéttbýli og ekki líklegt að á því verði mikil breyting. Kostnaður
við þetta verklag er hins vegar allt of mikill til að hægt sé að nota það í strenglagnir í hinu
víðfeðma dreifikerfi til sveita og u.þ.b. tvöfaldur á við það sem nú tíðkast með
plægingum. Um og upp úr 1990 var farið að plaegja niður jarðstrengi, en í upphafi var
plægingin framkvæmd með ófullkomnum tækjum, plógar voru veigalitlir og ekki hvað
síst voru oft notuð of lítil tæki við plæginguna. Þrátt fyrir það kom strax í ljós hve mikill
sparnaður felst í því að plægja niður í stað hefðbundins graftrar. Þróun undanfarinna ára
hefur verið mikil og jákvæð, tækjabúnaður batnað og vinnuaðferðir. Tekist hefur að þróa
aðferðir við að koma strengjum niður með plægingum án þess að þeir verði fyrir
skemmdum, sem talsvert bar á í upphafi. Á árinu 1995 var gefin út handbók hjá RARIK
þar sem settar voru fram reglur og leiðbeiningar fyrir nýlagnir jarðstrengja í dreifi-
kerfum. Óhætt er að fullyrða að með útgáfu handbókarinnar, sem síðan var tekin inn í
gæðakerfi RARIK, hafi verklag og vinnubrögð verið bætt sem í kjölfarið skilar betri
strenglögnum. í handbókinni eru meðal annars settar fram almennar kröfur um vélar og
búnað við lagningu, svo sem flot, spyrnu og togkraft. Erfiðasti og dýrasti þáttur plæg-
ingar jarðstrengja er þverun þjóðvega og fallvatna, en einnig þverun skurða og hvers
kyns lagna í jörðu, rafstrengja, símastrengja, vatnslagna, skólplagna o.þ.h. Því er mikil-
vægt að verktakar komi sér upp góðum búnaði m.a. til borunar undir þjóðvegi og til að
plægja djúpt í árfarvegi, ásamt því að verk séu undirbúin með leit og skráningu lagna í jörð.
Frá plægingu hjá RARIK við Ljósavatn á Norðurlandi eystra 2001.
136t Árbók VFl/TFl 2002