Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 141
Stofnkostnaður nýrrar línu og jarðstrengs
Stofnkostnaður við byggingu 10 km af 11 kV línu er áætlaður um 1,5-1,6 Mkr/km miðað
við 33 mm2 vírgildleika og um 2,3-2,5 Mkr/km fyrir 85 mm2 vírgildleika. Til saman-
burðar er stofnkostnaður 10 km af 11 kV streng 1,1-1,5 Mkr/km miðað við 3x25 mm2
streng, en 1,4-1,8 Mkr/km miðað við 3x95 mm2 streng. Einingaverð fyrir styttri vega-
lengdir eru hærri bæði fyrir línur og strengi, en eins og fram kemur á meðfylgjandi
samantekt yfir strenglagnir hjá RARIK á Norðurlandi eystra á árunum 2000 og 2001 er
einingaverð verulega háð lengd strenglagnar.
amantek stofnkostnaðar
stenglagna hjá RARIK á
Norðurlandi á árunum
2000-2001.
Strenglagnir NE 2000 og 2001
Lengd strengja, m
Þá hefur fjöldi þverana afgerandi áhrif eins og áður hefur komið fram. Kostnaður við
jarðstrengslagnir hjá RARIK á Norðurlandi eystra hefur skipst þannig á undanförnum 4
árum að efniskostnaður er um 51%, vinnuliður við samsetningar og frágang um 30% og
plægingakostnaður verktaka um 19%.
Strenglögn í stað loftlínu vegna rekstrartruflana
Þegar tekið er tillit til veðurfarslegra áhrifa er rekstraröryggi jarðstrengja óumdeilanlega
meira en loftlína. Loftlínum er sérstök hætta búin af völdum vindálags og ísingar eins og
bitur reynslan sannar. Á undanförnum árum hefur RARIK orðið fyrir nokkrum erfiðum
áföllum vegna tjóna á línukerfinu. Mest urðu tjónin í janúar 1991 þegar 525 staurar
brotnuðu og í október 1995 þegar 332 staurar brotnuðu. Kostnaður RARIK var á núver-
andi verðlagi um 380 Mkr árið 1991 og um 235 Mkr árið 1995. Þá hefur ekki verið lagt mat
á kostnað notenda. Einnig urðu talsverð tjón árin 1972, 1974 og 1992 þegar á annað
hundrað staurar brotnuðu hvert ár og auk þess hafa mörg minni tjón orðið þar sem
staurabrot hafa verið innan við hundrað.
í kjölfar tjónsins 1991 var farið af stað með lagningu jarðstrengja í stað lína þar sem línu-
kerfið hafði orðið fyrir mestum áföllum. í kjölfar áfallsins 1995, en þá höfðu þegar verið
lagðir um 200 km af jarðstrengjum, sem talið er að e.t.v. hafi komið í veg fyrir helmingi
meira tjón, var farið í enn stærra átak við að koma öllum erfiðustu köflunum í jörð. Segja
má að þetta átak hafi nánast staðið fram á daginn í dag, þótt á undanförnum tveimur
árum hafi einnig verið farið í jarðstrengslagnir vegna endurnýjunar línukerfisins af
öðrum ástæðum.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana |137