Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 190
Landskrá fasteigna
Víðtækastar þeirra breytinga á starfsemi stofnunarinnar sem getið var hér að framan,
urðu þegar Alþingi samþykkti breytingar á lögum um brunabótamat árið 1999 og lög um
gagna- og upplýsingakerfið Landskrá fasteigna árið 2000. Með þessum breytingum var
loks allt opinbert mat á fasteignum hér á landi komið á eina hönd hjá Fasteignamati rík-
isins. Við þessi tímamót flutti stofnunin í nýtt og glæsilegt húsnæði í Borgartúni 21 í
Reykjavík.
Undirbúningsvinna við gerð Landskrár fasteigna hófst árið 1992 undir forystu stýrihóps
nokkurra ráðuneytisstjóra með þátttöku fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Reykjavíkurborgar. Landskráin var síðan prófuð hjá sýslumanni og byggingarfulltrúa í
Kópavogi og þróuð hjá sýslumanninum á Selfossi áður en hún var tekin í notkun um allt
land.
Meginmarkmið breytinganna 2000-2001 var þríþætt. I fyrsta lagi var gert ráð fyrir því að
komið yrði á fót samhæfðu gagna- og upplýsingakerfi, Landskrá fasteigna, en í þennan
gagnagrunn skal skrá allar fasteignir í landinu, m.a. með samruna fasteignaskrár
Fasteignamats ríkisins og þinglýsingabóka sýslumanna. I öðru lagi var gert ráð fyrir nýju
samræmdu verklagi um fasteignaskráningu hjá skráningaraðilum fasteigna en þeir eru
sveitarfélögin, Fasteignamat ríkisins og sýslumenn. I þriðja lagi var svo lagður grunnur
að skráningu eignamarka lands með hnitum en slík skráning nýtist m.a. til rekstrar
landupplýsingakerfa.
Eitt viðamesta verkefni Fasteignamatsins eftir breytingarnar er rekstur og skráning í
Landskrá fasteigna. Þetta verkefni felur í sér auknar áherslur og víðtækara hlutverk
stofnunarinnar hvað varðar skráningarþátt starfseminnar og rekstur viðeigandi tölvu-
kerfa. Flugmyndin er að Landskráin verði til á nokkrum árum með því að þar til bær
stjórnvöld, einkum sveitarfélög og sýslumenn, hvert á sínu sviði og hvert á sínu svæði
færa upplýsingar í skrána.
Skráning upplýsinga úr þinglýsingabókum í Landskrá fasteigna fer fram hjá viðkomandi
sýslumannsembættum, eign fyrir eign, í tveimur skrefum. I fyrra skrefinu eru upplýs-
ingar úr þinglýsingabók um eignina forskráðar í Landskrá fasteigna en síðara skrefið felst
í því að farið er yfir upplýsingarnar og þær sannreyndar og staðfestar í skrána. Hægar
hefur miðað við þessa vinnu en vænst var í upphafi meðal annars vegna þess að misræmi
hefur verið umtalsvert á milli upplýsinga í þinglýsingarbókum og fasteignaskrám.
Greiða þarf úr slíku misræmi áður en eign er staðfest í þinglýsingarhluta Landskrár
fasteigna enda getur slíkt misræmi varðað mikilvæga hagsmuni fasteignaeigenda. Það er
eitt af meginmarkmiðunum með Landskrá fasteigna að varðveita skráningu slíkra hags-
muna þannig að óyggjandi sé.
Fasteignamat
Mat fasteigna hófst á Islandi með tíundarlögunum sem talið er að sett hafi verið árið 1097.
Þau voru grundvöllur tíundargjaldsins sem ekki var afnumið að fullu fyrr en komið var
fram á 20. öldina. Mat fasteigna fór fram í sveitarfélögum allt til ársins 1976 er það var
flutt til ríkisins til að auka samræmingu og Fasteignamat ríkisins var stofnað. Gefur stofn-
unin út fasteignaskrá 31. desember ár hvert.
Samkvæmt 1. mgr. 27. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 skal matsverð
fasteignar (fasteignamat) vera gangverð, umreiknað til staðgreiðslu, sem ætla má að
eignin hefði selst á í næstliðnum nóvember. Fasteignamat tekur til fasteignarinnar í heild,
þ.e. bæði lóðar og mannvirkis. Fasteignamat er stofn til álagningar opinberra gjalda.
1 8 6
Arbók VFl/TFl 2002