Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 193
Nýtt og fullkomið fluggagnakerfi
Heimir Már Pétursson lauk BA-prófi í stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði frá Háskóla (slands 1989. Hann var blaðamaður
á Þjóðviljanum 1988-1990, ritstjóri héraðsfréttablaðsins Norðurlandi 1990-199l.fréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni
1991-1996, framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins 1996-1999, verkefnisstjóri siglingar Islendings til Ameríku 2000 og
hefurverið upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar frá 2001.
Heimir Már er höfundur þriggja Ijóðabóka og fjölmargra dægurlagatexta.
Nýtt og fullkomið fluggagnakerfi tekið í notkun
Islenska flugstjórnarmiðstöðin er nú ein best búna úthafsflugstjórnarmiðstöð í heimi.
Hún er búin fullkomnum flugstjórnarkerfum, þar sem öll gögn um ferðir flugvéla eru
fyrir hendi á tölvuformi. Nýjasta viðbótin á þessu sviði er sérhannað fluggagnakerfi
(Flight Data Processing System - FDPS) sem sem tekið var í notkun sem aðalfluggagnakerfi
flugstjórnarmiðstöðvarinnar í apríl 2002. Þetta kerfi, sem er flóknast allra kerfa flug-
stjórnarmiðstöðvarinnar, hafði þá verið í hönnun og þróun frá árinu 1989.
Síðustu þrjú árin áður en það varð aðalfluggagnakerfi var unnið að aðlögun þess að
öðrum kerfum og tengingum við erlendar flugstjórnarmiðstöðvar. Þá voru flugumferðar-
stjórar þjálfaðir í notkun kerfisins, handbækur skrifaðar, kennsluefni samið og kerfið sett
í gegnum ítarlegar gæða- og öryggisprófanir.
FDPS er mjög flókið kerfi, sem tekur við nánast öllum gögnum um ferðir flugvéla, sem
berast flugstjórnarmiðstöðinni, öðrum en ratsjárgögnum. Kerfið tekur við mörgum af
þeim verkefnum sem flugumferðarstjórar og aðstoðarmenn þeirra þurftu áður að vinna
með handvirkum hætti. Til dæmis vinnur það úr öllum flugáætlunum og uppfærir stað-
setningu flugvéla í samræmi við stöðuskeyti, sem berast frá flugvélum á leið þeirra yfir
hafið. Með þessu kerfi er náð mikilvægum áfanga í að tölvuvæða flugstjórnarmiðstöðina
í Reykjavík og gerir kleift að taka upp þau sjálfvirku gagnasamskipti og aðra nýja tækni,
sem eru að ryðja sér til rúms í flugstjórnarkerfum austan hafs og vestan. FDPS-kerfið var
þróað af kanadísku fyrirtæki, CAE Electronics, samkvæmt verksamningi við Flugmála-
stjórn að loknu alþjóðlegu útboði. Hins vegar hafa starfsmenn FMS tekið mikinn þátt í
þessari þróun frá upphafi og frá árinu 1998 hefur þróun þess verið alfarið í höndum
starfsmanna stofnunarinnar.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 8 9