Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 194
Fluggagnakerfið er mjög mik-
ilvægt í tengslum við fram-
þróun alþjóðaflugsins. Þrátt
fyrir samdráttinn sem varð í
flugi vegna almennrar efna-
hagslægðar í heiminum á
síðasta ári og vegna hryðju-
verkaárásanna í Bandaríkj-
unum 11. september 2001, er
almennt reiknað með að far-
þegaflug í heiminum muni tvö-
faldast á næstu 15-20 árum.
FDPS-kerfið gegnir lykilhlut-
verki við að anna þessari
aukningu, þar sem það mun
gera hverjum flugumferðar-
stjóra kleift að sinna fleiri
flugvélum en hann gat gert
með fyrri aðferðum.
íslenska úthafsflugstjórnar-
svæðið er með þeim stærri í
í, . i ■« .iM- -#>> ■• n j f, j, í ,, , heiminum, en um það fara um
Ur flugstjómarmiðstoðinm Reykjavik.90 þusund flugvelar fara um fslenska ,, _ r
. u ‘ ... V 30% allrar flugumferðar yfir
uthafsflugstjórnarsvæðið a hverju án. Atlantshafið, eða um 90 þús-
und flugvélar á ári. Islenska
flugstjórnarsvæðið er um það bil 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð. Það nær frá
Greenwich lengdarbaugnum í austri og vestur fyrir Grænland og frá Norðurpólnum og
suður fyrir Færeyjar, langleiðina til Skotlands. I flugstjórnarmiðstöðinni starfa flugum-
ferðarstjórar og fluggagnafræðingar við stjórn flugumferðar milli Evrópu og Norður-
Ameríku, auk flugs til Islands, Færeyja og Grænlands, ásamt innanlandsflugi á íslandi.
Þeim til stuðnings er fjölbreyttur hópur tæknifólks, s.s. verkfræðingar og forritarar.
Umferð á fjórum stærstu flugvöllum í landinu er hins vegar stjórnað frá flugturnum, en
á öðrum áætlunarflugvöllum er veitt flugupplýsingaþjónusta.
Langur þróunarferill
FDPS-kerfið var í tólf ár í hönnun og þróun og fjárfestingarkostaðurinn við það er tæp-
lega einn milljarður króna. Kerfið er smíðað fyrir Alþjóðaflugþjónustuna og kostn-
aðurinn við það borinn af henni. Sumum kann að finnast þessi þróunartími langur og
upphæðirnar miklar. Hvort tveggja þykir oft hafa fréttagildi útaf fyrir sig. En þessar tvær
stærðir segja lítið nema þær séu skoðaðar í réttu samhengi við viðfangsefnið. Það er
grundvallaratriði að átta sig á um hvers konar kerfi er að ræða og hvernig almennt hefur
tekist til í heiminum að leysa þau erfiðu vandamál sem fylgja því að hanna fullkomið
fluggagnakerfi, sem jafnframt er öruggt.
Allt frá árdögum nútímafarþegaflugs hafa litlar breytingar átt sér stað í fluggagnavinnslu
fyrir úthafsflugstjórn. Tilkoma FDPS-kerfisins felur í sér algera byltingu á því sviði. Aðrar
þjóðir hafa unnið að hönnun slíkra kerfa á undanförnum rúmum áratug, þótt fæst þeirra
hafi komist í notkun. Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) gekk nýlega til samninga við
Lockheed-Martin um hönnun FDPS-kerfis, en lausnir Lockheed-Martin byggja á sama
grunni og íslenska kerfið. Þá tóku Portúgalir síðastliðið sumar í notkun kerfi sem byggist
á sama grunni. Önnur kerfi sem nú eru í notkun, eins og t.a.m. í Skotlandi, eru eldri og
1 9 o
Arbók VFl/TFl 2002