Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 210
Mynd W. Lausnir sem fást með því að nota
nálgun íjöfnu (3) og hermun.
Lausnirnar sem fást eru jafngildar með tilliti til
þjónustustigsmarkmiðs þar sem þær uppfylla allar
markmiðið. Þessar lausnir eru þó ekki jafngildar
þegar horft er til kostnaðarsjónarmiða. Ef allir
þjónustufulltrúar kosta jafnmikið koma allar lausnir
sem gefa samtals 10 þjónustufulltrúa best út. Ef hins
vegar þjónustufulltrúar í hópi 2 hafa meiri þekkingu
en þjónustufulltrúar í hópi 1 og eru dýrari fer þetta
að breytast. Til dæmis ef fulltrúar í hópi 2 kosta
tvisvar sinnum meira en fulltrúar í hópi þá er
hagkvæmasta lausnin að hafa (S^S^) = (3,7). Ef full-
trúar í hópi 2 eru miklu dýrari (t.d. fjórum sinnum
dýrari en í hóp 2) þá getur verið hagkvæmast að
hafa tvo aðskilda hópa.
Samantekt
Markmiðið hér var að búa til einfalda, línulega nálgun ti að ákvarða mönnun í þjónustu-
veri með tveim hæfnisstigum. Nálgunaraðferðin sem hér hefur verið kynnt sýnir að oft
er hægt að fá góða nálgun á nauðsynlegan fjölda þjónustufulltrúa án þess að grípa til
mjög flókinna reiknilíkana. Nálgunaraðferðina er hægt að nota til að búa til mögulegar
samsetningar þjónustufulltrúa í þjónustuveri til að uppfylla þjónustustigsmarkmið sem
' síðan er hægt að skoða nánar út frá kostnaðar- og þjálfunarsjónarmiðum.
Heimildaskrá
[1] Hillier, F.S, Lieberman GJ. Introduction to operations research. McGraw-Hill, Seventh Edition, 2001.
[2] Gross, D., Harris, C.M. Fundamentals ofQueuing Theory. John Wiley & Sons.Third Edition, 1998.
[3] Cleveland, B., Mayben, J. Call center management on fast forward. Call Center Press, 1998.
[4] Green, LA Queuing System with General-Use and Limited-Use servers. Operations Research, Vol. 33, No.1,1985.
[5] Shumsky, R.A. Approximation and Analysis of a Queuing System with Flexible and Specialized Servers. Simon School
Working Paper Series, OP-99-02. http://omg.simon.rochester.edu/omgHOME/shumsky/
[6] Simul8 Corporation. http://www.simul8.com
2 0 6
Árbók VFÍ/TFÍ 2002
J