Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 223
MAT Á LÍKUM Á HÁMARKSÁLAGI
HITAVEITUKERFA í TILTEKNUM
M Á N U Ð I
Dr.Guðmundur R.Jónsson, prófessor við véla- og iðnaðarverkfræðiskor, útskrifaðist sem vélaverkfræðingurfrá Hl 1981.
Hann laukciv.ing. prófi frá DTH (Danmörku 1983,Tekn. lic. prófi í stærðfræðilegri tölfræði frá Há-skólanum í Lundi
1990 og Tekn. Dr. prófi frá sama skóla 1996.
Abstract
This paper is concerned with the problem of estimating the probability of when to expect maximum demand of hot water
in district heating systems. For this purpose, climate data in Reykjavik for the period 1949-2001 and measurements of the
daily volume flow in the district heating system in Reykjavik for 2001 is used. A model describing the volume flow as a func-
tion of the relevant climate variables is obtained from the data in 2001 .The model thus contains the latest response char-
acteristics of the district heating system.The model is then used for simulating the volume flow given the climate data
from 1949 - 2001 using the uncertainty in the estimated model parameters. Based on these simulations, the probability of
the yearly maximum load any given month can be estimated. Results show that this probability is highest in December
and January but the maximum load may also appear in February and March.
Inngangur
Öl! orkuveitukerfi og þar á meðal hitaveitukerfi þurfa að geta ráðið við tiltekna afl- og
orkuþörf. Fyrir hitaveitukerfi er hér átt við til að mynda árlega heitavatnsnotkun sem
orkuþörf og daglega notkun sem aflþörf. í Jónsson o. fl. (1998) og Jónsson (2002) er lýst
hvernig beita má annars vegar útgildisgreiningu (T ára atburðir) til að meta mögulegt
daglegt heitavatnsrennsli og hins vegar aðhvarfsgreiningu til að meta árlega heita-
vatnsnotkun nokkur ár fram í tímann. Þá má beita öðrum leiðum til að meta árlega
notkun eða daglega notkun, t.d. út frá varmaþörf einstakra húsa eins og lýst er í
reglugerðum og víðar og beita svo samtímastuðlum á kyndingu og neysluvatnsnotkun.
ITér er ætlunin að líta á mestu heitavatnsþörfina og kanna á hvaða tíma árs líklegast er
að hún eigi sér stað. Þetta er gert fyrir mestu þörfina yfir eins, tveggja, þriggja, fjögurra,
fimm og sex daga tímabil.
Til þess að gera þetta eru notuð veðurgögn frá Veðurstofu Islands sem ná yfir veðurfar í
Reykjavík frá 1949 til 2001. Ennfremur eru notuð gögn yfir daglega heitavatnsnotkun hjá
Orkuveitu Reykjavíkur árið 2001. í sjálfu sér kæmi til greina að meta líkur á kuldaköstum
í hverjum mánuði með því að kanna útihita köldustu mánuðina og álykta út frá því, t.d.
með því að beita útreikningum á kuldaköstum eins og lýst er í Karlsson (1982). Hér er
annarri og nákvæmari aðferð beitt sem meðal annars tekur tillit til fleiri veðurþátta en
útihita. Út frá rennslisgögnum er fundið líkan af heitavatnsnotkuninni sem fall af veður-
fari sem inniheldur þá nýjustu upplýsingar um svörun kerfisins við tilteknu veðurfari.
Þetta er í raun lykilatriði í þeirri aðferð sem hér er til umfjöllunar. Líkanið er síðan notað
Ritrýndar vísindagreinar
2 1 9