Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 229
öldinni var steypa orðin algengasta efni í nýbyggingum hérlendis. I dag eru 75% allra
útveggja í landinu úr steypu og er slíkt sennilega einsdæmi í heiminum. Umfangsmikil
notkun steypu hefur orðið til þess að byggingar eru óvenjuþungar í samanburði við það
sem tíðkast erlendis og þetta, ásamt oft erfiðum jarðvegsskilyrðum, takmarkaðri verk-
tækni í byrjun og e.t.v. jarðskjálftahættu, hefur síðan leitt til þess að grundun húsa er
iðulega gerð með miklum jarðvegsskiptum. Alinnlend byggingarefni, eða svo til, eru ein-
vörðungu fylliefni, sement (frá 1958) og steinull (frá 1985), öll önnur efni þarf að flytja inn
að verulegu eða öllu leyti.
Veðurfar er rysjótt, meðalhiti sumarmánaða lágur borið saman við nágrannalöndin og
kyndingartímabil langt. Almennt eru byggingar vandaðar miðað við það sem þekkist
annars staðar og mikið lagt í innréttingar og innbú. 1 Reykjavík voru 1. desember 1999,
samkvæmt heimasíðu Reykjavíkurborgar, 46,9% allra íbúða í fjölbýli, 32,5% í sambýli,
19,9% í einbýli og það sem á vantar í „atvinnuhúsnæði".
Efnismagn í nýbyggingu og vegna viðhalds
í verkefninu var skoðaður stigagangur með átta íbúðum, geymslum, fjórum bíla-
geymslum og tilheyrandi lóð. Húshlutinn er 341,3 m2 að grunnfleti en gólfflötur alls er
1167 m2 (brúttó).
Vegna kostnaðargreiningar var fylgst með húsinu á byggingartíma og út frá þeim
upplýsingum var gerlegt að efnisgreina húsið allnákvæmlega. Út frá magntölum (í
stykkjum, lengdar-, þyngdar- eða rúmmálseiningum) og skoðun á einstökum efnis-
hlutum er hver liður efnisgreindur niður í magn í kílóum. Magntölur eru sundurliðaðar
eftir byggingarhlutum til að sjá vægi þeirra. Þessi greining sýnir ljóslega hve annars
vegar fylliefni í sökkul og hinsvegar steypa vega þungt í heildinni, en efni í húshlutann í
heild (lóðafrágangur undanskilinn (allar lagnir í lóð, aðkeyrð fylliefni, frágangur
bílastæða og gróður)) vegur um 3300 tonn, þar af eru hrein fylliefni og steypa samtals
3130 tonn eða 95% af heildarþyngdinni. Byggingin öll og einstakir byggingarhlutar vega
mjög mikið, eins og tafla 1 sýnir.
Tafla I. Heildarefnisnotkun á flatarstærð byggingarhluta
Bygg'mgarhluti /Efnisnotkun (kg/m2) Efnisnotkun Skýringar
Þak 62 Innanmál nettó
Útveggir 730 Innanmál nettó
Milligólf 723 Nýtanlegur gólfflötur - nettó
Neðsta gólf og undirstöður 7095 Grunnflötur nettó
Efnisnotkun á grunnflöt byggingar 10020 Lóð undanskilin
Efnisnotkun á nýtanlegan gólfflöt 3420 Lóð undanskilin
Efnisnotkun á lóðarfermetra 1930 Lóð meðtalin
Út frá efnisnotkun til nýbyggingar og áætluðu viðhaldsumfangi, eftir einstökum efnum
og byggingarhlutum, er fundin áætluð efnisnotkun til viðhalds á alls 50 ára tímabili.
Á mynd 1 er sýnd efnisnotkun til nýbyggingar og viðhalds eftir byggingarefnum. Af
myndinni sést glöggt hversu hlutfall efnisnotkunar til nýbyggingar annars vegar og við-
halds hins vegar er mismunandi eftir efnum. Notkun steypu, pússningar og fylliefna til
viðhalds er óveruleg í samanburði við notkun þessara efna í nýbyggingunni.
Innifalin orka og orkunotkun alls
Nýbyggingu og viðhaldi fylgir umtalsverð efnisnotkun. í framleiðsluferli efnanna er ætíð
einhver orkunotkun, s.s. flutningar vegna aðfanga, framleiðsluorka og hitun verksmiðju,
Ritrýndar vísindagreinar
2 2 5