Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Síða 230
■ Nýbygging □ Viðhald
en þessi orkunotkun er
talsvert mismunandi eftir
efnum. Framleiðslu- og
flutningsorka til verk-
smiðju, ásamt brunaorku
efnanna þegar þau eru
ekki endurnýjanleg, er á
ensku nefnd „embodied
energy" en hér verður not-
að hugtakið innifalin orka.
I umræðu erlendis um t.d.
sjálfbæran byggingariðnað
er innifalin orka í efnum
ásamt umhverfisáhrifum
efnis (m.a. mengun vegna
framleiðslu) iðulega höfð
til marks um hversu um-
hverfisvænt efnið er. Þekkt
er að sement er talsvert
orkufrekt í framleiðslu í
samanburði við mörg önn-
ur efni, sjá töflu 2, auk þess
sem steypa er þung og því
orkufrek í flutningi. í
umræðu um mismunandi
byggingarefni er þetta iðu-
lega notað sem röksemd á
móti steypunotkun, en í
þessu efni sýnir sig að
varast ber að flytja erlendar
forsendur hingað til lands án ítarlegrar skoðunar. Flutningsleiðir við öflun hráefna til
sements- og steypugerðar á höfuðborgarsvæðinu og vegna flutnings steypu úr steypu-
stöð og á byggingarstað eru nefnilega óvenjustuttar í samanburði við það sem gerist
erlendis, en innflutningur annarra byggingarefna krefst hins vegar umtalsverðrar orku.
Innifalin orka í nýbyggingunni liggur að mestu leyti í steypu, eða 37%, í málmum 18% og
timbri 12% og ýmsum fjölliðum 10%. Þegar skoðað er hversu mikil orka er innifalin í mis-
Mynd 1. Efnisnotkun til nýbyggingar og viðhalds í 50 ár.
Sement, steypa, pússning og fylliefni til viðbótar alls 3322 kg/m2 ibúðarrýmis
Tafla2. Viðmiðunargildi varðandi innifalda orku algengra byggingarefna
Efni Innifalin orka (MJ/kg)
Fúguefni 50
Gler 15,9
Grús - fylliefni og steypuefni 0,008
(blöndunarefni fyrir steypu (þurrefnainnihald 30%) 30
Leirvara - postulín 13
Lím 100
Málmar (samtala,en langmest stál) 15
Plast - almennt (samtala, en mest frauðplast) 60
Sement (blautframleiðsla) 6,1
Steinull 11,3
Steypa (Island C25) 0,65 1>
Timbur - grófsagað 2,5
Trjákennd efni (spónaplötur, MDF) 12
1) Gildið er fremur lágt miðað við erlendar tölur, en byggir á greiningu fyrir (slenska steypuframleiðslu. Miðað er við
innifalda orku sements sem framleitt er með„blautframleiðslu" (erlend gildi). Flutningsvegalengdir á fylliefnum og
steypu á Reykjavíkursvæðinu eru almennt mjög stuttar miðað við það sem gerist erlendis.
2 2 6
Arbók V F (/ T FI 2002