Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 232
nýtanlegan gólfflöt, er 3420 kg/m2 og álag frá húsi á jarðveg er 10,0 tonn/m2. Reiknað
efnismagn á nýtanlegan gólfflöt er mjög hátt í samanburði við þau gildi sem höfundur
hefur fundið í heimildum; af umfjöllun hjá Norén o.fl. (1999) má ráða að sambærileg tala
í Svíþjóð fyrir einnar hæðar timburhús á steyptum undirstöðum er 578 kg/m2 og
Adalberth o.fl. (2001) gefa upp tölur á bilinu 800-1500 kg/m2 fyrir fjögur lítil fjölbýli
(6-15 íbúðir) í Svíþjóð. Þrjú sænsku húsanna eru steypt, hlutur steypu er á bilinu 71-85%
af heildarefnismagni og hlutur fyllingarefna 20-14%.
Orkunotkun vegna íslensku byggingarinnar, bæði í byggingu og rekstri, er einnig
umtalsvert hærri heldur en Adalberth (1995) gefur upp fyrir Svíþjóð - sjá samanburð í
töflu 4. Hlutfallsleg skipting eftir ferlum er þó svipuð milli landanna og sést að lang-
stærstur hluti orkunotkunarinnar, eða um 85%, verður á 50 ára notkunartíma hússins. Ef
vilji er fyrir því að lágmarka orku sem notuð er í tengslum við byggingar ætti umfram
allt að leggja áherslu á að bæta orkunýtingu á notkunartímanum fremur en að leggja of
mikla áherslu á að lágmarka innifalda orku í byggingunni.
Efnis- og orkunotkun í íslenskum byggingum reynist vera umtalsvert meiri en gerist í
nágrannalöndunum í Skandinavíu. Ekki er þó ástæða til að taka slíkan samanburð alltof
alvarlega þar sem aðstæður eru um margt ólíkar; annars vegar er innflutningur hingað
mikill og flutningsleiðir langar, hins vegar er orka á Reykjavíkursvæðinu ódýr og
umhverfisvæn og þvf lítill vilji til að lágmarka notkun hennar. Það er hins vegar ljóst að
með breyttum byggingaraðferðum mætti draga talsvert úr efnisnotkun, einkum magni
steypu og fyllingarefna, án þess að slíkt þyrfti að bitna á gæðum bygginganna.
Heimildaskrá
[1] Agenda 21 on sustainable œnstruction. 1999. CIB Report Publication 237. Brudford 2000. TRADA Timber Industry
Yearbook 2000. England.
[2] Bygningers varmeisolering. 1986. SBI-Anvisning 111, Statens byggeforskningsinstitut, Danmörku.
[3] Björn Marteinsson. 2002. Efnis- og orkunotkun vegna fjölbflis I Reykjavlk - efnisframleiösla, flutningar, byggingarstarf-
semi og rekstur 150 ár. M.Sc.-ritgerð við verkfræðideild Háskóla Islands.
[4] Norén, Joachim og Britt-lnger Andersson. 1999. LCA av tráfönster och aluminiumfönster.Tratek Rapport 9912055.
[5] Adalberth, K., Almgren A. og Petersen E.H. 2001. „Life Cycle Assessment of four Multi-Family Buitdings". International
Journal of Low Energy and Sustainable Buildings, Vol. 2.
[6] Adalberth, K. 1995. Bygga Bruka Riva - Energianvandning ismðhus ur ett kretsloppsperspektiv.Tvnh 3027, Department
of Building Physics, LTH, Lundi, Svíþjóð.
2 2 8
Arbók VFl/TFl 2002