Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 236
Vætutími (e: time of wetness, rOlVJ.-Vætutími er skilgreindur í staðlinum ISO 9223 sem sá klukkustundafjöldi árs þegar loft-
hiti eryfir 0°C og hlutfailsraki lofts erjafnframt ufir 80% HR.Vætutími á veðrunarstöðvunum er á bilinu 1449 klst. (stöð nr. 10)
til 6324 klst. (stöð 13).
Úrkoma: Loftslag suð-vestanlands er vætusamt en áberandi þurrara norðanlands, sérstaklega norðan Vatnajökuls. Árleg
úrkoma á veðrunarstöðvunum er frá 860 mm (stöð nr. 15 ) til 3375 mm (stöð nr. 12).
Vindur: Veðurfar á Islandi er mjög vindasamt. Meðalvindhraði ársins á veðrunarstöðvunum liggur á bilinu 3-10 m/s, með
eina stöð við hvor mörk en almennt liggur vindhraði stöðvanna á bilinu 4,7-7,1 m/s. Algengustu vindáttir eru suðaustlægar
til suðvestlægar áttir.
Brennisteinstviildi S02: S02 (andrúmslofti er almennt talið vera helsti tæringarvaldur að þvl er varðar stál og sink. Á Islandi
er S02-mengun lltil þar sem nánast öll hús eru hituð með jarðvarma eða raforku, landið að auki mjög strjálbýlt (2,7
km2/(búa) og meðalvindhraði hár eins og áður segir. Mengun er talin lltið vandamál og mælingar á henni því litlar að
umfangi. Mælingar á S02 eru einungis gerðar reglulega í Reykjavík, og árlegt meðalgildi nærri mjög mikilli umferðargötu
mældist 1991 sem 3,2 g/m3. Sennilega má líta á slíkt gildi sem hámarksgildi fyrir allt landið ef undanskilið er allra næsta
nágrenni við álbræðslurnar tvær. Veðrunarstöðin við Svartsengi (nr. 16) er nærri jarðvarmavirkjuninni og talið öruggt að I
gufunni frá virkjuninni sé mengun í lofti sem geti valdið málmtæringu.
Selta (e: salinity): Það er þekkt að klóríð úr t.d. sjávarseltu hefur mikil áhrif á tæringarhraða og getur á þéttbýlum svæðum
jafnvel verið stærri orsakavaldur tæringar en S02, sérstaklega þar eð magn S02 í andrúmslofti fer minnkandi, samkvæmt
Haagenrud (1997) og Hot Dip Galvanizing (2001). Magn klórlðs sem fellur á flöt (mælt I úrkomu) er aðeins mælt reglulega
á tveim stöðum, þ.e. I Reykjavík og á (rafossi:
Klórlðjónir (mg/mýdag)
Meðaltal árs Hæsta mánaðarmeðaltal
Reykjavlk (1985) 19,8 53,0
(rafoss (1985) 10,0 15,2
Selta I andrúmslofti kemur hér frá sjó og vegna ríkjandi vindátta er magnið mest suðvestanlands en minnst norðaustan-
lands. Seltan berst með vindi langar leiðir og að sögn heimamanna á Akureyri merkist salt þar á gluggum húsa eftir sterkar
sunnanáttir. Seltumagn I lofti er háð mörgum þáttum, þar á meðal vindstyrk og -stefnu, vegalengd frá strönd (I stefnu vind-
áttar) og landslagi.Gerð ergrein fýrir þessum atriðum hjáCole o.fl.(1999),en þeir komust að því að vindhraði er sterk kenni-
stærð varðandi seltumagn I lofti.
Tæringarflokkar í staðlinum ISO 9223:1992
Staðallinn ISO 9223 flokkar loftslag annars vegar byggt á beinum mælingum á
tæringarhraða og hins vegar á þeim veðurþáttum sem taldir eru hafa mest áhrif á
veðurtæringu rnálma, þ.e. vætutíma, S02 og loftborinni seltu. Flokkarnir eru C1 (mjög
lítil tæring) - C5 (mjög mikil tæring).
Samkvæmt mældum tæringarhraða, sbr. töflu 1, telst Island liggja í tæringarflokkunum
2-3 varðandi stál en 3-4 varðandi sink. Flokkun byggð á veðurfarsupplýsingum gefur
hinsvegar 3-4 (og jafnvel 5) fyrir báða málmana. Aðferðunum tveim ber því ekki fyllilega
saman þar sem stál tærist ívið hægar en ætla mætti af mati út frá veðurþáttum einum saman.
Samband tæringar og áhrifaþátta veðurfars
Hægt er að setja upp líkan yfir samband milli veðurfarslegra áhrifaþátta varðandi
tæringu málma og mældrar tæringar. Á ensku eru slík módel kölluð „dose response func-
tions". Þau geta orðið nokkuð snúin þar sem áhrifaþættir eru margir, og mælingum sem
geta verið grunnur að gerð slíkra líkana er almennt mjög áfátt. Almennt er því talið mjög
heppilegt að kortleggja tæringarhraða í löndum og á landsvæðum með beinum mæl-
ingum á tæringarhraða. Fræðilega er hins vegar mjög mikilvægt að setja upp spálíkön
yfir samband tæringar og áhrifaþáttanna því þannig fæst aukin þekking varðandi vægi
mismunandi þátta og þar með aukin þekking á niðurbroti efna.
Haagenrud (1997) hefur gefið mjög gott yfirlit yfir mismunandi spálíkön varðandi
tæringu mismunandi málma. Algeng líkön eru byggð á mismunandi fjölda veður-
farsþátta og er uppbygging þeirra einnig mismunandi að öðru leyti. í flestum þeirra
2 3 2
Árbók VFl/TFl 2002