Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 237
(utan einu) vegur S02 langþyngst, þó svo hlutfallsraki lofts, vætutími (TOW), brenni-
steinn (S) og klóríð (Cl-) séu einnig breytistærðir. Fylgnistuðull í hinum mismunandi
bestunarlíkönum er á bilinu 0,67 og 0,94.
Líkön úr heimildum voru prófuð á íslensk gögn með næmisprófun þannig að sett voru
inn mismunandi (en innan trúlegs bils) gildi fyrir óþekkta áhrifaþætti (S, S02, H+, Cl-
ofl.). Þá kom í Ijós að þekkt líkön féllu einstaklega illa að íslenskum aðstæðum og eru
ástæður þessa sennilega þær að áhrif S02 eru lítil hérlendis. Á hinn bóginn er selta
væntanlega mikill tæringarvaldur hérlendis eins og sést á því hve tæring, einkum á stáli,
mælist miklu meiri við strönd á Suður- og Suðvesturlandi en í öðrum landshlutum. I gerð
spálíkans fyrir ísland var valið að skoða einungis tæringu stáls þar sem fyrsta árs
niðurstöður á sinki eru mjög svipaðar innbyrðis.
Varðandi tæringu stáls vega loftborið salt og raki, eða vætutími, sennilega þyngst. Saltið
kemur frá sjó og margar veðrunarstöðvanna eru einnig nærri strönd. Þar eð mælingar á
salti í andrúmslofti skortir fyrir nánast allar stöðvarnar var valið að meta saltáhrif út frá
vindhraða og fjarlægð frá strönd (í stefnu vindhraða á hverjum tíma). I bestunarlíkön-
unum voru áhrif salts því metin á tvo vegu:
• Samanlögð áhrif meðalvindhraða í stefnu frá ströndu og að veðrunarstöð, deilt með
fjarlægð frá strönd (streymisvegalengd yfir landi)
• Samanlögð áhrif meðalvindhraða frá strönd, meðalhraði hverrar stefnu margfald-
aður með tíðni vindáttarinnar
Mismunandi bestunarlíkön voru prófuð en tvö eftirfarandi gáfu besta nálgun:
Líkan 1 : Tæring (gm/fyrsta ár) = 23,031 (wsa/L)0,2627 (TOW)0'4704
Líkan 2 : Tæring (pm/fyrsta ár) = 10,055 + 3,942 (TOW) + 4,539 (TOW)(wsa/L)
þar sem
wsa : samanlögð áhrif meðalvindhraða (m/s) í stefnu frá strönd
L : fjarlægð frá strönd (km)
TOW :vætutími í samræmi við ISO 9223 (T>0°C, RH>80%) sem hlutfall af tímafjölda árs
Staðalskekkja Fylgnistuðull R
(e: standard error of estimate)
Líkan 1 6,02 0,829
Líkan 2 6,28 0,812
Líkan 1 hefur ákveðna samsvörun með líkani sem
sýnt er í Cole o.fl. (1999), en líkan 2 er af hefðbundn-
ari gerð eins og greint er frá í Haagenrud (1997).
Áhugavert er að sjá að tvö svo ólík líkön skuli gefa
nokkuð svipaða niðurstöðu og virðist ljóst að meiri
gögn þarf til að ákvarða betur heppilegt líkan. Þegar
reynt var að meta áhrif vinds út frá tíðni vindáttar,
sjá að ofan, þá versnaði fylgni umtalsvert.
Reiknaður tæringarhraði í samræmi við líkan 1 er
borinn saman við mældan tæringarhraða, sjá mynd
2. Beina línan á línuritinu sýnir hvernig samband
milli reiknaðra og mældra gilda getur orðið best
(fullkomin samsvörun) og frávik gilda frá línunni er
því mat á skekkju reiknilíkansins. Eins og sést af
myndinni og skekkju- og fylgnistuðlum, fellur
Ritrýndar visindagreinar
2 3 3