Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Síða 257
stökum áhrifavöldum, en einnig er mögulegt að heimfæra niðurstöður af rannsóknastofu
yfir á hegðun í náttúrulegu ástandi. Samhliða eða í stað þess að meta CRR á rann-
sóknarstofu er líka hægt að beita vettvangsrannsóknum. A síðustu árum hafa í þessu
sambandi því verið þróuð ýmis tæki til að mæla efnisstuðla og meta mótstöðu gegn ysjun
við náttúrulegar aðstæður. Algengustu aðferðirnar eru SPT-borun (Standard Penetration
Test), CPT-borun (Cone Penetration Test), SASW-mælingar (Spectral Analysis of Surface
Waves) og BPT (Becker Penetration Test).
I þessu verkefni var fyrst og fremst byggt á rannsóknum með CPT-borun og SASW-
mælingum, en þessum aðferðum hefur verið beitt á ýmsum stöðum á íslandi á síðustu
árum [2,3,4,8]. A einum rannsóknarstaðnum voru þó til samanburðar jafnframt tekin sýni
og þau prófuð á rannsóknarstofu með þríásaprófi. Lýsingu á aðferðafræðinni sem beitt
var við þríásaprófið má finna í [15].
Mótstaðan rnetin með CPT-borun
Einn helsti kostur CPT-borana er að þær gefa samfellda mælingu með dýpi. Við sjálfa
CPT-borunina eru ekki tekin sýni af efninu sem borað er í, en mjög æskilegt er að sann-
reyna efnisgerð með sýnatöku. í þessu verkefni voru grafnar gryfjur samhliða CPT-
borun. Margar aðferðir koma til greina við mat á mótstöðu út frá CPT-borunum. Valið var
að nota aðferðir þróaðar af Stark og Olson [9] og Robertson og Wride [10]. Báðar að-
ferðirnar byggja í aðalatriðum á sömu rannsóknargögnum, bæði jarðskjálftum og
borniðurstöðum. Fyrri aðferðin er einföld og gagnsæ enda krefst hún lítillar tölvuvinnslu
en seinni aðferðin er vel fallin til útreikninga í tölvu. I greininni er eingöngu fjallað um
niðurstöður samkvæmt fyrri aðferðinni.
Mótstaðan metin með SASW-mælingum
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að skúfbylgjuhraða sem mældur er í jarðefnum við litlar
formbreytingar (small-strain shcar wave velocity) má nota til að meta mótstöðu gegn ysjun.
I þessari grein er valið að styðjast við aðferðafræði sem sett er fram í yfirlitsgrein eftir þá
Andrus, Stokoe, og Chung [11]. Notast er við mótstöðuferla sem fram koma í heimildinni
en þeir eru endurskoðaðir og byggja á víðtækum rannsóknarniðurstöðum frá
jarðskjálftasvæðum þar sem staðbundin ysjun hefur átt sér stað. Mótstöðuferlarnir sýna
CRR sem fall af leiðréttum skúfbylgjuhraða, Vsl, sem er gefin sem:
Ki=K
/ \0,25
( P. '
va'y
(i)
þar sem Vs er mældur skúfbylgjuhraði, Pa er þrýstingur andrúmslofts, 1 atm. (100 kPa)
og af er virk lóðrétt spenna. Mótstöðuferlarnir gilda fyrir sand og möl með mismunandi
mikið magn af fínefni. Ennfremur er hægt að kvarða ferlana fyrir mismunandi stærð
skjálfta Mw (moment magniutde). Stærð skjálfta er nátengd varanda yfirborðshreyf-
ingarinnar og þá um leið fjölda sveifla sem jarðefnin verða fyrir, en sveiflufjöldinn hefur
bein áhrif mótstöðuna gegn ysjun eins og fjöldi rannsókna hefur sýnt. Rétt er að
undirstrika að móstöðuferlarnir eru ekki meðalferlar, heldur nokkurs konar efri mörk
ysjunar og eiga því að umlykja „alla" ysjunarpunkta í þeim gögnum sem þeir byggja á.
Því er eðlilegt að einstaka mælipunktar þar sem ekki verður vart við ysjun geta lent
öfugu megin við mótstöðuferlana á meðan mælipunktar þar sem ysjun hefur orðið eiga
„alltaf" að lenda réttum megin.
Ritrýndar vlsindagreinar
2 5 3