Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 263
Matsaðferðir við fasteignamat, gerð
reiknilíkana og niðurstöður úr þeim
örn Ingvarssonjramkvæmdastjóri mats- og hagsviðs Fasteignamats ríkisins, lauk civ.ing. prófi í byggingarverkfræði frá
DTH í Danmörku 1972.Meistaraverkefnið vann hann við Instituttet for Matematisk Statistik og Operationsanalyse hjá
DTH. Verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Helga Sigvaldasonar hf. 1972-84. Rak eigin stofu, kerfis- og verkfræðistofuna
Iðavöll, 1984-94. Deildarstjóri hjá Fasteignamati ríkisins frá 1994.
Abstract
ln June 2001 the Land Registry of lceland conducted a mass revaluation of all real estate for taxation purposes. Part of that
process was the development of a new mass valuation system for residential properties.
By using the sales comparison approach, information on sale prices over 3 years period was used to build models reflect-
ing market value.The aim was to build models that would reflect the cash price level of November 2000. Hybrid models
were developed using multiple regression analysis and multistage methods.
Separate models for single-family properties and multifamily structures were developed.The development of special land
value models facilitated the separation of land value and value of buildings.
The new valuation raised the total valuation level of residential properties by 13 percent for the market value and 100 per-
cent for the land value. Individual changes varied greatly, some properties were lowered in total value by 30 percent, and
for others the market value was raised twofold
Inngangur
Fjármálaráðuneytið fól Fasteignamati ríkisins með bréfi, dags. 2. nóvember 2000, að
endurmeta fasteignamat eftir að flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höfðu beðið um
endurmat allra eða fjölda eigna í sveitarfélaginu. Komið hafði í ljós að veikleikar voru á
fasteignamati vegna misræmis í mati sambærilegra eigna, t.d. að fasteignamat eldri eigna
var of lágt og endurspeglaði ekki gangverð. Réttlætismál var að draga úr þessu ósam-
ræmi og að fasteignamat hliðstæðra eigna yrði sambærilegt þannig að allir fasteigna-
eigendur sætu við sama borð t.d. varðandi álagningu fasteignagjalda og eignaskatta.
Með breytingum á lögum um brunabótamat, þ.e. lög nr. 34/1999, var kveðið á um
afskriftir í brunabótamati. í framhaldi af því mótaði Fasteignamatið aðferðafræði við
útreikning afskrifta vegna brunabótamats, sjá umfjöllun um afskrifað endurstofnverð í
sérriti Fasteignamats ríkisins frá árinu 2000: Brunabótamat - Afskriftir. Breytingar á
matskerfum stofnunarinnar í þágu brunabótamatsins kölluðu á endurskoðun fyrir
fasteignamatið.
Ritrýndar vísindagreinar
2 5 9