Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 265
Um skatta og gjöld
Fasteignagjöld eru mikilvægur tekjustofn sveitarfélaga. Fasteignaskattar sveitarfélaga
eru reiknaðir út sem hlutfall af fasteignamati og voru á árinu 2000 14,4% af skatttekjum
þeirra. Önnur fasteignagjöld, svo sem holræsagjald og vatnsgjald eru oftast reiknuð út á
grundvelli fasteignamatsins. Lóðarleiga fyrir lóðir í eigu sveitarfélaga reiknast oftast frá
lóðarmati.
Eignaskattar ríkisins byggjast á eignum að frádregnum skuldum samkvæmt skattfram-
tali. Oftast er íbúðin helsta eign hverrar fjölskyldu, en fasteignamat hennar er fært á
eignarhlið skattframtals. Ef um leigulóð er að ræða kemur fimmtánföld lóðarleiga til frá-
dráttar, en leigan byggist oftast á lóðarmatinu.
Húsmatið eitt og sér er hins vegar ekki skattaandlag. Með öðrum orðum sagt er engin
skattatæknileg þörf á að birta húsmatið.
Sveitarfélögin hafa nokkuð víðan ramma til ákvörðunar fasteignagjalda. Algeng heildar-
gjöld til sveitarfélaga af íbúðarhúsnæði eru um 0,6% af fasteignamati, en um 1,6% fyrir
atvinnuhúsnæði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær fjárveitingu af fjárlögum. Sjóðurinn
greiðir jöfnunarframlög til sveitarfélaga, m.a. vegna mishárra fasteignagjalda sem skýrist
af mismunandi verðlagi fasteigna.
Fasteignamarkaðurinn
íbúðarhúsnæði
Á íslandi búa flestir, nánar tiltekið 80 - 90%, í eigin húsnæði. Þannig eru langflest fjöl-
býlishús fjöleignarhús. íslensk íbúðarhús eru langflest byggð á tuttugustu öldinni. Tafla
1 sýnir fjölda metinna íbúða samkvæmt Landskrá fasteigna þann 31.12.2001. Flokkun
eftir byggingarári er sýnd.
Tafla 1: Fjöldi Ibúða eftir byggingarári
Samtals -1900 1901-20 1921-40 1941-60 1961-80 1981-00
Reykjavík 44.365 165 1.259 4.475 10.385 15.503 12.578
Suðvesturkjördæmi 22.082 64 194 519 2.529 8.046 10.730
Norðurkjördæmin tvö 26.176 501 1.005 2.844 5.585 10.265 5.976
Suðurkjördæmi 14.083 99 293 940 3.252 5.672 3.827
Samtals 106.706 829 2.751 8.778 21.751 39.486 33.111
FMR hefur um langt árabil safnað kaupsamningum um íbúðarhúsnæði. Kaup-
samningarnir eru skráðir og tengdir við landskrána. Staðgreiðsluvirði hvers samnings er
fengið með því að núvirða bæði ný og yfirtekin lán samkvæmt samningnum. í töflu 2 sést
heildarverðmæti íbúðarhúsnæðis samkvæmt fasteignamati og söluvelta árið 2001.
Tafla 2: íbúðarhúsnæði
Heildar- Eignir seldar á árinu 2001
Milljónir kr. fasteignamat Fasteignamat Söluverð Söluverð
31.12.2001 31.12.2001 % Umsamið Núvirði
Reykjavík 501.810 39.778 7,93% 46.723 43.527
Suðvesturkjördæmi 304.162 26.464 8,70% 30.055 27.885
Norðurkjördæmin tvö 150.389 8.964 5,96% 10.274 9.552
Suðurkjördæmi 99.007 7.587 7,66% 8.743 8.081
Samtals 1.055.368 82.793 7,84% 95.795 89.045
Ritrýndar vlsindagreinar
2 6 1