Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 284
Tafla 1. Slysastaðir og aðrir staðir í fyrstu yfirferð um landið.
Slysastaðir Aðrir staðir Alls
Suðudand 7 9 16
Reykjanes 13 8 21
Vestudand 11 7 18
Vestfirðir 6 4 10
Norðurland vestra 15 10 25
Norðurland eystra 13 9 22
Austurland 9 4 13
Alls 74 51 125
Helstu niðurstöður
Helstu niðurstöður hingað til eru teknar saman í
töflum 1-4.1 töflu 1 má sjá hversu margir slysastaðir
og aðrir hættulegir staðir fundust í umdæmum
Vegagerðarinnar í þessari fyrstu yfirferð. í töflu 2
eru allar tillögur um aðgerðir taldar upp. Bæði eru taldar upp tillögur, ef um eiginlegan
slysastað var að ræða og um aðra staði. Oft voru fleiri en ein tillaga um lagfæringar á
hverjum stað. Loks var stundum ein megintillaga og önnur til vara, en þær er einnig allar
að finna í töflu 2.
Blindhæð og einbreið brú.
Djúpvegur við Broddadalsá í Broddadal.
Aðrar áherslur voru á höfuðborgarsvæðinu og var þar stöðum raðað í röð eftir óhappa-
og slysastíðni og athugasemdir voru almenns eðlis. Þær tillögur er ekki að finna í
töflunum.
Á árunum 2000-2001 veitti Vegagerðin fé til beinna umferðaröryggisaðgerða á 27 stöðum.
Af þessum stöðum voru tíu sem höfðu verið teknir út og skoðaðir í úttektum á
lagfæringum slysastaða. Bent hafði verið á tvo staði sem þörfnuðust lagfæringa án þess
að vera skoðaðir sem eiginlegir slysastaðir. Meðal framkvæmda voru t.d. ræsi í stað
brúar, stefnugreind gatnamót, bættar stefnumerkingar, vegrið, viðvörunarljós við ein-
Oft þarf stærri skilti og ef til vill mætti merkið
„malbik endar" vera greinilegra.
Austurlandsvegur við upphaf Vattarnesskriða
og Skrúður í bakgrunni.
Tafla 2. Allar tillögur úr skýrslum um lagfæringu slysastaða.
Tillögur Fjöldi
Stefnuörvar (nýjar eða þétta), vara við beygju 26
Flái vegar gerður aflíðandi 7
Umhverfi vegar lagað 11
Full stefnugreining vegamóta 10
Hálf stefnugreining vegamóta, miðeyjar, dropar, vasar 11
Tengingu eða vegamótum lokað 13
Hringtorg 10
Setja upp eða lengja vegrið eða girðingu 12
Bæta yfirborðsmerkingar, t.d. banna framúrakstur 19
Bæta við eða færa skilti, vegvísun, merkja sem slysakafla 20
Endurhönnun vegar, t.d. breikka einbreiða brú 10
Lækka hámarkshraða, hraðahindrun, buldurspelir 7
Afmarka bílaplön og lóðir, kantsteinar, eyjur, málun, gróður 4
Laga áningarstað 3
Breyta biðskyldu í stöðvunarskyldu eða setja upp biðskyldu 4
ÁÍÍs 167
2 8 0
Árbók VFÍ/TFl 2002