Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Síða 299
Tafla I. Samanburður á mismunandi álags- og samtímastuðlum
Hönnunarstaðlar
Mesta afl [kW] Samtímast.
Mældir staðlar
Mesta afl [kW] Samtímast.
Einbýlishús 9,10 0,22 7,85 0,34
Raðhús 8,40 0,22 6,32 0,38
Fjölbýlishús 7,00 0,22 4,63 0,22
reiknaðir hafa verið út frá beinum
álagsmælingum í lágspennu-
kerfinu og eru kallaðir rnældir
stuðlar (m) hér á eftir. Þessir stuðlar
eru sýndir í töflu 1.
Fyrir hvort stuðlasett um sig eru í
töflunni upplýsingar um mesta
álag og markgildi samtímastuðla.
Mesta álag var skilgreint hér að
framan sem toppgildi langæislínu
fyrir viðkomandi álagsflokk. Markgildi samtímastuðuls sýnir samlögunaráhrif eða sam-
tímaáhrif mikils fjölda íbúða (fræðilega óendanlegs fjölda) af sömu tegund á tilteknum
streng.
Eins og sjá má í öðrum dálki töflunnar gera núverandi hönnunarforsendur ráð fyrir því
að sama gildi samtímastuðuls sé notað fyrir allar tegundir íbúða. Álagsmælingar gefa
hins vegar til kynna að þessir stuðlar séu mismunandi eftir álagstegundum. Jafnframt eru
allar afltölur hærri í því stuðlasetti sem nú er notað við hönnun kerfisins. Á móti vega
hærri samtímastuðlar fyrir einbýlishús og raðhús fyrir mælda stuðla.
Hér á eftir er talað um „hönnunarstuðla" almennt sem samheiti yfir bæði stuðlasettin en
einnig sem sérheiti yfir þá stuðla sem nú eru notaðir við hönnun lágspennukerfisins.
Samlögunaraðferðir
Til þess að hægt sé að reikna speimufall, straumstyrk og afltöp í einstökum lágspennu-
strengjum er nauðsynlegt að hafa ítarlegar upplýsingar um strenggerðir og vegalengdir
milli úttaka á viðkomandi streng. Þá þurfa einnig að liggja fyrir nokkuð nákvæmar
upplýsingar um álag á strengnum. í þessu sambandi nægir ekki að þekkja mesta álag við
dreifistöð, heldur þarf einnig að vera ljóst hvernig álagið dreifist út eftir strengnum þar
sem álagsdreifingin hefur áhrif á spennufallið.
Beinar mælingar á álagsdreifingu eru ekki til og verður því að gefa sér þessar forsendur.
Stuðst var við þrjár mismunandi aðferðir við samlögun álags og skiptingu þess niður á
einstök úttök og er vísað til tveggja þessara aðferða hér á eftir. Fyrri aðferðin, sam-
lögunaraðferð 1, felst í því að reikna samtímastuðul fyrir allar íbúðir á tilteknum
lágspennustreng og tilsvarandi heildarálag á strengnum við dreifistöðvarvegg. Þessu
álagi er síðan skipt niður á úttökin í hlutfalli við tegundir og fjölda íbúða á hverju úttaki.
Seinni aðferðin, samlögunaraðferð 2, byggir á því að finna fyrst samtímastuðul fyrir
íbúðir á ysta úttaki (fjærst dreifistöð) og reikna álag þess úttaks miðað við þann sam-
tímastuðul. Næst er fundinn samtímastuðull fyrir allar íbúðir á ystu tveimur úttökunum
og tilsvarandi álag þessara tveggja úttaka. Álag ysta úttaksins, sem áður var fundið, er
síðan dregið frá og þannig fundið álag á því næstysta. Þannig er haldið áfram koll af kolli
í átt að dreifistöð. í viðauka er gerð nánari grein fyrir samlögunaraðferðum 1 og 2.
Fræðileg athugun á prófunarstreng
I þeim tilgangi að kanna áhrif sem flestra sam-
setninga á álagi lágspennustrengs var valið að nota
hugsaðan prófunarstreng, sem þó er dæmigerður
fyrir raunverulegan lágspennustreng að því er
varðar lengd, fjölda úttaka og gerð leiðara. Þessi
prófunarstrengur tengist úttaki í hugsaðri dreifistöð
D próf eins og sýnt er á mynd 2. Gert er ráð fyrir að
strengurinn sé 350 m að lengd og hafi fjögur úttök.
Mynd2. Prófunarstrengur með fjórum
úttökum frá hugsaðri dreifistöð„D_próf"
T
kni- og vísindagreinar
2 9 5