Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Page 300
Strenggerðir og lengdir einstakra strenghluta voru
valdar með það í huga að spennufall væri nálægt 5%
við staðlað álag miðað við mælda stuðla og sam-
lögunaraðferð 1. Þá er reiknað með að aflstuðull
álagsins sé 0,85.
Hér á eftir eru niðurstöður athugana á prófunar-
streng dregnar saman til þess að undirstrika mis-
mun á eiginleikum hinna tveggja ólíku setta hönn-
unarstuðla. Þetta er gert með því að skoða þá hlut-
fallslegu aukningu sem verður í spennufalli þegar
skipt er um stuðlasett, þ.e. þegar „hönnunarstuðlar"
eru notaðir í stað „mældra stuðla".
A mynd 3 er sýnd aukning í spennufalli sem fall af
hlutdeild raðhúsaálags í heildarrálagi einbýlis- og
raðhúsa fyrir samlögunaraðferðir 1 og 2. Eins og sjá
má eykst spennufallið þegar skipt er frá mældum
stuðlum yfir í hönnunarstuðla. Þessi aukning er
þeim mun meiri sem hlutfall raðhúsa vegur þyngra
í heildarálagi strengsins. Mesta aukning spennufalls
er á bilinu frá 4,5% fyrir samlögunaraðferð 1 til rúm-
lega 7% fyrir samlögunaraðferð 2. Aukið spennufall
í aðferð 2 skýrist af því að meira álag færist utar á
strenginn en í aðferð 1.
Hliðstæð aukning spennufalls er sýnd á mynd 4 sem
fall af hlutdeild fjölbýlishúsaálags þegar um er að
ræða álagsblöndun einbýlis- og fjölbýlishúsa. 1
þessu tilviki eykst spennufallið mjög hratt með
auknu vægi fjölbýlishúsa í heildarálaginu. Mesta
aukning spennufalls liggur á bilinu 83%-93%, eftir
því hvaða viðmiðun er notuð, þegar hlutdeild fjöl-
býlishúsaálags hefur náð 100%. Eins og fyrr er fremur lítill munur á samlögunar-
aðferðunum.
Ahrif þess á ofangreindar niðurstöður, að reikna með aflstuðli 0,90 eða 0,95 í stað 0,85, eru
nær hverfandi.
Mynd 3. Hlutfallsleg hækkun spennufalls í
prófunarstreng þegar hönnunarstuðlar eru
otaðir (stað mældra stuðla.
Mynd 4. Hlutfallsleg hækkun spennufalls í
prófunarstreng þegar hönnunarstuðlar eru
notaðir í stað mældra stuðla.
Kerfisathuganir
Kannaðir voru sjö lágspennustrengir á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu, sem
þjóna heimilisnotkun eingöngu. Haft var í huga að álagsblöndun væri sem breytiiegust
til þess að tryggja marktækan samanburð milli mældra stuðla og hönnunarstuðla. Eins
og áður var reiknað spennufall, straum-
Tafla2. Fjöldi íbúða af hverri tegund á lágspennustrengjum
Stengur einbýlishúsum Fjöldi íbúða í raðhúsum fjölbýlisl
D498_5 24 0 0
D637_8 36 8 0
D621_3_4 34 38 0
D685_1 23 0 34
D537_3_4 5 25 39
D537_2 0 15 74
D491 3 0 0 50
styrkur og afltöp í hverjum streng og
niðurstöður bornar saman.
Blöndun álagsins á einstökum lágspennu-
strengjum er sýnd í töflu 2 þar sem
tilgreindur er fjöldi íbúða af hverri
tegund.
Á mynd 5 eru niðurstöður útreikninga á 6
strengjanna dregnar saman. Sýndar eru
niðurstöður fyrir samlögunaraðferð 1 og
aflstuðul 0,85.
2 9 6| Arbók VFl/TFl 2002