Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 303
Lokaorð
í ljósi þeirra upplýsinga sem fengust í ofangreindum athugunum var ákveðið að ráðast í
frekari mælingar á íbúðaálagi. Hófust þær í desember 2001 og munu standa yfir fram í
janúar 2003. Þessar álagsmælingar eru mun víðtækari en fyrri mælingar og taka til alls
um 150 íbúða víða á höfuðborgarsvæðinu, sem skiptast nokkuð jafnt milli íbúða í ein-
býlishúsum, fjölbýlishúsum og raðhúsum. Niðurstöður þessara mælinga verða kynntar
þegar þær liggja fyrir.
Heimildir
[1] Guðleifur M. Kristmundsson. Spennufall og ónýtt straumgeta I lágspennustrengjum. Orkuveita Reykjavíkur, verk-
fræðideild. Júlí 1999 (60 s).
[2] Guðleifur M. Kristmundsson. Samanburður á hönnunarstuðlum fyrir lágspennukerfið. Orkuveita Reykjavíkur, tæknimál,
8-2000. Desember 2000 (179 s).
[3] Guðleifur M. Kristmundsson. Mælingar á íbúðaálagi rafdreifikerfis í desember 2000 og janúar 2001. Orkuveita
Reykjavíkur, tæknimál, 5-2001. Maí 2001 (89 s).
[4] Guðleifur M.Kristmundsson.Á/ag og spennufallá Kjalarneslínu.Orkuvefta Reykjavíkur,tæknimál,2-2000. Júní 2000 (69 s).
[5] Guðleifur M. Kristmundsson. Athugun á dreifistrengjum út frá aðveitustöð A2. Áfangaskýrsla. Rafmagnsveita
Reykjavíkur, verkfræðideild. Desember 1997 (24 s).
[6] Þorsteinn Sigurjónsson. Heimilisnotkun I. Skýrsla (drög). Rafmagnsveita Reykjavíkur, 1996 (64 s).
[7] Þorsteinn Sigurjónsson. Raforkunotkun heimila hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur.ÁrbókVFÍ/TFÍ 1996/97.
Viðauki: Samlögun álags og samtímastuðlar
Við hönnun raforkudreifikerfa er mikilvægt að gera sér grein fyrir líklegri mestu áraun á
tiltekinn kerfishluta, t.d. mesta álagi á lágspennustreng. Stuðst er við upplýsingar um
fjölda álagseininga af tiltekinni tegund, t.d. fjölda einbýlishúsa á viðkomandi streng
ásamt upplýsingum um áætlað mesta álag hvers einbýlishúss. Tegundir og fjöldi húsa
sem tengjast eiga hverjum streng eru oftast vel þekktar stærðir á hönnunarstigi
lágspennukerfisins og upplýsingar um mesta álag hverrar álagstegundar hafa fengist
með útreikningum sem byggjast á álagsmælingum. Ef mesta álag allra húsa á viðkom-
andi streng bæri upp á sama tíma mætti á einfaldan hátt finna heildarálagið á strengnum
með margföldun. Einstakir álagstoppar koma þó að jafnaði á mismunandi tímum en
gagnvart kerfinu sem heild er það mesta samtímaálag viðkomandi húsa sem máli skiptir.
Til þess að finna þetta mesta álag á strengnum eru notaðar s.k. samlögunaraðferðir. í
þessum viðauka er gerð grein fyrir tveimur aðferðum við samlögun álags á lágspennu-
streng. Þessar aðferðir eru nálganir og byggjast á því að samtímastuðlarnir séu fastar.
Á mynd v.l er sýndur dæmigerður lágspennustrengur með N úttökum. Gert er ráð fyrir
að álag strengsins megi rekja til heimilisnotkunar eingöngu, en að úttökin geti að öðru
leyti verið innbyrðis ólík að því er varðar fjölda og
tegundir íbúða sem þeim tengjast. Á hverju úttaki
getur því verið um að ræða tiltekinn fjölda íbúða
sem skiptist á einbýlishús, raðhús eða fjölbýlishús í
mismunandi hlutföllum, allt frá einsleitu álagi yfir í
jafna blöndu úr öllum þremur álagsflokkum.
Heildarálagið PT, mælt við dreifistöð, er samlagað
álag allra þessara íbúða og skiptist það niður á
úttökin eins og myndin sýnir, þ.e.
N
r i—ipr \
Ll
Dreifistöö Pi P2 P3 Pi Pn
■ 2 c ... ... t
V
Pt='LP'
(1)
iMynd v.1. Lágspennustrengur með N úttökum.l
Tækni- og vísindagreinar i 299