Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 01.12.2012, Blaðsíða 27
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 26 Um áramótin tekur ný byggingarreglugerð gildi og leysir af hólmi eldri reglugerð frá 1998. Nýja reglugerðin, sem sögð er sú stærsta í Íslandssög- unni, mun færa okkar að þeim stöðlum sem tíðkast hjá hinum norrænu ríkj- unum. Nýja reglugerðin mun hafa í för með sér að íbúð- arhúsnæði getur í mörg- um tilfellum stækkað verulega. Eitt af megin- markmiðum hinnar nýju reglu- gerðar er algild hönnun sem merkir að íbúðir beri að hanna þannig að það mismuni ekki ein- staklingum eða hópi einstaklinga. Hefur því stigið stórt skref til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra þar sem allt húsnæði skal vera aðgengilegt hjólastólum, með örfáum undantekningum þó. Ný byggingarreglugerð er því jákvætt og mikilvægt skref í átt að jöfnuði og betri tilveru hreyfi- hamlaðra einstaklinga. Bólgnar út í stærð Sú spurning vaknar þó óhjá- kvæmilega hvort hin nýja reglu- gerð gangi of langt í stærðarkröf- um og mismuni jafnvel stórum hluta þjóðarinnar sem síst má við því? Það er mikilvægt að átta sig á því að nýja reglugerðin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að íbúðarhúsnæði mun bólgna út í stærð. Ofan á það bætast hertar kröfur til einangrunar, hljóðvist- ar, eldvarnamála o.fl. Allt þetta kemur ekki til án kostnaðarauka en áætlað er að byggingarkostnaður hækki veru- lega með tilheyrandi áhrifum á neysluvísitölu, auknum rekstrarkostnaði, hærri fasteignagjöldum o.s.frv. Áhrifin verða þó mismun- andi eftir stærðum íbúða. Ég bar saman mismun- andi reglugerðir og afleið- ingar þeirra og komst að því að dæmigerð þriggja herbergja íbúð (flatarmál séreignarhluta) stækk- ar um 20% ef framfylgja á nýju reglugerðinni. Fyrir litla eða meðalstóra þriggja herbergja íbúð getur aukinn byggingarkostnað- ur numið um 2,5-3 milljónum, ein- ungis vegna stærðaraukningar. Að miklu leyti er þessi gríðarlega stærðaraukning ekki nauðsynleg vegna aðgengismála heldur fyrst og fremst vegna ósveigjanleika í stærðarkröfum rýma. Þess ber þó að geta að þessi prósentutala lækkar eftir því sem bygging- arnar stækka en svo virðist sem reglugerðin komi verst niður á þriggja herbergja íbúðum. Þessi útreikningur er auðvitað ekki tæmandi og getur breyst að ein- hverju leyti eftir aðstæðum. Erfiðara að kaupa Hætt er við að öryrkjar, ungt fólk og láglaunafólk muni í framtíð- inni eiga erfiðara með að kaupa nýtt húsnæði vegna þess að það þarf að kaupa mun fleiri fermetra til að ná sömu nýtingu og lenda þannig í nokkurs konar „hús- næðisgildru“. Nýjar íbúðir gætu því í versta falli orðið forréttindi ákveðinna þjóðfélagshópa. Til samanburðar geta norskar íbúðir uppfyllt kröfur um aðgengi á 10% minna flatarmáli skv. fyrr- nefndum samanburði. Íslenska reglugerðin veitir minna svigrúm en í henni eru settar lágmarks flatarmálskröfur á ýmis rými í stað þess að tilgreina hvaða þarf- ir þau þurfi að uppfylla. Augljóst er að meira byggingar- efni þarf til að búa til stærri íbúð- ir en minni. Framleiðsla bygging- arefnis er orkufrek, mengandi og gengur á auðlindir jarðarinnar. Það þarf eldsneyti til að flytja byggingarefnið og að lokum þarf að farga því. Því stærri sem íbúð- ir eru, því meiri orku þarf til að lýsa þær upp, kynda, loftræsta og viðhalda. Því stærri sem bygging- ar verða því stærra verður fót- spor þeirra sem leiðir að lokum til orkufrekari samgangna. Til að setja þetta í samhengi þá er 39% af koltvísýringslosun í Bandaríkj- unum tilkomin vegna bygginga. Þó ekki sé hægt að heimfæra þetta algjörlega á Ísland gefur þessi tala til kynna hversu stór umhverfisþáttur húsnæði er. Fólk á að geta valið Það er síður en svo hugmynd mín að byggja ekki aðgengileg- ar íbúðir. Þvert á móti styð ég aðgengismál fatlaðra heils hugar og þar má margt betur fara sem bætt verður úr með nýrri reglu- gerð. En ég styð líka rétt fólks til að geta lifað sómasamlegu lífi á launum sínum og rétt til að eiga þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu sinnar. Fólk á að geta valið sér að búa í litlum og vel nýttum íbúð- um sem henta efnahag þeirra. Því þarf að feta einhvern milliveg. Sem dæmi væri eðlilegt ef byggja mætti ákveðið prósentu- hlutfall íbúða í hverju fjöl- býlishúsi án þess að kröfur um algilda hönnun ættu við. Einnig að fella megi út flatarmálskröf- ur sem gerðar eru til svefnher- bergja, baðherbergja og þvotta- húsa en þetta getur minnkað íbúðirnar um u.þ.b. 10%. Þó svo að lágmarks prósentuhlutfall aðgengilegra íbúða sé tilgreint í byggingarreglugerð má í deili- skipulagi gera strangari kröfur þar sem við á. Stuttur aðlögunartími Það sem er hvað mest íþyngj- andi við nýja reglugerð er hversu stuttur aðlögunartíminn er. Hvorki þjóðfélagið né bygging- ariðnaðurinn er tilbúinn að taka í notkun nýja reglugerð í svo stóru skrefi. Það skref tökum við nú á u.þ.b. einu ári á meðan aðlögunar- ferlið hjá Norðmönnum og Dönum tók fimm til sex ár. Starfsfólk Mannvirkjastofnunar hefur lyft grettistaki á stuttum tíma við gerð hinnar nýju reglugerðar en hefur þó verið skammtaður of naumur tími. Við þurfum að halda áfram þeirri umræðu sem loksins er komin í gang og gefa okkur lengri tíma til að skoða heildarafleiðingar reglugerðar- innar. Ný byggingarreglugerð er risa- skref og afleiðingar þess að vaða af stað geta bitnað á almenningi og dregið tennurnar endanlega úr byggingariðnaðinum. Betri er krókur en kelda. Ný byggingarreglugerð – íbúðir fyrir alla? BYGGINGAR- REGLUGERÐ Jóhann Sigurðsson arkitekt ➜ Það er mikilvægt að átta sig á því að nýja reglugerðin mun óhjákvæmilega hafa í för með sér að íbúðarhús- næði mun bólgna út í stærð. Skoðun visir.is 686 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER Ruglið í rauða hliðinu Ólafur Stephensen ritstjóri 621 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER Illvirki inni í Þórsmörk Árni Alfreðsson líff ræðingur 273 ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER Opið bréf til karla Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson sálfræðingar 166 MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER Héraðsdómur segir bankamenn bjána Ólafur Hauksson almannatengill 163 MÁNUDAGUR 26. NÓVEMBER Þá fóru fl estir hvergi Guðmundur Andri Thorsson pistlahöfundur 147 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER Nýju fötin keisarans Sigríður Ingibjörg Ingadóttir alþingiskona 105 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER Bölmóður án tilefnis Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.