Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 01.12.2012, Qupperneq 29
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 28 Bráðum verða liðin fjög- ur ár frá því að Evrópu- sambandið og aðildarríki innri markaðarins voru fyrst slegin ofsahræðslu við algjört bankahrun. Á leiðtogafundi stærstu Evr- ópuríkja í París 4. október 2008 náðist ekki samkomu- lag um samræmdar aðgerð- ir. Þann 6. október komst Ísland í eldlínu kreppunnar vegna setningar neyðarlaga sem ríkisstjórnir umhverfis okkur brugðust ókvæða við. Allir þekkja framhaldið á Íslandi en í Evrópu varð banka- kreppa að ríkisskuldakreppu og svo aftur að háskalegri banka- kreppu þannig að valdamestu menn hafa viðurkennt að oftar en einu sinni síðustu misseri hafi litlu munað að ekki yrði allsherjarhrun. Á áðurnefndum leiðtogafundi í París 4. október 2008 vildi Frakk- land sameiginlegan bankabjörgun- arsjóð Evrópu en Þýskaland svar- aði „hvert land fyrir sig“. Daginn eftir, sunnudaginn 5. október, gáfu ríkin yfirlýsingar út og suður um tryggingu innistæðna í bönkum en náðu engri sameiginlegri afstöðu. Hvert ríki bjargaði sér. Dæmi þar um er Danmörk sem gaf þessa daga út yfirlýsingu um aukna tryggingu innstæðna. Fyrst nú fyrir nokkrum dögum varð opinbert í Danmörku hversu hætt danska bankakerfið í heild sinni stóð haustið 2008. Þá sýndi danska sjónvarpið DR þjóð sinni hvað í raun gerðist þar í landi fyrir fjórum árum þegar danski efna- hags- og viðskiptaráðherrann í þverpólitísku en háleynilegu sam- ráði stýrði björgun Danske Bank á þeirri forsendu að félli sá eini banki myndi allt bankakerfi Dan- merkur hrynja. Fulltrúi danskra jafnaðarmanna í samráðinu kallaði björgunina í þætti DR umfangsmestu ríkisábyrgðaryf- irlýsingu allra tíma en hún reynd- ist samt ekki vera nóg. Á síðustu fjórum árum hafa Danir bjargað hverjum bankanum á fætur öðrum með endurteknu opinberu inngripi – svonefndum „bankapökkum“ sem bera hver sitt númer. Bankakreppan enn óleyst Bankakreppa Evrópu frá 2008 er enn óleyst. Efnahagsreikn- ingar banka sýna sem bókfærða eign óinnheimtanlegar kröfur sem margítrekuð álagspróf á Evr- ópuvísu nægja engan veginn til að uppræta. Ríkissjóðirnir hafa bjargað bönkum og reitt sjálfa sig á slig og geta það ekki áfram. Kreppan í heiminum er orðin að „the great recession“ eða „niður- sveiflunni miklu.“ Síðasta vor var ástandið frá 2008 komið aftur. Heimsfjölmiðar lýstu viðskiptastríði Evr- ópuríkja vegna banka- starfsemi yfir landa- mæri. Hvert ríki varði sjálft sig og samskipt- in hrundu vegna fjár- magnsflutninga „heim“ úr útibúum erlendis, óskýrra marka á banka- eftirliti milli ríkja og óvissu um innistæðu- tryggingar. Það ástand þekkir enginn betur en Íslendingar. Gordon Brown þakk- aði sjálfum sér að hafa bjargað heiminum 2008. Reynslan hefur sýnt hvað hann hafði rangt fyrir sér. Nauðsynlegt samband Fyrir nokkrum vikum birtist opinberlega tillaga framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins að reglugerð um svonefnt banka- samband Evrópu. Átökin um efni hennar eru hörð. Hún er lögð fram vegna þess að nauðsyn brýtur lög. Efni hennar hefði eitt sinn verið talið óhugsandi en ekki lengur. Og efni hennar setur stöðu Íslands haustið 2008 í nýtt ljós. Burð- arvirkið er sameiginlegt evr- ópskt innistæðutryggingakerfi og bankaeftirlit, hratt inngrip í banka, skjót gjaldþrotameðferð banka, nákvæm fyrirmæli um samstarf þvert yfir landamæri og víðtækt hlutverk Seðlabanka Evrópu til að stjórna neyðarvið- brögðum. Bankasamband Evrópu yrði hluti af innri markaði Evrópusam- bandsins sem Ísland bæði var og er hluti af. Í reglugerðinni segir að núverandi stjórnvöld á innri mark- aðnum, hvort sem er yfirþjóðleg eða í hverju landi, hafi ekki nægar heimildir til snemmbærs inngrips og skipta á bönkum til að geta tryggt fjármálastöðugleika. Um leið sé ljóst að til þess að ná efna- hagsbata verði að viðhalda sam- eiginlegum innri bankamarkaði og enginn annar kostur í boði en sá að styrkja þennan markað með skýr- ari leikreglum sem skapa öryggi. Þetta hafi reynst mjög erfitt síð- ustu ár. Gögn sanni að samruni bankamarkaða í ESB sé að stöðv- ast. Alþjóðlegar bankasamsteyp- ur ráði stórum hluta markaða ríkja og starfsemi lánastofnana dreifist víða á margslunginn hátt. Engu að síður sé mat á greiðslu- færni lánastofnana enn nátengt því ríki þar sem bankasamsteyp- ur og lánastofnanir voru upp- haflega settar á fót. Óvissa um sjálfbærni opinberra skulda, hag- vaxtarhorfur og lífvænleika lána- stofnana myndi vítahring á mörk- uðum sem verði að brjótast út úr. Vandi í einu ríki geti hvenær sem er orðið vandi annarra ríkja. Bankar séu í hættu og fjármála- stöðugleiki óviss. Eina lausnin sé bankasamband. Eftirlitið verði að vera yfirþjóðlegt svo gerlegt verði að ná sameiginlegum skilningi á styrk bankakerfa um alla Evrópu. Til þess séu þessar nýju reglur að eftirlitsaðilar læri lexíuna frá fjármálakreppu síðustu ára og geti fylgst með mjög flóknum fyrir- tækjum með samtengdan rekstur yfir landamæri. Ísland og bankasambandið Segja má að reglugerðin um bankasambandið sprengi hefð- bundna hugsun svo upp að aldrei verði aftur snúið. Lýsingin á for- sendum og tilgangi reglnanna er eins og atvikalýsing um Íslands- kreppuna 2008. Nýju yfirþjóðlegu valdheimildirnar eru upptalning á því sem vantaði þegar Ísland stóð í sporum ríkis á innri markaðnum með fullt frelsi bankafyrirtækja til starfsemi hvar sem var. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir voru bankar sem störf- uðu þvert á landamæri og voru hluti af innri bankamarkaði Evr- ópu. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins segir í tillögu sinni að reglugerð um Bankasamband Evrópu að valdheimildir skorti til að grípa inn í starfsemi banka á innri markaðnum nógu snemma til að þeir veikleikar þeirra nái aldrei að ógna fjármálastöðugleika. Það sama sögðu þeir embættismenn íslenskra stjórnvalda 2008 sem komu fyrir landsdóm. Ef reglu- gerðin hefði verið komin til fram- kvæmda 2008 hefði aldrei orðið Icesave-mál og hinum alþjóðlegu bönkum með uppruna á Íslandi verið sett alþjóðleg mörk miklu fyrr af fullu valdi yfirþjóðlegrar stofnunar. Í þessu ljósi ætti ríkis- stjórn Íslands að fagna sérstak- lega framkomnum tillögum í ljósi reynslu landsins og leggja áherslu á skilyrðislausan rétt minni ríkja til að verja fjármálastöðugleika sinn eins og Ísland gerði með neyð- arlögum. Almenningur beitti sínu afli ítrekað í Icesave-málinu. Bankasamband bætist við innri markað Evrópu Áhersla á eflingu foreldra-hæfni með fjölbreyttri uppeldisfræðslu og þjálfun foreldra hefur aukist í vest- rænum samfélögum undan- farin ár. Þá hefur þekkingu á áhrifum uppeldisaðferða á geðheilsu og þroska barna með mismunandi þarfir og á ólíkum aldri fleygt fram. Með rannsóknum hefur verið lagður grunnur að þróun markvissra aðferða til að styrkja hæfni foreldra og búa þá undir foreldra- hlutverk. Ein af þeim er verkefnið Að verða foreldri. Að eignast barn fram- kallar gleði og ábyrgðar- kennd hjá öllum heilbrigðum mann- eskjum. Hins vegar er ekki alltaf viðurkennt að því fylgi nýjar skuld- bindingar og oftast talsverð röskun á lífsháttum. Nokkrar vísbending- ar eru um að fólk sem frestar fjöl- skyldumyndun og barneignum geti stundum verið verr í stakk búið til að eignast barn eftir að hafa lifað „frjálsu“ lífi fram undir þrítugt eða lengur. Á okkar tímum verður líka algengara að ung pör skipu- leggja fjölskyldumyndun og velja að eignast barn á „réttum tíma“. Forgangsröð um menntun, persónu- leg markmið, starfsframa og barn- eignir verður sameiginleg ákvörð- un sem báðir aðilar vilja njóta og bera ábyrgð á í félagi. Þrátt fyrir góða skipulagningu og að allt takist vel til, hefur tilkoma barns – þegar tveir verða þrír – samt oftast í för með sér þörf á einhverri endur- skoðun og nýrri aðlögun í parsam- bandinu. Í okkar íslenska samfélagi fer fæðingartíðni ekki minnkandi eins og í flestum nágrannalönd- um, vinnuþátttaka feðra og mæðra er meiri en víðast og hefðbundinn fjölskyldustuðningur er ekki eins áreiðanlegt bjargráð og áður. Ytri aðstæður eru því ekki alltaf hag- stæðar ungum foreldrum. Íslensk- ar skilnaðarrannsóknir hafa sýnt að skilnaðartíðni er hlutfallslega há meðal ungbarnaforeldra. Erfiðleikar í parsambandi Vitað er úr tölfræði og fjölskyldu- rannsóknum að fæðing fyrsta barns í parsambandi getur verið ávísun á skilnað, ef ekki er staðið nógu vel að undirbúningnum. Þegar í kringum 1960 sýndu rannsóknir aftur í tím- ann að meirihluti foreldra reyndist takast á við kreppueinkenni í sam- bandi sínu í kjölfar fæðingar fyrsta barns. Frá níunda áratug síðustu aldar hefur fjöldi langtíma sam- anburðarannsókna staðfest þetta og sýnt að umbreytingin í parsam- bandinu við tilkomu barns er alltaf mikil og áhrifin oft óvænt. Fjöldi rannsókna, allt frá árinu 1957, sýnir að foreldrar upplifa minni ánægju í parsambandinu fyrstu árin eftir fæðingu barns. Niðurstöður nýlegra rann- sókna benda til að nú upp- lifi 60-90% foreldra minni ánægju í parsambandinu fyrstu þrjú árin eftir fæð- ingu fyrsta barns (Media, 2010). Mat á gagnsemi námskeiðsins Að verða foreldri sýnir að mun færri foreldrar sem sóttu nám- skeiðið en samanburðarhópurinn segja að gæði parsambandsins hafi minnkað eftir fæðingu barnsins. Þessir feður og mæður reyndust einnig vera næmari fyrir þörfum barnanna og brugðust betur við þeim. Þá kom einnig fram að börn þeirra gráta minna og brosa meira við þriggja mánaða aldur og upplifa minni streitu við 12 mánaða aldur í samanburði við börn foreldra sem ekki sóttu námskeið (Gottman og Sapirio, 2007). Þannig stuðlar nám- skeiðið bæði að hamingju foreldra og vellíðan barns. Forvarnargildi Rannsóknastofnun í barna- og fjöl- skylduvernd (RBF) lætur sig mál- efni foreldra og barna varða. Nám- skeiðið Að verða foreldri undirbýr verðandi foreldra fyrir eitt mikil- vægasta verkefni lífsins – að eign- ast og ala upp barn. Því er ætlað að hjálpa væntanlegum foreldrum að viðhalda og efla parsambandið sam- hliða foreldrahlutverkinu. Verkefnið Að verða foreldri er ekki aðeins fræðsla fyrir verðandi og nýbakaða foreldra um undirbún- ing fæðingu fyrsta barns. Það felur líka í sér námskeið fyrir fagfólk og þjálfun leiðbeinenda fyrir foreldra- námskeið hér á landi. Fyrir dyrum stendur að halda foreldranámskeið fyrir stúdentapör við Háskóla Íslands sem eiga von á barni og vilja búa sig undir foreldrahlut- verkið. Að verða foreldri er samfélags- legt verkefni með forvarnargildi fyrir heilbrigði í fjölskyldum. Námskeiðinu er ætlað að efla for- eldrahæfni, bæta samband parsins og búa þau betur undir foreldra- hlutverkið. Miklir hagsmunir eru í húfi að hlúa að fjölskyldunni á þeim umbreytingartíma sem fæð- ing fyrsta barns er í lífi þeirra. Það getur stuðlað bæði að hamingju for- eldra og barns. Með sameiginleg- um undirbúningi og með samstöðu parsins má draga úr áhættunni á skilnaði. Að verða foreldri FJÁRMÁL Kristrún Heimisdóttir lektor í lögfræði ➜Segja má að reglugerðin um bankasambandið sprengi hefðbundna hugsun svo upp að aldrei verði aftur snúið. Lýsingin á forsendum og tilgangi reglnanna er eins og atvikalýsing um Íslands- kreppuna 2008. SAM- FÉLAGSMÁL dr. Sigrún Júlíudóttir prófessor við Félagsráð- gjafardeild Háskóla Íslands og formaður stjórnar RBF ➜ Nokkrar vís- bendingar eru um að fólk sem frestar fjölskyldumyndun og barneignum geti stundum verið verr í stakk búið til að eignast barn … Faxafeni 5, Reykjavik og Skeiði 1, Ísafirði NÝTT Á RÚMIÐ FYRIR JÓLIN! Þegar mjúkt á að vera mjúkt getur þú treyst okkar vörumerkjum. Betra bak er einungis með sérvalin sængurverasett, svo ekki sé talað um Aloe Vera bómullar-lökin sem slegið hafa í gegn. AÐEINS til 5. des. RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM 30-50% afsláttur af sængurverasettum! 15% afsláttur af nýju jólasendingunni!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.