Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 90
KYNNING − AUGLÝSINGFjölskylduskemmtun LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 20124
JÓLIN Í ÁRBÆJARSAFNI
Jólasýning Árbæjarsafns,
Bráðum koma blessuð jólin, hefst
sunnudaginn 2. desember og
verður alla sunnudaga fram að
jólum. Dagskráin stendur milli
klukkan 13 og 17.
Þar verður hægt að fylgjast með
undirbúningi jólanna eins og
hann gekk fyrir sig á öldum áður.
Jólasveinarnir verða á ferðinni og
heilsa upp á gesti og krökkunum
býðst að fá sér far með hestvagni
um þorpið. Hangikjöt mun
krauma í pottum og hægt að fá
að smakka. Þá verður skorið út
laufabrauð og tólgarkerti steypt
eins og í gamla daga. Í Dillons-
húsi verður veitingasala, heitt
kakó og jólalegt meðlæti.
KAKÓSOPI TIL GÓÐS
Alla laugardaga í desember
mun Rauði krossinn í Reykjavík
standa fyrir fjáröflun og bjóða
upp á ilmandi heitt kakó fyrir
gesti og gangandi í miðbæ
Reykjavíkur. Margir góðir aðilar
munu leggja fjársöfnun Rauða
krossins lið með því að laða fólk
í miðbæinn og bjóða upp á
skemmtilega viðburði þannig að
miðbærinn iði af lífi um jólin.
Fimmtudaginn 6. desember mun
birtast fagurt og jólalegt kort
af miðbæ Reykjavíkur í miðju
Fréttablaðsins þar sem staðsetn-
ingar kakóstöðva Rauða krossins
eru sýndar ásamt upplýsingum
um tónlistarviðburði í nágrenni
kakóstöðvanna. Meðal listamanna
sem koma fram eru óperu-
söngvararnir Diddú og Kristján
Jóhannsson en enn er leitað að
tónlistarmönnum til að taka þátt
í verkefninu. Þeir sem vilja leggja
málefninu lið hafi samband við
Seth Sharp í gegnum sethsharp@
gmail.com.
verð 5.490 verð 5.990 verð 4.990 verð 4.990
verð 2.490
verð 2.990
IÐA Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9 - 22 alla daga
IÐA ZIMSEN Vesturgata 2a 101 Reykjavík sími 511-5004 opið 9 - 22 alla daga
AÐVENTUTILBOÐ
Þrennutilboð
allar þrjár saman á 9.990
Svavar Knútur
spilar í IÐU Lækjargötu í dag kl. 14. Verið velkomin!
Hnattlíkön í mörgum litum, stærðum og gerðum
finndu okkur
á facebook
BÓKASAFNSFÖNDUR OG FJÖR
Á bókasöfnum Reykjavíkurborgar er alla jafna margt um að vera fyrir alla fjöl-
skylduna. Í desember verður þar engin breyting á. Laugardagar og sunnu-
dagar eru barnadagar í Gerðubergssafni og á aðalsafninu og alltaf eitthvað
skemmtilegt þar um að vera. Í desember verður jólaföndurstund í nokkrum
söfnum. Í Ársafni í Árbæ verður aðventustund alla miðvikudaga fram til jóla. Þar
er boðið upp á föndur, upplestur, jóladrykk, piparkökur, nýlagað kaffi og jólahappa-
drætti. Þá skiptist starfsfólk safnsins á að lesa upp úr nýjum bókum milli klukkan
14-15 og á milli klukkan 15-16 verður jólaföndurstund. Í Gerðubergi verður jólaföndur
í dag klukkan 14 og á aðalsafninu í Tryggvagötu sunnudagana 2., 9. og 16. desember
klukkan 15. Þar fyrir utan er ýmislegt fleira um að vera á bókasöfnum höfuðborgarsvæðisins
sem vert er að kynna sér. Þar mætti nefna origami-smiðjur sem haldnar eru þriðja sunnudag
í hverjum mánuði í vetur, aðstoð við heimanám, aðstoð við blaðalestur, tungumálatorg og
margt fleira. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðunni www.borgarbokasafn.is.