Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 95

Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 95
Sjálfbærni og umhverfisvernd eru grundvallarþættir í verkefnum Hjálparstarfs kirkjunnar. Umhverfisvernd er lykillinn að framtíðinni, forvörn gegn sífelldum náttúruhamförum á borð við flóð og þurrka. Fólk er frætt um samhengi hlutanna. Hvernig gróðureyðing sem eykst við það að höggva eldivið verður til þess að vatn tollir ekki í jörðinni. Vatnið flýtur burt á yfir- borðinu eða gufar upp þegar engar rætur halda í það og laufskrúð veitir ekki skugga. Nýtanlegum vatns- bólum fækkar. Þess vegna er fólki kennt að rækta upp græðlinga og planta meðfram ám og lónum til að halda í jarðveg og raka. Stallar eru gerðir til að rækta á svo jarðvegur skolist ekki burt. Hraðvaxta trén má um leið nýta í eldivið. Með sparhlóðum verkefnisins þarf helmingi minna en áður. Trén bera sum ávöxt og þau veita matjurtum skugga. Tegundir eru ræktaðar á víxl til að draga úr næringartapi í ökrum. Gróðurleifar eru nýttar í moltugerð og tað til áburðar. Náttúruleg hringrás verndar auðlindir. Á Indlandi berjast sam- starfsaðilar Hjálparstarfsins fyrir lífi aðal fljóts héraðsins. Það sér ríkum og fátækum fyrir vatni. Gosdrykkjaframleiðendur og fleiri atvinnurekendur taka of mikið á kostnað íbúa. Sandnám opinberra og einkaaðila úr árfarveginum dregur úr rakadrægni hans og áin heldur ekki jafnmiklu vatni. Indland - Umhverfisfræðsla í skólum samstarfsaðila - Barátta fyrir vernd fljóta - Stéttlausir berjast fyrir rétti til drykkjar- og áveituvatns Eþíópía - Námskeið fyrir bændur um nýtingu lífræns úrgangs til að halda næringarefnum í jarðvegi - Sparhlóðir sem þurfa helmingi minna af eldiviði - Stofnaðir íbúahópar til að vinna að málefnum eins og landvernd, ræktun beitarlands og vatnsmálum á grunni nýrrar þekkingar - Stallagerð til að hefta framrás vatns og binda það frekar í jarðvegi Malaví - Nýjum frætegundum dreift til ræktunar; hvílir jarðveg, samfelldari uppskera ólíkra tegunda - Fræðsla um varnir gegn flóðum og þurrkum - Námskeið um lög og reglur um vatn, verndun þess og ábyrgð einstaklingsins - Leiðtogaþjálfun til að ýta undir gott fordæmi og aðferðabreytingar sem hlífa umhverfinu - Kennt að gera lífrænan bíómassa til að auka næringargildi jarðvegs Úganda - Fræðsla um hringrás vatns og verndun þess - Kennsla um víxlræktun tegunda til að hlífa jarðvegi - Kennsla í moltugerð Hjálparstarf kirkjunnar veitir mest af neyðarhjálp sinni í gegnum ACT Alliance og er einn 131 ACT-aðila um allan heim. Í 140 löndum vinna 30.000 starfsmenn og sjálfboðaliðar fyrir fórnarlömb hamfara, stríðs og átaka. ACT-aðilar í hverju landi móta með sér samráðs- vettvang og í löndum þar sem fáir starfa, nær sá vettvangur yfir stærri svæði. Þannig nýtist þekking allra betur, sérþekking kemst á framfæri, fleiri koma að lausnum, samhæfing og verkaskipti verða skýrari og starfið markvissara. 40 slíkir samráðshópar eru lykill að þróun og árangri ACT. Þau hafa áhrif langt út fyrir sitt svæði, meðal annars á stefnumótun ACT Alliance í heild. Á síðasta ári varði ACT Alliance mestum fjármunum í verkefni í Afríku (65%), því næst í Suður-Ameríku (16%) og loks í Asíu og á Kyrrahafseyjum (12%). ACT veitir alla aðstoð án nokkurra skilyrða eða aðgreiningar. ACT Alliance fylgir alþjóðlegum stöðlum eins og SPHERE um neyðaraðstoð, ströngum siðareglum auk eigin staðla um sífellt endurmat á starfseminni. www.actalliance.org Neyðaraðstoð veitt í gegnum ACT Alliance: Austur-Afríka - Veitt var neyðaraðstoð í Eþíópíu og Sómalíu vegna langvarandi þurrka, fólksflótta og hungursneyðar - Korni deilt út - Flóttamönnum veitt bráðabirgðaskjól - Gert við brunna - Hreinlætisaðstaða bætt með því að reisa kamra Malaví - Neyðarhjálp vegna flóða á verkefnasvæði í Chikwawa-héraði - Mataraðstoð - Bráðabirgðaskjól reist og teppum dreift - Gert við kamra og reistir nýir - Fræ og áhöld til jarðræktar Úlfaldar nýtast vel á harðbýlu og þurru svæði í Austur-Eþíópíu. Umhverfisvernd grundvallarþáttur Margt smátt ... – 11 Fræðsla um varnir gegn flóðum og stallagerð til að hefta framrás vatns eru mikilvægir liðir í umhverfisvernd. Sparhlóðir sem nota allt að 50% minna eldsneyti minnka álag á umhverfið. Neyðaraðstoð með Korni er deilt út í Dadaab flóttamannabúðunum. ACT/Paul Jeffrey. Frá flóttamannabúðum í Dadaab í Keníu, þangað streyma flóttamenn frá Sómalíu og Eþíópíu. ACT/Paul Jeffrey.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.