Fréttablaðið - 01.12.2012, Side 116
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 88TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Þetta var mikill heiður – alveg yndis-
legt,“ segir Janne Sigurðsson, forstjóri
Fjarðaáls, glaðlega um þá upplifun að
taka við alþjóðlegum gullverðlaunum
fyrir störf sín og stjórnun hjá Fjarða-
áli, svokölluð Stevie-verðlaun. „Ég tók
við forstjórastöðunni 1. janúar í ár en
hef unnið sem framkvæmdastjóri fyrir
Fjarðaál í sex og hálft ár, fyrst í upplýs-
ingatækni, svo framleiðsluþróun, síðan
í kerskála og síðast fyrir alla framleiðsl-
una.“
Hún hlær þegar hún er spurð hvað
hún ráði nú yfir mörgum. „Ég held það
sé nú frekar spurningin um hversu
margir ráða yfir mér! En hér hjá
Fjarðaáli eru 500 starfsmenn og þar
fyrir utan eru um 300 verktakar hjá
okkur dags daglega, það er fólk sem
sér um mötuneyti og þrif, verkfræð-
ingar, framleiðslustarfsmenn og iðnað-
armenn.“
Janne er dönsk að uppruna, nánar
tiltekið frá Álaborg og er menntaður
stærðfræðingur og tölvuverkfræðingur.
Hún kom fyrst til Íslands fyrir 24 árum
til að vinna í fiski. „Þá hitti ég hann
Magnús Sigurðsson sem ég er gift í dag.
Saman eigum við tvö börn, Tennu og
Víking, og síðan í síðustu viku líka eitt
barnabarn sem er langstærsta fréttin í
mínu lífi á þessu ári,“ segir hún ánægð.
Hún kveðst hafa flutt með fjölskyldunni
hingað til lands árið 2005 og byrjað á
að hjálpa Magnúsi að stofna fyrirtæki,
setja upp heimasíðu og sjá um bókhald.
Hefði hún trúað því þá að hún yrði í
þessari stöðu í dag? „Ónei, ekki aldeil-
is. Ég vissi ekki einu sinni þá hvernig ál
var búið til. Setti ál bara í samband við
bílaiðnað og niðursuðudósir.“
Skrifborðið hennar Janne er í opnu
vinnurými og þannig vill hún hafa það.
„Það gæti enginn lokað mig inni í ein-
hverju herbergi. Þá væri ekki jafn
gaman að koma til vinnunnar á hverjum
degi,“ segir hún glaðlega. „Það er bara
þegar maður vinnur í teymi sem maður
getur gert góða hluti og langbestur
árangur næst þegar konur og karlar,
ungt fólk og eldra fólk vinnur saman.
Einu sinni var ég deildarstjóri í fyrir-
tæki úti í Danmörku og þurfti að hírast
inni í pínulítilli skrifstofu. Það er versti
tími í vinnu sem ég man eftir. Ég þarf
að hafa fólk í kringum mig.“
Spurð um lengd vinnudagsins svar-
ar hún. „Auðvitað klára ég ekki alltaf á
réttum tíma á daginn, ég verð alveg að
vera hreinskilin með það. En ég sé það
ekki sem vandamál eða ókost. Það skipt-
ir ekki svo miklu máli fyrir mig hvort
ég er í fríi eða að vinna, ég geri eitthvað
á hverri einustu klukkustund sem mér
finnst skemmtilegt. Þannig hefur það
verið alla daga síðan ég byrjaði hér og
mér finnst ég mjög heppin.“
Eitt af því sem nefnt var í rökstuðn-
ingi fyrir gullverðlaununum var að
Janne hefði náð miklum árangri í að
auka starfsánægju í Fjarðaráli. Hún
kannast við að samkvæmt könnunum
hafi ánægja starfsmanna þar aukist um
28 prósent á síðustu tveimur árum. „En
það er ekkert sem ég geri ein,“ segir hún
ákveðin. „Og þessi verðlaun eru ekki
fyrir neitt sem ég hef gert ein, heldur
við öll hér í fyrirtækinu. Það er ekki
spurning.“ gun@frettabladid.is
Eitthvað skemmtilegt
á hverri klukkustund
Janne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri
ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.
Í KERSKÁLANUM „Það er bara þegar maður vinnur í teymi sem maður getur gert góða hluti og langbestur árangur næst þegar konur og
karlar, ungt fólk og eldra fólk vinnur saman,“ segir Janne.
Í jafnréttisstefnu Alcoa Fjarðaáls er stefnt að því að helmingur starfsmanna fyrir-
tækisins verði konur. Nú eru þær 23% starfsmanna. Janne Sigurðsson forstjóri telur
það einsdæmi og segir horft til þess utan úr heimi með aðdáun hversu margar kon-
ur eru hjá Fjarðaáli í öllum störfum, hvort sem er í framkvæmdastjórn, framleiðslu-
störfum, sem iðnaðarmenn eða á skrifstofunni.
Jafnréttisstefnan
Þökkum samúð og vinarhug vegna andláts
móður okkar,
AUÐAR SVEINSDÓTTUR LAXNESS.
Guðný Halldórsdóttir Sigríður Halldórsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför okkar ástkæru eiginkonu, móður,
tengdamóður og ömmu,
SIGRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR
Vesturströnd 15,
Seltjarnarnesi,
sem andaðist þann 18. nóvember og
jarðsett var frá Grensáskirkju þann 26. nóvember.
Gísli Gíslason
Ásta Gísladóttir
Halldór Hrafn Gíslason Jóhanna Ýr Jónsdóttir
Heba Sigríður, Gísli Hrafn og Sigrún Ýr Halldórsbörn
Elskulegur sambýlismaður minn, vinur
okkar, bróðir og frændi,
GUNNAR ÞÓRIR HANNESSON
frá Hækingsdal í Kjós,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði þann
17. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði þann 30. nóvember
kl. 13.00.
Guðrún Ásgeirsdóttir
börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og frændsystkini
hins látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
HELGU PÁLSDÓTTUR
frá Hnífsdal,
Hlíð 2, Ísafirði.
Guðrún Skúladóttir
Páll Skúlason Jóhanna Einarsdóttir
Guðfinna Skúladóttir Kristján Guðmundsson
Helga Skúladóttir Hilmar Sigursteinsson
Sólveig Gísladóttir
og aðrir aðstandendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
JÖRGEN BERNDSEN
trésmiður, frá Skagaströnd,
lengst af búsettur í Hlaðbrekku, Kópavogi,
síðast til heimilis á Hjúkrunarheimilinu
Hrafnistu í Kópavogi, andaðist aðfaranótt
sunnudags 25. nóvember. Útförin fer fram
frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. desember kl. 13.00.
Sigurbjörg Lárusdóttir (Stella)
Bára Berndsen
Fritz Berndsen Indíana Friðriksdóttir
Lára Berndsen Jón Karl Scheving
Bjarki Berndsen
Regína Berndsen Bragi Þór Jósefsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU JÓHÖNNU
ÞORVALDSDÓTTUR
fv. stöðvarstjóra Pósts og síma
Reykholti.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun.
Þórir Jónsson Hulda Olgeirsdóttir
Þorvaldur Jónsson Ólöf Guðmundsdóttir
Eiríkur Jónsson Björg Guðrún Bjarnadóttir
Kolbrún Jónsdóttir Haraldur Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
BRAGA STEINARSSONAR
Löngulínu 10, Garðabæ.
Ríkey Ríkarðsdóttir
Steinarr Bragason Kristín Thoroddsen
Björk Bragadóttir Kolbeinn Arinbjarnarson
Eiríkur Bragason Guðbjörg Jóna Jónsdóttir
og barnabörn.