Fréttablaðið - 01.12.2012, Page 126
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 98
BÆKUR ★★★ ★★
Aukaspyrna á Akureyri
Gunnar Helgason
MÁL OG MENNING
Aukaspyrna á Akureyri er
önnur bók Gunnars Helga-
sonar um Nonna og vini
hans í Þrótti, en 2011 var
sagt frá leikjum þeirra
í bókinni Víti í Vest-
mannaeyjum. Nú er hins
vegar komið að N1-mótinu, fjög-
urra daga óopinberu Íslandsmóti
fimmta flokks drengja í fótbolta.
Ég vildi byrja þennan dóm á því
að segja að ég hef ekki hundsvit
á fótbolta... svo lítið hundsvit að
ég reiddi mig á fallegar útskýr-
ingarteikningar Ránar Flygen-
ring sem fylgja bókinni til að telja
hve margir liðsmenn væru á vell-
inum í einu. Aukaspyrna á Akur-
eyri er bók fyrir fótboltastráka og
-stelpur. Hún gerist á einni helgi
þegar mörg hundruð börn mæt-
ast á íþróttavöllum norðan heiða
og keppa til sigurs í fótbolta.
Gunnar lýsir þessum leikjum
í miklum smáatriðum. Bókin er
að mestu leyti langar frásagnir
af hinum og þessum leikbrellum,
skotum, trikkum, aukaspyrnum og
mörkum. Gunnar á þakkir skilið
fyrir það að svo fótboltafávís les-
andi eins og ég missti aldrei þráð-
inn í þessum frásögnum. Ég get
vel ímyndað mér að fyrir börn
sem hafa brennandi áhuga á fót-
bolta sé þetta jólabókin í ár.
Og þessi bók er ekki bara fyrir
fótboltastráka. Fótboltastelpur
finna einnig fínar fyrirmyndir
í sögunni. Eirún, systir Nonna,
spilar fótboltaleiki í bókinni og
er jafnvel á leiðinni til útlanda
í atvinnumennskuna. Og Rósa
hleypur í skarðið þegar einn liðs-
manna fimmta
flokks Fylkis helt-
ist úr lest.
F yrir okkur
hin standa atriðin
sem gerast á milli
leikja upp úr í sög-
unni. Gunnar tekur
á alvarlegum mál-
efnum í bókinni.
Ívar, besti vinur
Nonna, er ákveðin
þungamiðja sögunn-
ar, en hann býr hjá
afa sínum og ömmu
eftir að faðir hans var sviptur
forræði fyrir ofbeldi. Pabbi hans
mætir á mótið og segist hafa bætt
ráð sitt, og Gunnar lýsir því til-
finningaróti sem fylgir. Einnig
beinir Gunnar sjónum sínum að
heilbrigðum samskiptum einstak-
linga, að þrátt fyrir að við séum
andstæðingar á vellinum eigum
við að vera vinir utan hans. Ég
vildi óska að Gunnar hefði gefið
þessum hluta bókarinnar meira
vægi í sögunni. Meiri spenna
felst í samskiptum Nonna við fjöl-
skyldu og vini en í leiktilþrifum á
vellinum.
En vá, hvað þessi síðasta máls-
grein hljómar leiðinlega, svona
þegar ég les hana með augum
sögumannsins Nonna. Nú segi ég
bara alveg eins og hann, sjúkkit!
Þessi saga segir frá frábærum fót-
bolta! Besta liði á Íslandi! Þrótti!
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
NIÐURSTAÐA Sagt er frá fótbolta-
móti í miklum smáatriðum, og sam-
skipti sögupersóna utan vallarins eru
síður en svo átakaminni. Ágætlega
skrifuð, fallega myndskreytt og
vandlega útskýrð fyrir þá sem lítið vit
hafa á boltanum. Bók fyrir börn sem
hafa brennandi áhuga á fótbolta, en
fyrir hina getur áherslan á það sem
gerist inni á vellinum orðið þreytandi
til lengdar.
4 dagar, 7 liðsmenn,
X leikir
TÓNEIKAR
★★ ★★★
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Star Wars
Stórskemmtileg kvöldstund og Sinfó í
banastuði. John Williams væri stoltur.
- hva
★★ ★★★
Caput-hópurinn
Verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
Spennandi þverskurður á tónsmíðum
Þorkels Sigurbjörnssonar. Sum verkin
voru frábær. - js
★★ ★★★
Grasasnar
Til í tuskið
Ágætis kántrípopp frá nýrri hljómsveit
stórútgefandans fyrrverandi, Steinars
Berg. - tj
BÆKUR
★★ ★★★
Boxarinn
Úlfar Þormóðsson
Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu
efni. - jyj
★★ ★★★
Undan-
tekningin
Auður Ava Ólafs-
dóttir
Fallega skrifuð,
áhugaverð og
skemmtileg bók
sem fyllsta ástæða
er til að mæla
með. – þhs
★★ ★★★
Myndin í speglinum
Ragnheiður Gestsdóttir
Stórskemmtileg samtímasaga og fallega
skrifuð um grafalvarlegt málefni. Ætluð
börnum 11 ára og eldri en á erindi við
okkur öll. - bhó
★★ ★★★
ð ævisaga
Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústs-
son, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar
Ingi Farestveit.
Ævisaga bókstafs sem lifað hefur
tímana tvenna. Bókin er skemmtileg á
köflum, falleg og fróðleg, en herslumun-
inn vantar til að hugmyndin gangi full-
komlega upp. - þb
★★ ★★★
Fyrir Lísu
Steinunn Sigurðar-
dóttir
Fallega stílað fram-
hald meistaraverk-
sins Jójós. Brilljant á
köflum en líður fyrir
samanburðinn og
nær ekki fram sömu
ógnaráhrifum. – fb
DANS
★★ ★★★
Á nýju sviði
Íslenski dansflokkurinn
Ágæt sýning en ekki án hnökra, þar sem
umgjörðin spillti helst fyrir. - sgs
BÍÓ
★★ ★★★
Safety Not Guaranteed
Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitin-
garskort. - hva
MYNDLIST
★★ ★★★
Hugleikir og fingraflakk
Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jóns-
dóttur
Sýning á verkum hæfileikaríkrar lista-
konu, með tvískiptan feril. Verkin stan-
da flest vel fyrir sínu, en sýningin bætir
engu nýju við. - þb
DÓMAR 24.11.2012 ➜ 30.11.2012
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
LAUGARDAGUR
1. DESEMBER 2012
Fundir
11.00 Laugardagsfundur Heilaheilla er
haldinn að Síðumúla 6, 108 Reykjavík.
Aðgangur er ókeypis fyrir alla á meðan
húsrúm leyfir.
Sýningar
10.00 Sýning hjónana Helgu og Viðars,
YÖNTRUR, opnar í veitingahúsinu
Energia í Smáralind.
13.00 Myndlistarsýning með verkum
eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur
og Jóhönnu Stefánsdóttur opnar í Safn-
húsi Borgarfjarðar.
Hátíðir
14.45 Aðventuævintýrið á Akureyri
hefst með tendrun ljósanna á jólatrénu
á Ráðhústorginu. Fjöldi annarra við-
burða verður í gangi í bænum í dag.
Nánari dagskrá hátíðarinnar má finna á
heimasíðunni visitakureyri.is
Opið Hús
11.00 Ókeypis aðgangur verður í
Þjóðminjasafnið í tilefni þess að jóla-
sýningin Sérkenni sveinanna opnar á
Torgi og sýningin Jólatré og jólasveinar
á 3.hæð.
12.00 Ókeypis aðgangur er að Hönn-
unarsafni Íslands, Garðatorgi 1. Tilefnið
er að Dag Wernø Holter, sendiherra
Noregs á Íslandi, kveikir á jólatrénu á
Garðatorgi.
Kvikmyndir
15.00 Myndin Lennon Legend: the
very best of John Lennon verður sýnd
í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu
15 á 5.hæð.
Uppákomur
12.34 Fjölbreytt menningardagskrá
er í boði á Jóladagatali Norræna
hússins. Uppákomur hvers dags eru
gestum huldar þar til gluggi dagatalsins
verður opnaður í upphafi atburðarins.
Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði
dagatalið í ár.
16.00 Kveikt verður á jólatréinu í
Garðatorgi í miðbæjargarði Garðabæjar.
Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar
leikur fyrir gesti, skólabörn úr Barna-
skóla Hjallastefnunnar taka nokkur lög
og ýmislegt fleira er á dagskrá.
Dagskrá
14.00 Jólaþorpið í Hafnarfirði verður
opið. Nánari upplýsingar má finna á
hafnarfjordur.is
Leikrit
20.00 Lokasýning á Nashyrningunum
eftir Ionesco í uppsetningu Stúdenta-
leikhússins verður í Norðurpólnum,
Sefgörðum 3. Leikstjóri er Árni Krist-
jánsson. Almennt miðaverð er kr. 2.000
en nemar greiða kr. 1.500.
Dans
14.00 Fjölmenningarlegur dansvið-
burður verður haldinn í Viðey. Dagskrá-
in er byggð á hinu magnaða ljósverki
Yoko Ono, Friðarsúlunni. Ferjutollur og
þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna
og kr. 500 fyrir börn.
Tónlist
16.00 Kvennakór Reykjavíkur heldur
sína árlegu aðventutónleika í Fella- og
Hólakirkju. Tónleikarnir eru tileink-
aðir Ingibjörgu Þorbergs og bera yfir-
skriftina Nýstárlegur jólaköttur með
bjartsýni og brosi. Sigríður Thorlacius
syngur einsöng með kórnum. Miðaverð
er kr. 3.000.
17.00 Aðventutónleikar Söngfjelagsins
í Langholtskirkju fara fram í kirkjunni.
Einsöngvarar eru Björg Þórhallsdóttir
sópra, og Einar Clausen tenór.
22.00 Afmælistónleikar Halla Reynis
verða haldnir á Café Rosenberg.
23.00 Hljómsveitin Upplyfting leikur
fyrir dansi á Cafe Catalina, Hamraborg
11. Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Hljómsveitin Ghostigital heldur
útgáfutónleika á Faktorý. Auk þeirra
koma fram Oyama, Muck, Captain
Fufuanu og Oculus. Miðaverð er kr.
2.000.
23.00 Magnús Einarsson og Nágrennis
spila á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
Bækur
11.00 Fyrsta bókamessa foreldrafélags
Alþjóðaskólans á Íslandi verður haldin
í Sjálandsskóla, Löngulínu 8. Fjöldi
enskra bóka fyrir 5 ára og eldri á hag-
stæðu verði.
16.00 Blásið verður til útgáfuhófs
vegna nýútkominnar bókar Arnars Egg-
erts Thoroddsen. Hófið verður í bóka-
búð Máls og menningar á Laugavegi og
verður Arnar Eggert í beinni útsendingu
frá Edinborg.
Leiðsögn
15.00 Þórey Eyþórsdóttir verður með
leiðsögn um sýningu sína í anddyri
Norræna hússins. Þar sýnir Þórey
vefnað og textílverk undir yfirskriftinni
Úr einu í annað. Síðari leiðsögn verður
klukkan 16.
Listamannaspjall
14.00 Anna Gunnlaugsdóttir tekur á
móti gestum og spjallar við þá um verk
sín í Listasal Mosfellsbæjar.
Markaðir
11.00 Jólamarkaður Klúbbsins Geysis
verður haldinn í klúbbnum.
11.00 Aðventubasar Kattavinafélags
Íslands verður haldinn í Kattholti.
Ýmsar vörur til sölu auk þess sem Guð-
mundur Brynjólfsson rithöfundur les úr
bók sinni, Kattasamsærið, klukkan 14.
14.00 Árlegur basar KFUK verður
haldinn í húsi KFUM og KFUK á Íslandi,
Holtavegi 28. Alls konar varningur og
góðgæti á boðstólum.
Upplýsingar um viðburði sendist
á hvar@frettabladid.is
Nánari upplýsingar og skráning
í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is
Kyrrðardagar verða haldnir 15.-22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn
- Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og
fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum,
baðhúsi og líkamsrækt.
Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræði-
prófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum
ýmsu sviðum sjá um Kyrrðardaga. Verð frá 9.900 kr. pr. dag.
Kyrrðardagar eru fyrir þá sem vilja sinna andlegri og líkam-
legri heilsu og fá skjól til að rækta sinn innri mann.
Berum ábyrgð á eigin heilsu
Kyrrðardagar í Hveragerði
Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn
eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau
þúsundir heimila og fyrirtækja.
Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123
í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is
Frábærir eiginleikar:
-eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð
10 ára ábyrgð
12 stærðir (90-500 cm)
Stálfótur fylgir
Ekkert barr að ryksuga
Veldur ekki ofnæmi
Eldtraust
Þarf ekki að vökva
Íslenskar leiðbeiningar
Við gróðursetjum lifandi tré í
skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir
hvert Sígrænt jólatré sem keypt er.
Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu
jólatré og stuðlar að skógrækt
um leið!
STÚDENTALEIKHÚSS Sýnir Nashyrnin-
gana eftir ionesco í síðasta sinn í kvöld.