Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 126

Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 126
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 98 BÆKUR ★★★ ★★ Aukaspyrna á Akureyri Gunnar Helgason MÁL OG MENNING Aukaspyrna á Akureyri er önnur bók Gunnars Helga- sonar um Nonna og vini hans í Þrótti, en 2011 var sagt frá leikjum þeirra í bókinni Víti í Vest- mannaeyjum. Nú er hins vegar komið að N1-mótinu, fjög- urra daga óopinberu Íslandsmóti fimmta flokks drengja í fótbolta. Ég vildi byrja þennan dóm á því að segja að ég hef ekki hundsvit á fótbolta... svo lítið hundsvit að ég reiddi mig á fallegar útskýr- ingarteikningar Ránar Flygen- ring sem fylgja bókinni til að telja hve margir liðsmenn væru á vell- inum í einu. Aukaspyrna á Akur- eyri er bók fyrir fótboltastráka og -stelpur. Hún gerist á einni helgi þegar mörg hundruð börn mæt- ast á íþróttavöllum norðan heiða og keppa til sigurs í fótbolta. Gunnar lýsir þessum leikjum í miklum smáatriðum. Bókin er að mestu leyti langar frásagnir af hinum og þessum leikbrellum, skotum, trikkum, aukaspyrnum og mörkum. Gunnar á þakkir skilið fyrir það að svo fótboltafávís les- andi eins og ég missti aldrei þráð- inn í þessum frásögnum. Ég get vel ímyndað mér að fyrir börn sem hafa brennandi áhuga á fót- bolta sé þetta jólabókin í ár. Og þessi bók er ekki bara fyrir fótboltastráka. Fótboltastelpur finna einnig fínar fyrirmyndir í sögunni. Eirún, systir Nonna, spilar fótboltaleiki í bókinni og er jafnvel á leiðinni til útlanda í atvinnumennskuna. Og Rósa hleypur í skarðið þegar einn liðs- manna fimmta flokks Fylkis helt- ist úr lest. F yrir okkur hin standa atriðin sem gerast á milli leikja upp úr í sög- unni. Gunnar tekur á alvarlegum mál- efnum í bókinni. Ívar, besti vinur Nonna, er ákveðin þungamiðja sögunn- ar, en hann býr hjá afa sínum og ömmu eftir að faðir hans var sviptur forræði fyrir ofbeldi. Pabbi hans mætir á mótið og segist hafa bætt ráð sitt, og Gunnar lýsir því til- finningaróti sem fylgir. Einnig beinir Gunnar sjónum sínum að heilbrigðum samskiptum einstak- linga, að þrátt fyrir að við séum andstæðingar á vellinum eigum við að vera vinir utan hans. Ég vildi óska að Gunnar hefði gefið þessum hluta bókarinnar meira vægi í sögunni. Meiri spenna felst í samskiptum Nonna við fjöl- skyldu og vini en í leiktilþrifum á vellinum. En vá, hvað þessi síðasta máls- grein hljómar leiðinlega, svona þegar ég les hana með augum sögumannsins Nonna. Nú segi ég bara alveg eins og hann, sjúkkit! Þessi saga segir frá frábærum fót- bolta! Besta liði á Íslandi! Þrótti! Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir NIÐURSTAÐA Sagt er frá fótbolta- móti í miklum smáatriðum, og sam- skipti sögupersóna utan vallarins eru síður en svo átakaminni. Ágætlega skrifuð, fallega myndskreytt og vandlega útskýrð fyrir þá sem lítið vit hafa á boltanum. Bók fyrir börn sem hafa brennandi áhuga á fótbolta, en fyrir hina getur áherslan á það sem gerist inni á vellinum orðið þreytandi til lengdar. 4 dagar, 7 liðsmenn, X leikir TÓNEIKAR ★★ ★★★ Sinfóníuhljómsveit Íslands Star Wars Stórskemmtileg kvöldstund og Sinfó í banastuði. John Williams væri stoltur. - hva ★★ ★★★ Caput-hópurinn Verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson Spennandi þverskurður á tónsmíðum Þorkels Sigurbjörnssonar. Sum verkin voru frábær. - js ★★ ★★★ Grasasnar Til í tuskið Ágætis kántrípopp frá nýrri hljómsveit stórútgefandans fyrrverandi, Steinars Berg. - tj BÆKUR ★★ ★★★ Boxarinn Úlfar Þormóðsson Glæsileg úrvinnsla á vandmeðförnu efni. - jyj ★★ ★★★ Undan- tekningin Auður Ava Ólafs- dóttir Fallega skrifuð, áhugaverð og skemmtileg bók sem fyllsta ástæða er til að mæla með. – þhs ★★ ★★★ Myndin í speglinum Ragnheiður Gestsdóttir Stórskemmtileg samtímasaga og fallega skrifuð um grafalvarlegt málefni. Ætluð börnum 11 ára og eldri en á erindi við okkur öll. - bhó ★★ ★★★ ð ævisaga Stefán Pálsson, Anton Kaldal Ágústs- son, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Ingi Farestveit. Ævisaga bókstafs sem lifað hefur tímana tvenna. Bókin er skemmtileg á köflum, falleg og fróðleg, en herslumun- inn vantar til að hugmyndin gangi full- komlega upp. - þb ★★ ★★★ Fyrir Lísu Steinunn Sigurðar- dóttir Fallega stílað fram- hald meistaraverk- sins Jójós. Brilljant á köflum en líður fyrir samanburðinn og nær ekki fram sömu ógnaráhrifum. – fb DANS ★★ ★★★ Á nýju sviði Íslenski dansflokkurinn Ágæt sýning en ekki án hnökra, þar sem umgjörðin spillti helst fyrir. - sgs BÍÓ ★★ ★★★ Safety Not Guaranteed Skemmtileg þrátt fyrir vægan einbeitin- garskort. - hva MYNDLIST ★★ ★★★ Hugleikir og fingraflakk Stiklur úr starfsævi Ragnheiðar Jóns- dóttur Sýning á verkum hæfileikaríkrar lista- konu, með tvískiptan feril. Verkin stan- da flest vel fyrir sínu, en sýningin bætir engu nýju við. - þb DÓMAR 24.11.2012 ➜ 30.11.2012 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Fundir 11.00 Laugardagsfundur Heilaheilla er haldinn að Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Aðgangur er ókeypis fyrir alla á meðan húsrúm leyfir. Sýningar 10.00 Sýning hjónana Helgu og Viðars, YÖNTRUR, opnar í veitingahúsinu Energia í Smáralind. 13.00 Myndlistarsýning með verkum eftir mæðgurnar Björk Jóhannsdóttur og Jóhönnu Stefánsdóttur opnar í Safn- húsi Borgarfjarðar. Hátíðir 14.45 Aðventuævintýrið á Akureyri hefst með tendrun ljósanna á jólatrénu á Ráðhústorginu. Fjöldi annarra við- burða verður í gangi í bænum í dag. Nánari dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðunni visitakureyri.is Opið Hús 11.00 Ókeypis aðgangur verður í Þjóðminjasafnið í tilefni þess að jóla- sýningin Sérkenni sveinanna opnar á Torgi og sýningin Jólatré og jólasveinar á 3.hæð. 12.00 Ókeypis aðgangur er að Hönn- unarsafni Íslands, Garðatorgi 1. Tilefnið er að Dag Wernø Holter, sendiherra Noregs á Íslandi, kveikir á jólatrénu á Garðatorgi. Kvikmyndir 15.00 Myndin Lennon Legend: the very best of John Lennon verður sýnd í Kamesi Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15 á 5.hæð. Uppákomur 12.34 Fjölbreytt menningardagskrá er í boði á Jóladagatali Norræna hússins. Uppákomur hvers dags eru gestum huldar þar til gluggi dagatalsins verður opnaður í upphafi atburðarins. Listamaðurinn Hugleikur Dagsson gerði dagatalið í ár. 16.00 Kveikt verður á jólatréinu í Garðatorgi í miðbæjargarði Garðabæjar. Blásarasveit Tónlistarskóla Garðabæjar leikur fyrir gesti, skólabörn úr Barna- skóla Hjallastefnunnar taka nokkur lög og ýmislegt fleira er á dagskrá. Dagskrá 14.00 Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið. Nánari upplýsingar má finna á hafnarfjordur.is Leikrit 20.00 Lokasýning á Nashyrningunum eftir Ionesco í uppsetningu Stúdenta- leikhússins verður í Norðurpólnum, Sefgörðum 3. Leikstjóri er Árni Krist- jánsson. Almennt miðaverð er kr. 2.000 en nemar greiða kr. 1.500. Dans 14.00 Fjölmenningarlegur dansvið- burður verður haldinn í Viðey. Dagskrá- in er byggð á hinu magnaða ljósverki Yoko Ono, Friðarsúlunni. Ferjutollur og þátttökugjald er kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn. Tónlist 16.00 Kvennakór Reykjavíkur heldur sína árlegu aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju. Tónleikarnir eru tileink- aðir Ingibjörgu Þorbergs og bera yfir- skriftina Nýstárlegur jólaköttur með bjartsýni og brosi. Sigríður Thorlacius syngur einsöng með kórnum. Miðaverð er kr. 3.000. 17.00 Aðventutónleikar Söngfjelagsins í Langholtskirkju fara fram í kirkjunni. Einsöngvarar eru Björg Þórhallsdóttir sópra, og Einar Clausen tenór. 22.00 Afmælistónleikar Halla Reynis verða haldnir á Café Rosenberg. 23.00 Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi á Cafe Catalina, Hamraborg 11. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Hljómsveitin Ghostigital heldur útgáfutónleika á Faktorý. Auk þeirra koma fram Oyama, Muck, Captain Fufuanu og Oculus. Miðaverð er kr. 2.000. 23.00 Magnús Einarsson og Nágrennis spila á Ob-La-Dí Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Bækur 11.00 Fyrsta bókamessa foreldrafélags Alþjóðaskólans á Íslandi verður haldin í Sjálandsskóla, Löngulínu 8. Fjöldi enskra bóka fyrir 5 ára og eldri á hag- stæðu verði. 16.00 Blásið verður til útgáfuhófs vegna nýútkominnar bókar Arnars Egg- erts Thoroddsen. Hófið verður í bóka- búð Máls og menningar á Laugavegi og verður Arnar Eggert í beinni útsendingu frá Edinborg. Leiðsögn 15.00 Þórey Eyþórsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína í anddyri Norræna hússins. Þar sýnir Þórey vefnað og textílverk undir yfirskriftinni Úr einu í annað. Síðari leiðsögn verður klukkan 16. Listamannaspjall 14.00 Anna Gunnlaugsdóttir tekur á móti gestum og spjallar við þá um verk sín í Listasal Mosfellsbæjar. Markaðir 11.00 Jólamarkaður Klúbbsins Geysis verður haldinn í klúbbnum. 11.00 Aðventubasar Kattavinafélags Íslands verður haldinn í Kattholti. Ýmsar vörur til sölu auk þess sem Guð- mundur Brynjólfsson rithöfundur les úr bók sinni, Kattasamsærið, klukkan 14. 14.00 Árlegur basar KFUK verður haldinn í húsi KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28. Alls konar varningur og góðgæti á boðstólum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Nánari upplýsingar og skráning í síma 483 0300 og á www.hnlfi.is Kyrrðardagar verða haldnir 15.-22. desember á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Á dagskrá er meðal annars: Samverustund - Hugleiðing - Bæn og íhugun í þögn - Yoga - Qigong - Hlustunarhópar - Messa - Leikfimi - Slökunartímar - Útivist og fræðslufundir. Innifalið er ljúffengur og hollur matur, aðgangur að sundlaugum, baðhúsi og líkamsrækt. Haraldur Erlendsson yfirlæknir og Pétur Pétursson guðfræði- prófessor auk sérhæfðra leiðbeinenda og ráðgjafa á hinum ýmsu sviðum sjá um Kyrrðardaga. Verð frá 9.900 kr. pr. dag. Kyrrðardagar eru fyrir þá sem vilja sinna andlegri og líkam- legri heilsu og fá skjól til að rækta sinn innri mann. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kyrrðardagar í Hveragerði Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið! STÚDENTALEIKHÚSS Sýnir Nashyrnin- gana eftir ionesco í síðasta sinn í kvöld.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.