Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 140

Fréttablaðið - 01.12.2012, Síða 140
1. desember 2012 LAUGARDAGUR| SPORT | SKYLMINGAR Íslandsmeistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram um síðustu helgi. Hilmar Örn Jónsson, átján ára FH-ingur, reyndist sigursælasti keppandinn í karlaflokki annað árið í röð en hann bar sigur úr býtum í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í – opnum flokki, U-21 og liðakeppni. Guðrún Jóhannsdóttir, SFR, bar sigur úr býtum í kvennaflokki eftir að hafa lagt Þorbjörgu Ágústsdóttur að velli í úrslitum. Þorbjörg náði reyndar bronsi í opnum flokki og náði þar bestum árangri kvenna. Hilmar Örn vann alla sömu flokka í fyrra, sem og U-18 ára karla, en hann er ekki lengur gjaldgengur í hann. Í opnum flokki hafði hann betur gegn liðsfélaga sínum úr FH, Gunnari Agli Ágústssyni. Það reyndist þó ekki erfiðasta viðureign hans um helgina. „Ég lenti í meiri vandræðum í úrslit- unum í U-21. Þar var ég undir gegn Guð- jóni Ragnari [Brynjarssyni, FH] en náði að snúa bardaganum mér í vil rétt í lokin. Þá fór hann að gefa eftir og nýtti ég mér það,“ sagði Hilmar Örn í samtali við Fréttablaðið. Hilmar Örn er nú staddur í Þýska- landi þar sem hann er að undirbúa sig fyrir heimsbikarmót unglinga sem fer fram þar í landi um helgina. Gunnhildur Garðarsdóttir, SFR, er með í för en hún bar sigur úr býtum í U-21 flokki kvenna um helgina. „Markmiðið er að ná lengra á alþjóða- mælikvarða og stóra takmarkið er að komast á Ólympíuleikana í Brasilíu árið 2016,“ segir Hilmar Örn. „Ég keppti á heimsbikarmóti í Úkraínu fyrir hálfum mánuði og gekk það vel. Nú ætla ég að gera enn betur, en fram að móti fáum við að æfa með félagi í Dormagen sem er eitt besta skylmingafélag heims. Það er frábært tækifæri fyrir okkur.“ Hilmar Örn færði sig nýverið upp um aldursflokk í alþjóðlegum keppnum, úr U-18 í U-21. Hann segir því erfitt að meta nú hvar hann standi meðal jafningja í heiminum. „Ég náði 27. sæti á HM U-18 á sínum tíma sem var mjög gott. Ég stefni þó enn hærra og vonandi verður það hægt nú þegar ég fæ oftar að fara út og keppa. Ef ég fæ fjárhagslegan stuðning þá vil ég ná sem lengst.“ - esá Æfa með einu besta félagi heims Hilmar Örn Jónsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í skylmingum. HILMAR ÖRN JÓNSSON Varð þrefaldur Íslandsmeistari. FÓTBOLTI Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson verður næsti atvinnu- maður Íslands í knattspyrnu. Þessi efnilegasti leikmaður Pepsi-deild- ar karla síðasta sumar er búinn að semja við norska úrvalsdeildar- félagið Viking til þriggja ára. „Ég er búinn að samþykkja samn- inginn og fer svo út til Noregs á fimmtudaginn í læknisskoðun. Ég skrifa svo undir samning í kjölfar- ið,“ sagði Jón Daði kátur er Frétta- blaðið náði tali af honum í gær. Jón Daði fór til reynslu til Vik- ing og fleiri félaga eftir að tíma- bilinu lauk hér heima og þessi tví- tugi strákur var mjög hrifinn af því sem hann sá hjá félaginu. Fullkominn staður til að byrja „Það eru frábærar aðstæður þarna og virkilega flottur klúbbur. Mér leið eiginlega strax eins og ég væri heima hjá mér þarna. Þetta er líka fullkominn staður til þess að hefja atvinnumannaferilinn. Ég hef alltaf stefnt að því að komast út í atvinnu- mennsku og nú er draumurinn að verða að veruleika,“ sagði Jón Daði en hann hittir fyrir landsliðsmann- inn Indriða Sigurðsson hjá Viking. „Það er flott að hafa Indriða þarna. Hann er algjör fagmaður. Það er gott að hafa Íslending á svæðinu og hann á örugglega eftir að hjálpa mér mikið. Hann gerði það er ég fór út um daginn.“ Jón Daði er klár á því að hann sé að velja rétta félagið og að hann muni fá að spila mikið hjá nýja félaginu. „Þeir eru mjög ánægðir með mig og hafa mikla trú á mér. Þjálfar- inn segist vera spenntur fyrir mér. Þetta verður aldrei auðvelt en ég hugsa að þetta muni ganga vel. Ég er til í að leggja mikið á mig.“ Hafnaði Start Eins og áður segir höfðu fleiri félög samband og Jón Daði fékk til að mynda tilboð frá Start sem þeir Matthías Vilhjálmsson og Guð- mundur Kristjánsson leika með. „Start bauð mér samning sem ég hafnaði. Það var svo áhugi frá fleiri félögum en ég var ekki kominn með nein tilboð frá þeim. Það var líka þannig að ég þegar ég kom til Vik- Leið strax eins og ég væri heima hjá mér Jón Daði Böðvarsson hefur sagt skilið við Selfoss og heldur í víking þar sem hann mun spila með Viking í Noregi. Það var félagið sem hann vildi fara til enda segir hann sér hafa liðið vel hjá félaginu um leið og hann kom þangað. Í VIKING Jón Daði heldur út á fimmtudaginn að skrifa undir samning við Viking. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Breski spretthlauparinn og fyrr- um Ólympíumeistarinn Darren Campbell telur sig geta hjálpað Fernando Torres. Frammistaða Spánverjans með Chelsea undan- farin tvö ár hefur valdið töluverð- um vonbrigðum. Torres hefur ekki skorað mark í ensku úrvalsdeildinni í tæpar ell- efu klukkustundir núna en margir vonast eftir því að Rafa Benitez, stjóri liðsins, geti kveikt neistann hjá landa sínum líkt og hann gerði hjá Liverpool á sínum tíma. Campbell, sem aðstoðaði Torres undir lok tímabilsins 2010-2011, segist þurfa tvær vikur til þess að koma Torres í sitt gamla góða form. „Ég gæti klárlega lagað hann. Það þarf ekki að taka langan tíma því strákarnir eru nú þegar í frábæru formi. Því þarf ekki að vinna í grunninum heldur er hægt að einbeita sér að hraðanum,“ segir Campbell. Campbell segir að Spánverjinn hafi verið öskufljótur. Hann þurfi hins vegar að finna sprengikraft- inn á nýjan leik og lyftingar, í takt við spretthlaupsæfingar, geti hjálpað honum við leitina. „Þess vegna lyfta spretthlaup- arar lóðum. Til þess að auka sprengikraftinn og hraðann,“ segir Campbell sem segir lykil- atriði að vera afslappaður þegar reynt sé að hlaupa hratt. „Sjáið bara Gareth Bale. Hann er öskufljótur en er fullkomlega afslappaður og engin spenna í lík- ama hans.“ Fernando Torres og félagar í Chelsea sækja West Ham heim í Lundúnaslag á dag. Telur sig geta lagað Torres MARKAÞURRÐ Torres gengur illa að skora mörk. NORDICPHOTOS/GETTY Adam Örn Arnarson úr Breiða- bliki og Daði Bergsson Þrótt- ari hafa gengið til liðs við NEC Nijmegen. Tvímenningarnir skrifuðu undir tveggja og hálfs árs samning við hollenska félagið í dag. Fótbolti.net greinir frá þessu en leikmennirnir fóru fyrr á árinu á reynslu til hollenska félagsins og stóðu sig vel. Íslensku félögin samþykktu til- boð í kappana fyrr í mánuðinum og því átti aðeins eftir að ganga frá samningum við leikmennina sjálfa. Adam og Daði, sem báðir eru fæddir árið 1995, hafa leikið saman með yngri landsliðum Íslands. Hjá Nijmegen hitta þeir fyrir Guðlaug Victor Pálsson sem hefur staðið sig vel með liðinu undanfarnar vikur. Íslendingar til Nijmegen Gareth Sout- hgate, fyrrum landsliðsmaður Englands, telur að leikmenn myndu bjóða samkynhneigða knattspyrnu- menn velkomna í búningsklefann. Southgate tjáði sig í kjölfar þess að Anders Lindegaard, markvörð- ur Manchester United, lýsti því yfir að samkynhneigðir þyrftu á fyrirmynd í knattspyrnuheiminum að halda. Þrátt fyrir að stór nöfn íþrótta- manna af hvoru kyni hafi komið út úr skápnum undanfarin ár er Justin Fashanu eini þekkti knatt- spyrnumaðurinn sem opinberað hefur samkynhneigð sína. 22 ár eru liðin síðan Fashanu kom út úr skápnum en opinberun hans vakti mikla athygli. Sorgleg- ur endir var á sögu framherjans sem framdi sjálfsmorð nokkrum árum síðar. „Það þarf einhvern nógu hug- rakkan til að vera opinn og einlæg- ur,“ segir Southgate um þann sam- kynhneigða karlmann sem gæti stigið stórt skref í heimi atvinnu- knattspyrnumanna með því að koma út úr skápnum. „Leikmenn blanda geði við önnur þjóðerni, kynþætti og trúar- brögð þannig að ég sé enga ástæðu fyrir því að samkynhneigð ætti að vera vandamál í búningsklefan- um,“ segir Southgate. Hommar eru velkomnir ing hugsaði ég frá fyrsta degi að þarna vildi ég vera. Ég er því eðli- lega mjög ánægður með að hafa komist að þar. Þetta er stökk en ég tel mig vera tilbúinn í slaginn. Von- andi hef ég rétt fyrir mér.“ Þó svo Jón Daði komi frá litlum stað eins og Selfossi segir hann að það sé ýmislegt sameiginlegt með heimabænum og nýja staðnum. „Þetta er auðvitað miklu stærri bær en það er allt mjög þétt og allir þekkjast vel þarna. Það er því örugglega svipuð stemning þarna og á Selfossi. Ég kann því vel.“ Jón Daði fer ekki einn út því kær- astan hans fer með honum. Leik- maðurinn er mjög ánægður með það. „Hún mun elda ofan í mig. Ég er hræðilegur kokkur og það er því gott að hún kemur með,“ sagði Jón Daði léttur og hló við. henry@frettabladid.is Jón Daði Böðvarsson var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í fjórum leikjum Selfoss frá 12. ágúst til 2. september en liðið náði í 10 af 12 stigum í boði á þessum þremur vikum. 4:2 sigur á Fram 2 mörk 1 stoðs. ML 4:0 sigur á Grindavík 1 mark 1 stoðs. ML 1:1 jafntefli við Breiðablik 1:0 sigur á KR 1 mark ML ML= Maður leiksins hjá Fréttablaðinu Magnaðar þrjár vikur Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Reykjav. Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Asaki VERKFÆRI ALB10DAS 10,8V Li-Ion Bor/skrúfvél 1,4Ah 30Nm 14.890,- ALM18DD 18V höggborvél Li-Ion 2,8Ah 38Nm 2 hraðar 41.890,- AR636 18V Skrúfvél Ni-Cd 2,0Ah 158Nm 18.890,- AV224 620W höggborvél SDS & herðslupatróna 13.900,- 693 150W Pússvél AB 185mm93x .890,-5 ALM14DF 14,4V Li-Ion herðsluskrúfvél 2,8Ah 135Nm 36.890,- ALM18DB 18V Li-Ion orvél 2,8Ah / 38Nmb 39.990,- ATH: Tvær rafhlöður, taska og hraðvirkt hleðslutæki fylgir hverri hleðsluvél! ***** 5 stjörnu verkfæri 2012 22 leikir, 7 mörk, 4 stoð- sendingar, fiskaði víti. kom að tólf mörkum. SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.