Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 13

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 13
komast upp austan megin. Þeir brutu steinvölur víða á klettinum, sem þeir tóku með sér sem sýnis- horn. og skildu eftir skýrslu um ferðalag sitt í lokaðri flösku, er þeir létu í klettaskoru. Sýnishorn þau, sem Englending- ar höfðu haft frá Rockall-klettin- um, voru af bergtegund, sem enn hafði hvergi orðið vart á jörðinni. Hin nýja steinategund var nefnd „rockalit“. Nú hefur kapteinn Charcot. sem stjórnaði leiðangrin- um á „Póurquoi pas?“, látið franska vísindamenn rannsaka þau sýnishorn, sem mönnum hans tókst að liafa með sér frá Rockall- klettinum. Xiðurstöður rannsókn- anna hafa verið birtar og eru þess efnis, að steinar þeir, sem Charcot- leiðangurinn lét rannsaka, séu af áður ókunnri bergtegund, að minnsta kosti hvað samsetningu hennar viðkemur. Er þetta ekki nýr vottur þess, að Rockall-kletturinn er áþreifan- legt tákn horfinnar heimsálfu, sem hefur haft aðra jarðfræðilega sam- setningu, en okkar álfa eða Ame- ríka? Hvernig þessi álfa hefur lið- ið undir lok er ekki unnt að gera sér nema ófullkomnar getgátur um. Ekki er ósennilegt að orsök tor- tíniingarinnar sé að rekja til'ægi- legra umbrota af völdum jarðelda. Ágizkanir þessar styðja ýmsar lík- ur, meðal annars staða aldfjalla- landsins Islands í norðri og það. að suður við vesturströnd Afríku, hjá Kanaríeyjum, hefur brunagrjót komið upp í botnvörpur. Skrásett- ar voru til forna frásögur Fönikíu- manna, um að fyrir vestan Gi- braltar hafi verið heimsálfa, sem sökk' í sjó. Hér gœti hafa verið um Ameriku að ræða, sem Fönikíu- menu kunna að liafa fundið. En það gœti einnig hafa verið Atlantis. Ótaldar eru allar þær slysfarir, sem Rockall-kletturinn hefur or- sakað. Þegar á elztu tímum er skýrt frá skipum, sem af völdum þoku eða storma brotnuðu í spón á þessum úthafsdranga, 21 metra háum og 100 metrum að ummáli. Núlifandi menn geta einnig sagt sömu sögu, og mun sú hörmuleg- asta þeirra vera sú, þegar danska gufuskipið „Norge“ rakst á klett- inn í júní 1904, yfirfullt af útflytj- endum til Ameríku, og um 600 manns fórust. Öll þau skip, sem sigla fram hjá Rockall-klettinum. forðast hann eins og mest þau mega. Siglinga- leiðin þar er varhugaverð, straum- ar og boðaföll oft ofsaleg. Það er því sjaldnast að á hann er horft nema í fjarlægð. Hann rekur upp hvítan kollinn á meðal dökk- grænna hafsjóa. á honum brjóta brimöldur, um höfuð hans flögra þúsundir sjófugla — ósjálfrátt dettur manni í hug drukknandi maður. sem enn lieldur höfðinu upp úr sjónum. HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.