Heimilisritið - 01.02.1944, Page 21

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 21
„Hvað á þetta skylt við morð- ið?“ „Costello er snillingur í að smíða ýmiskonar rafmagnsáhöld“, sagði Andy. „Það var einmitt vindla- kveikjarinn hans sem- kom mér á sporið — og líka pappaaskjan sem lá á borðinu í svefnherbergi Ens- tons. Hafið þér hana?“ „Já, hún er einhversstaðar hérna í næsta herbergi — ég skal láta koma með hana“. . Kestry greip símann og von- bráðar var honum færð askjan. Andy greip skammbyssuna og lét hana í öskjuna. Hún var alveg hæfilega stór. „Þeir gáfu honum þessa byssu í öskjunni". sagði hann. „Og svo skaut hann sig — án þess að vita hvað hann gerði?“ sagði Kestry háðslega „Já, einmitt“, svaraði Andy. "Hann hafið ekki hugmynd um, hvað hann var að gera“. „Nei, heyrið þér, vinur vors og blóma — nú held ég að ímyndun- araflið sé að leiða yður í gönur“, sagði Kestry kaklhæðnislega,- „Komið með mér í kaffi“, sagði Andy. „Eg veit um nýjan stað, sem gaman er að koma á“. „Jæja, kannske“. Kestry greip hatt sinn. Þeir géngu út á götu og tóku leigubíl. Andy sagði bílstjóranum hvert hann ætti að fara. Bíllinn nam staðar fyrir framan hús nokkurt í Park Avenue. Þeir tóku lyftuna, og Andy átti, einhver orðaskipti við lyftudrenginn, sem Kestry heyrði ekki hver voru. Japanskur, skrautbúinn þjónn opnaði fyrir þeim. „Lögreglan“, sagði Andy og ýtti honum til hliðar. Hann var kom- inn í einhverja vinnustofu, áður en nokkur gat stöðvað hann. Ivestry gekk í humátt á eftir hon- um, mjög undrandi, og japanski þjónninn kom í ofboði á eftir. „Fyrirgefið — Costello er ekki heima“. Andy svaraði engu. Hann horfði í kring um sig í herberginu og varð starsýnt á gamalt skrifborð, sem var bæði slitið og bramlað. A því lá kefli með rafmagnsvír, skrúf- naglar og margvísleg verkfæri. Andy dróg út skúffunrnar, í þeim voru ýmiskonar verkfæri. Ein skúffan var læst, en Andy braut haná óhikað upp með járnfleini, sem hann fann í einni skúffunni. . Þegar hann hafði brotið upp skúffuna dró hann upp úr henni nýja skammbyssu. Hún var ná- kvæmlega eins og sú sem Enston skaut sig með. Andy tók í gikk- inn nokkrum sinnum. Svo lét hann hlaupið vísa upp að öðru auganu á sér o'g tók í gikkinn. „Svona hefur Enston einmitt haldið á byssunni", sagði hann. „Hvað í dauðanum eigið þér við ]9 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.