Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 26

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 26
Churchillsásjónu, en hann er bráð- fyndinn og kann býsnin öll af gam- ansögum og vísum. Þá eru Fred Oeschner og kona hans, Dorothea. Hann er hæglátur maður, en dug- legur fréttaritari. Hún er Ijós- hærð og lagleg, sískrafandi með lágri, hásri röddu. Pierre Huss frá I. N. S. er hreinn og beinn, vin- gjarnlegur og metorðagjarn. Hann kemur sér betur við nazistaleið- togana en flestir aðrir. Guido Enderis frá New York Times er á sextugsaldri, en skartar ævinlega í tildurslegum sportfötum og með hárautt hálsbindi. Nazistana met- ur hann lítils. Hann varð svo fræg- wr að starfa hér sem amerískur fréttaritari, eftir að við vorum komnir í heimsstyrjöldina. A1 Ross er aðstoðarmaður hans, fyrirferð- armikill, syfjulegur og seinlátur, en einstaklega ástúðlegur. Wally Denel er frá Daily Neivs í Chicago, *ngur maður og hæglátur, athugull og Ijóngáfaður. Kona hans, Mary Deuel, er lík honum og óvenju fag- ureyg, bæði afar ástfangin. Sigrid Schultz frá Chicago Tribune er eini kvenfréttaritarinn í okkar hópi, léttlynd og kát og alltaf vel fréttafróð. Þá er Otto Tolischus, sem er helzti maður í skrifstofu New York Times, þótt hann sé ekki skrifstofustjóri, margþættur maður, djúpskyggn, námgjarn og gjörhugull. Martha Dodd, dóttir sendiherrans, kemur einnig oft, lagleg og fjörug og stælugjörn. Tveir amerískir fréttaritarar koma sjaldan eða ekki. Það eru þeir Louis Lochner frá A. P. og John Elliot frá Herald Tribune í New York. John er mjög duglegur og lærður fréttaritari, en hann er bindindismaður bæði á tóbak og vín og mikill bókavinur, eins og við ættum allir að vera. New York,, 9. september. Er heima í stuttu leyfi, og New York er indæl. En mér finnst bless- að fólkið allt of bjartsýnt á Evr- ópumálin. Hér eru allir ákaflega öruggir í þekkingu sinni og skoð- unum. New York, 16. september. Fór um helgina með Nicholas Roosevelt út á Long Island. Hafði ekki uhitt hann síðan hann var sendiherra í Buda-Pest. Hann var svo niðursokkinn í að hugsa um „einræði“ Franklin Roosevelts, eins og hann kallaði það, að hann hafði varla tíma til að ræða um Evrópu- málin. Hann virtist mjög gramur yfir þvi, að samkvæmt New Deal lögunum mætti hann ekki rækta kartöflur í gárðinum sínum og út- listaði það út í yztu æsar, en ég verð að játa, að ég var naumast með á nótunum. Ég var að hugsa um Abyssiníu og líkindin fyrir styrjöld. Samt er hann mjög gáf- aður maður. Ættingjar mínir tóku 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.