Heimilisritið - 01.02.1944, Page 29

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 29
landi. En sögurnar voru svo ýktar og ærumeiðandi, að ég gat ekki stjórnað skapi mínu. Ég hringdi í skrifstofu Bades og krafðist að fá að tala við hann. Hann var ekki við. Ég hringdi aftur og aftur. Loks sagði ritari hans, að hann væri úti og myndi ekki koma aftur þann daginn. Um klukkan níu réð ég mér ekki lengur. Ég þaut yfir í útbreiðslumálaráðuneytið, smeygði mér fram hjá verði og ruddist inn í skrifstofu Bades. Hann var þar, eins og ég bjóst við, sat við skrif- borðið sitt. Ég tók mér sjálfboðið sæti beint á móti honum og ki-afð- ist afsökunar hans og leiðréttingar í þýzkum blöðum og útvarpi, áður en hann kom orði að. Þá náði hann sér og tók að þruma yfir mér. Ég þrumaði á móti, þó að ég gleymi því, sem ég kann í þýzku, þegar ég kemst í æsingu og sjálf- sagt hefur ekki verið heil brú í því, sem ég sagði. Hávaðinn í okk- ur hræddi víst aðstoðarmennina á fremri skrifstofunni, því að þeir opnuðu og litu inn. Bade skipaði þeim að loka aftur og svo tókumst- við að nýju í kollhárin. Hann barði í borðið. Ég gerði hið sama. Dvrnar opnuðust í skyndi og inn kom skrifstofumaður og lézt vera að færa húsbónda sínum sígarettur. Ég tók eina af mínum eigin og kveikti í. Borðbarsmíðin hélt á- fram. og tvisvar enn kom skrifari inn, í annað skiptið með sígarett- ur og hitt með vatnsflösku. Loks varð mér það ljóst, sem ég átti að vita fyrir, að þetta var árangurs- laust, að enginn, og sízt Bade, hafði vald eða sómatilfinningu til þess að leiðrétta áróður nazista, sem á annað borð var hlaupinn af stokk- unum, sama hvaða lokalýgi var. Loks sljákkaði í honum, hann varð jafnvel sykursætur. Hann sagði, að þeir hefðu ákveðið að reka mig ekki úr landi eins og fyrst var ætl- að. Ég funaði upp aftur og man- aði liann til að reka mig, en hann tók ekki á móti og loks snaraðist ég út. Hræddur um, að ég hafi verið alltof æstur. ------- Garmisch — Partenkirchen. febrúar. Þetta hefur verið skemmtilegri milliþáttur en ég bjóst við. En við Tess höfum bæði verið á þönum frá morgni til kvölds við að ná til allra þátta vetrarleikjanna á Ó- lympsmótinu. Hér er alltof margt af S. S. sveitum og hermönnum, en fegurð bajersku Alpanna er dá- samleg, fjallaloftið hreint og hress- andi, vangarjóðu stúlkurnar í skíða búningum sínum einkar aðlaðandi, leikirnir æsandi, einkum hin fífl- djarflegu skíðastökk, sleðaferðir, sem eru líka fífldjarfur leikur um líf og dauða, hockey keppnin skemmtileg og Sonja Heine töfr- andi. Og i einu og öllu hafa nazist- arnir unnið aðdánlegt áróðursstarf. HEIMILJSRITIÐ 27

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.