Heimilisritið - 01.02.1944, Page 30

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 30
Hinum útlendu gestum hefur fund- izt mikið til um. af hvílíkri rausn og skörungsskap leikjunum er stjórnað og a.lúðin hefur gengið þeim til hjarta. Okkur, sem kom- um frá Berlin, finnst raunar leik- arabragur á henni. Og ég var svo uppvægur af þessu, að ég bauð nokkrum kaupsýslumönnum okk- ai- til hádegisverðar og náði líka í Douglas Miller verzlunarráðunaut við amerísku sendisveitina og hinn gjörfróðasta mann um þýzk mál- efni. til þess að uppfræða þá. En þeir fræddu hann um hlutina, og hann kom varla orði að. Flestir voru fréttaritararnir gramir yfir grein Völkische Beohachter, þar sem vitnað er í einn þeirra, Bircall frá New York Times, um að eng- inn hemaðarsvipur hefði verið á Ieikjunum. Einkum var Westbrook Pegler bneykslaður á þessu. Hann var líka dálítið órólegur út af því i kvöld, að Gestapo kvnni að tala eitthvað við hann út af skrifum hans. Ég held varla. „Ólymps and- inn" mun tóra í hálfsmánaðar tíma enn, og þá verður Pegler sloppinn til Ítalíu. Berlin, 25. febrúar. Hef hcyrt, að Londonderry lá- varður hafi komið hér í byrjun mánaðarins, hitt Hitler, Göring og flesta aðra nazistaforingja. Leggst í mig, að hann hafi verið í engum góðum erindum. Berlin, 28. febrúar. Neðri deild franska þingsins hef- ur samþykkt sáttmálann við Rússa með miklum meirihluta. Vandlæt- ing mikil í Wilhelmstrasse. Fred Oechsner segir, að þegar hann sá Hitler fyrir fám dögum, hafi hann verið með allmiklum áhyggjusvip. Beriin, 5. marz. Nazistar tala um það sín á með al, að Hitler muni kalla saman Ríkisþingið 13. marz sama dag- inn og búist er við að efri deild franska þingsins samþykki samn-« inginn við Rússa. Þungt í lofti í Wilhelmstrasse í dag, en ekki gott að vita, hverra veðra er von. Beriin, 6. marz á miðnætti. Alls konar tröllasögur hafa geng- ið í dag. Það eitt er víst, að Hitler kallar saman Ríkisþingið um nón- bil á morgun og stefnir til sín sendiherrum Breta, Frakka, ítala og Belga í fyrramálið. Þar sem þetta eru Locamo ríkin er aug- ljóst, að Hitler ætlar að afneita Locarno-sáttmálanum, sem hann sagði fyrir tæpu ári að Þýzkaland mundi halda samvizkusamlega, enda hef ég fengið pata af því frá flokksmönnum hans. Ég get mér líka til, og byggi það á ýmsu, sem ég'komst að í dag, að Hitler múni einnig ætfa að hervæða Rínarlönd- in á ný, en þeir harðneita þessu í Wilhelmstrasse. Ekki er víst, að 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.