Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 32

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 32
lét hann fá afrit af plaggi þéssu, auðsjáanlega í því skyni, að hann skyti því til okkar, araerísku fréttamannanna. Sendisveitin er ekki vön að gera sér slíkt óraak okkar vegna af sjálfsdáðum. Huss. sera bráðlá á, fréttum handa I. N. S., flýtti sér þangað, en ég labb- aði yfir í Ríkisþingið, sem átti að koma saraan klukkan þrjú í Kroll- óperuhúsinu. í plaggi þessu og riokkrum raunnlegum athugasemd- um, sem Neurath lét fylgja, fengu sendiherrarnir alla söguna um það. að þýzkar hersveitir hefðu farið inn í Rínarlöndin í morgun. í skjalinu segir, að Loearno-sátt- málinn hafi „fallið úr gildi“ við fransk-rússneska samninginn. að Þýzkalaiul telji sig því ekki lengur bundið af honum og „því hefur þýzka stjórnin tekið á ný í sínar hendur fullt og óskorað drottin- vald í hinum afvoþnuðu héruðum Rínarlanda“. Næst gerir Hitler snoturlega tilraun að kasta ryki í augu friðarvina Vesturveldanna, manna eins og Londonderry. Ast- oranna og lávarðanna Lothians og Rothermere. Og því skyldi honum ekki takast það, eftir það sem gerð- ist 21. maí? Hann lagði til, að gerð yrði „friðarskrá“ í sjö liðum, „til þess“, segir í plagginu, „að girða fyrir allan efa um fyrirætlanir stjórnarinnar og gera öllum ljóst, að hún tók til þessara ráða eingöngu í varnarskyni og jafnframt til þess að túlka hina stöðugu þrá hennar og viðleitni til að friða Evrópu ---------“. Þessi tillaga er fals eitt og blekking. og ef nokkur mann- dómur væri í mér og amerískri blaðamennsku yfirleitt, myndi ég segja það í skýrslu minni í kvöld. En mér er ekki ætlað að tjá skoðun ríkisstjórnarinnar. í síðasta friðarboði sínu býrðst Hitler til að gera tuttugu ög fimm ára griðasáttmála við Belgi og Frakka með ábyrgð Breta og ítala, bjóða BeJgum og Frokkum að af- vopna belti báðum uiegin landa- mæra þeirra og Þýzkalands, að gera griðasáttmála við nábúa sína í austri og loks að ganga aftur í Þjóðabandalagið. Hve einlægni Ilitlers er hrein, má marka af því, að hann stingur upp á að afvopn- uð séu belti báðum megin landa- mæranna. Með því væru Frakkar neyddir til að ónýta Maginot-línu sína, sem á að vera þraukvörn þeirra gegn þýzkri árás! Ríkisþingið var sett stundvís- lega klukkan þrjú, og loftið var þrungið meiri eftirvæntingu en ég hef vitað áður. Auðsjáanlega hafði þessum útvalda lýð i þingsætun- um ekki verið skýrt frá atburðun- um, en þeir vissu, að eitthvað var á seyði. Sendiherrar Breta, Frakka, Belga og Pólverja voru fjarver- andi, en Dodd var þar og ítalski sendiherrann. Blomberg hershöfð- ingi, hermálaráðherra. sat hjá 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.