Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 48

Heimilisritið - 01.02.1944, Síða 48
 HAÍstin ★ Keli: Ja. mikill er drottinn. Heldurðu ekki að hún Bína hafi komið að heim- sækja mig í fyrrakvöld. Kobbi: Nú, hvern sjálfan vildi hún? Keli: Hún var að tala um þig. Kobbi: J'ao er þó lífsins ómögulegt. Keli: Jú, Kaninn hennar er farinn. Kobbi: Meinarðu það virkilega? Digga digga damm, hún Skjalda er borin, digga digga damm, hún átti kálf, digga digga damm, og hann var skorinn, digga digga damm — hún át hann sjálf. Keli: Stilltu þig, gæðingur. Hann Eggert Stefánsson hefði kallað þig simpla týpu tuttugustu aldarinnar, að láta svona úti á götu. Kobbi: Eg held, að hann hætti nú líta í spegil, sá himnalúlli. Keli: I alvöru að tala. Þú ættis ann- ars að splæsa á mann einum bjór hérna i þessari sjoppu. Kobbi: Jæja, en út með sprokið þá. ICeli: Já, minnstu ekki á það óbölvandi. — En heyrðu, sérðu þessa maður — þetta er nú kroppur sem segir sex. Kobbi: Æ, ekki finnst mér neitt heill- and við hana. Keli: Hún hefur líka áreiðanlega aldrei reynt að heilla þig, svo að það er varla von. Hún er gift — þú þekkir líklega boðorðin. Kobbi: Já, og ég get stært mig af því að hafa ekki brotið eitt þeirra. Keli: Hvert þeirra? — Nú en sleppum því. Eg hef heldur áhyggjur af þvi að láta þig borga allan brúsann hérna. Þú lepur víst sultinn úr krákuskel. Kobbi: Ríkur er ég ekki að vísu. En ekið hef ég þó í mínum eigin vagni. Keli: Það hlýtur að hafa verið barna- vagn. Kobbi: Eg fæ snert af bráðkvöddu ef þú heldur svona áfram. Hvað ætlaðirðu að segja mér? Var Bína mjög sorgbitin? Keli: Það var mesta furða hvað hún bar sig vel að eiga von á öðrum eins rudda og þér, þó að harðindatimar séu að vísu framundan hjá kvenþjóðinni. Kobbi: Þú ert asni og þú ert naut þú ert efni i hænsna graut. Heldurðu að ég sé eitthvert harðindahey? Keli: Ekki sagði ég hey. En það mætti hvísla því að mér i myrkri, að hún Bina litli fari ekki á guð og gaddinn fyrr en hún má til. — ef ég þekki hana rétt. Kobbi: Hvað meinarðu. maður. Huhfh, það er sem ég segi: Það er sami gumpur- inn undir vkkur báðum. Allir leika tveim skjöldum. Keli: Ekki hef ég verið talinn mikill skylmingarmeistari hingað til. — En. jæja. Hún var ósköp aumingja .... Kobbi: Blessuð — elsku — vesalings .. . Keli: Nei, nei. nei, nei, bíddu. Þú hefur víst kysst hana einu sinni. er það ekki — og það var fyrir einu ári eða svo? Kobbi: Einn er hver einn — enginn fæst í landi. Keli: Jæja, þú skalt nú samt hafa allt þitt á þurru. Skilurðu það ekki, að hún er í trúkki við einn vesturheimskan til. Kobbi: Hvert þó í sjóðbullandi . . . Hvað vilja þeir alltaf vera að kankast upp á annarra manna jússur! Keli: Aðalerindi hennar var það, okkar á milli sagt, hvort ég héldi, að hún hefði ekki nógan sjans hjá þér, þó að hún yrði með þessum ameríska eins og einn, tvo mánuði eða svo — þangað til hann færi. 46 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.