Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 48

Heimilisritið - 01.02.1944, Qupperneq 48
 HAÍstin ★ Keli: Ja. mikill er drottinn. Heldurðu ekki að hún Bína hafi komið að heim- sækja mig í fyrrakvöld. Kobbi: Nú, hvern sjálfan vildi hún? Keli: Hún var að tala um þig. Kobbi: J'ao er þó lífsins ómögulegt. Keli: Jú, Kaninn hennar er farinn. Kobbi: Meinarðu það virkilega? Digga digga damm, hún Skjalda er borin, digga digga damm, hún átti kálf, digga digga damm, og hann var skorinn, digga digga damm — hún át hann sjálf. Keli: Stilltu þig, gæðingur. Hann Eggert Stefánsson hefði kallað þig simpla týpu tuttugustu aldarinnar, að láta svona úti á götu. Kobbi: Eg held, að hann hætti nú líta í spegil, sá himnalúlli. Keli: I alvöru að tala. Þú ættis ann- ars að splæsa á mann einum bjór hérna i þessari sjoppu. Kobbi: Jæja, en út með sprokið þá. ICeli: Já, minnstu ekki á það óbölvandi. — En heyrðu, sérðu þessa maður — þetta er nú kroppur sem segir sex. Kobbi: Æ, ekki finnst mér neitt heill- and við hana. Keli: Hún hefur líka áreiðanlega aldrei reynt að heilla þig, svo að það er varla von. Hún er gift — þú þekkir líklega boðorðin. Kobbi: Já, og ég get stært mig af því að hafa ekki brotið eitt þeirra. Keli: Hvert þeirra? — Nú en sleppum því. Eg hef heldur áhyggjur af þvi að láta þig borga allan brúsann hérna. Þú lepur víst sultinn úr krákuskel. Kobbi: Ríkur er ég ekki að vísu. En ekið hef ég þó í mínum eigin vagni. Keli: Það hlýtur að hafa verið barna- vagn. Kobbi: Eg fæ snert af bráðkvöddu ef þú heldur svona áfram. Hvað ætlaðirðu að segja mér? Var Bína mjög sorgbitin? Keli: Það var mesta furða hvað hún bar sig vel að eiga von á öðrum eins rudda og þér, þó að harðindatimar séu að vísu framundan hjá kvenþjóðinni. Kobbi: Þú ert asni og þú ert naut þú ert efni i hænsna graut. Heldurðu að ég sé eitthvert harðindahey? Keli: Ekki sagði ég hey. En það mætti hvísla því að mér i myrkri, að hún Bina litli fari ekki á guð og gaddinn fyrr en hún má til. — ef ég þekki hana rétt. Kobbi: Hvað meinarðu. maður. Huhfh, það er sem ég segi: Það er sami gumpur- inn undir vkkur báðum. Allir leika tveim skjöldum. Keli: Ekki hef ég verið talinn mikill skylmingarmeistari hingað til. — En. jæja. Hún var ósköp aumingja .... Kobbi: Blessuð — elsku — vesalings .. . Keli: Nei, nei. nei, nei, bíddu. Þú hefur víst kysst hana einu sinni. er það ekki — og það var fyrir einu ári eða svo? Kobbi: Einn er hver einn — enginn fæst í landi. Keli: Jæja, þú skalt nú samt hafa allt þitt á þurru. Skilurðu það ekki, að hún er í trúkki við einn vesturheimskan til. Kobbi: Hvert þó í sjóðbullandi . . . Hvað vilja þeir alltaf vera að kankast upp á annarra manna jússur! Keli: Aðalerindi hennar var það, okkar á milli sagt, hvort ég héldi, að hún hefði ekki nógan sjans hjá þér, þó að hún yrði með þessum ameríska eins og einn, tvo mánuði eða svo — þangað til hann færi. 46 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.