Heimilisritið - 01.02.1944, Page 52

Heimilisritið - 01.02.1944, Page 52
Bill hristi höfuðið. „Hvorki gott . né ilit“. „Getum við Pete nokkuð hjálp- að?“ spurði hún og gekk að Bill og lagði höndina á öxl honum. „Segðu mér, hvað um er að vera, Bill“. Bill ætlaði að svara, en orðin frusu í munni hans. Dyrunum var hrint upp og Jim Worthington stóð með skammbyssu í hendinni í dyragættinni. Á bak við hann voru nokkrir vígalegir menn. „Jæja, félagar", sagði Worth- ington skipandi röddu. ..Umkring- ið húsið!“ Fylgdarmenn Worthingtons hlupu af stað og slóu hring um hús- ið, til þess að vjjrna mönnum út- göngu. Worthington gekk sjálfur inn, ásamt þeim grettna. Hann var skarpleitur og við öllu búinn. „Hvar er hún, Ludlow? sagði hann byrstur. „Kallaðu á hana strax!“ BILL SVARAÐI EKKI. Hann stóð grafkyrr og óttaðist þá og þeg- ar, að heyra til Carol við bakdyrn- ar. Það fór hrollur um hann þegar hann hugsaði til hennar. Hún var ein úti í garðinum. „Heyrðir þú hvað ég sagði, Ludlow!“ kallaði Worthington. — „þú færð tvær sekúndur til þess að vísa á hana“. Bill Ludlow beit á vör. Hann hafði ■enn ekkert hej’rt til hennar. Vel gat vcrið, að hún hefði heyrt árásarmennina koma og tekizt að fela sig, áður en þeir urðu hennar varir. En á það var að vísu ekkert að treysta. „Tvær sekúndur?“ lieyrði hann sjálfan sig segja. ,.Það er allt of stuttur tími, Worthington. Eg verð að fá að átta mig á þessum ósköp- um“. ' Worthington lyfti upp skamm- byssunni og miðaði beint á hann. Það var morðæði í svip hans. Bill sá hann kreista handfangið. Hann hugsaði: Þá sérð þú þína sæng út breidda, Bill. En hann gerði ekk- ert sér ti! varnar. Hann stóð í sömu sporum, hreyfingarlaus og reyndi enn að greina hljóð frá bakdyrun- um, sem gæfi til kynna, að Carol væri fundin. WORTHINGTON lét byssuna síga. „Hún er alltsvo ekki hérna”, hreytti hann út úr sér. ..Fred. leit- aðu í húsinu". 'Sá grettni jánkaði og fór inn í svefnherbergið. Bill leit til Bobbie ðloore. Hún stóð eins og stjörfuð. Hún nagaði á sér varirnar og horfði á eftir þeim grettna. „Fyrirgefðu þetta allt, Bobbie, muldraði Bill. „Mig grunaði ekki að þetta gæti komið fyrir". „Næst þegar þú ferð til einka- spæjara". sagði Worthington, ,.þá skaltu ganga úr skugga um, að 50 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.