Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 24
- Myndagetraun -
Hcr á blaðsíðunni til liægri eru átta
myiidir, sem raðað er af handahófi. Þær
eru allar teiknaðar á molluheitum sumar-
degi. Borðið, sem sést á myndunum, stend-
ur við opinn glugga og enginn hefur kom-
ið nálægt því á þeim tíma sem myndirn-
ar eru teiknaðar.
Nú er vandinn sá að raða myndunum
eftir sömu röð og þær voru teiknaðar.
Athugið, að það er aðeins ein röð rétt.
Þegar þið hafið skrifað númer hverrar
myndar á hornreit hennar skuluð þið svara
eftirfarandi spurningum:
J. Hvað er það tvennt sem sannar, að
eiuhver hafi komið að borðinu skömmu
áður en 1. mynd var teiknuð?
2. Hvað er það tvennt sem sannar, að
5. mynd hljóti að hafa verið teiknuð
seinna en 4. mynd?
3. Tilgreinið sex ástæður fyrir þvi, að
(i. mynd liefur verið teiknuð á eftir 5.
mynd.
4. H\að er það tvennt er sannar, að 7.
mynd liefur verið teiknuð síðar en 6.
mynd?
5. Hvað er það sem sanuar, að 8. mynd
Idýtur að hafa verið teiknuð seinna en 7.
mynd?
G. Hvað styður þá stáðhæfingu hér að
framan, að borðið standi við opinn glugga?
7. Milli hvaða mynda, sem eru í röð
hvor á eftir annarri, líður lengstur timi —
og hvers vegua?
8. Hvaða sönnun er fyrir því, að ekki
hafi liðið ár á milli þess er þær myndir
voru teiknaðar, sem þú nefndir i svari við
7. spurningu?
Svör á bls. 68.
22
HEIMILISRITIÐ