Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 29
mitt á óveðursdögum sem í dag
að andi fljótsins birtist.
— Andi? Haukur horfði spyrj-
andi á föður sinn. Hann hafði
aldrei heyrt hann minnast á
slíka dularfulla hlnti áður og
vissi ekki hvort hann átti að
taka þetta í gamni eða alvöru.
— Já, einmitt andi! Heyrðu,
við skulum fara inn í skemmu!
Þar skal ég skýra þetta nánar.
Sigurgeir settist á stóra kistu
og tók upp brennivínsflösku. —
Þér er alveg óhætt að smakka
á því! Það hlýjar í kuldanum.
Haukur \’issi varla hvaðan á
sig stóð veðrið. Pabbi hans hafði
aldrei verið svo leyndardóms-
fullur áður og allra sízt að hann
liefði hvatt hann til þess að
dreypa á brennivíni fyrr.
Sigurgeir rétti sig upp í sæti
sínu og leit á son sinn með
augnaráði, sem bæði gat verið
glettnislegt og alvarlegt í senn.
Svo mælti hann:
— Þú hittir sjálfsagt stund-
um bróður minn á þessum ferð-
um þínum að HvammiP
— Nei, sagði Haukur.
— Er hann aldrei heima þegar
þú kemur þangað? Það er ein-
kennileg tilviljun. Sigurgeir
og hló, en varð brátt alvarlegur
aftur. þegar hann sá að Hauki
líkaði miður að hann skykli hafa
þetta í gamanmálum.
I raun og veru var þetta alvar-
legt mál fyrir Hauk og Dísu. Það
var engu líkara en að allt hefði
gert samsæri á móti þeim. Þau
hlutu að halda ást sinni leyndri,
þó að það væri auðvitað ómögu-
legt til lengdar. Þeim þótti ó-
endanlega vænt hvort um ann-
að. Dísa var tveim árum yngri
en Haukur. Hún var smágerð og
það var eins og hún væri alltaf
hrædd við eitthvað, sem hún
ekki vissi hvað var. En þegar
hún kynntist Hauk, varð það
öðruvísi. Hann fullvissaði hana
nm að hann væri maður til að
ryðja þeim báðum braut. —
Líttu á handleggina á mér, sagði
hann. Heldurðu að þeir séu ekki
nógu sterkir til að bera þig gegn-
um brotsjóa lífsins? .. . En það
hafði Dísa í raun og veru aldrei
efast um. Það var annað sem
gerði hana leiða. Mamma hennar
gat alls ekki hugsað til þess að
Dísa færi frá henni. Það var svo
margt, sem var öðruvísi en ann-
arsstaðar þarna í Hvammi. Guð-
rún móðir hennar var frá Vestur-
landi. Hún hafði misst manninn
sinn í sjóinn þegar Dísa var eins
árs. Þegar hún frétti að Helga í
Hvammi vantaði ráðskonu, sótti
hún um starfann og flutti að
Hvammi með dóttur sína og
hafði verið þar síðan. Helgi hafði
metið hana mikils fyrir dugnað
hennar, og nú fannst Guðrönu
hún eiga heima í Hvammi og
flffilMILISRITIÐ
27