Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 59
Til minnis
fyrir húsmóðurina
Auðvitað skreytirðu íbúðina á einhvern
hátt núna um jólin, eins og venjuiega. En
hvers vegna ekki að breyta svolítið til
frá því i fyrra? Jú, sýndu nú frumleik
])inn með því að láta skreytinguna bera
annan svip en hjá öllum almenningi.
Hengdu t. d. fallegan jólapappír yfir
myndina, sem er yfir litla skápnum —
Láttu laglega tilbúna jólasveina á skápinn
fyrir neðan. Til endanna getur svo verið
sitt hvort kertið, og kertastjaka geturðu
búið til úr sundurskornum eplum og kar-
löflum eða hnoðuðum leir, sem þú skreytir
með skrautpappír.
Ef þú hel'ur arinn, sem þú notar ekki,
skaltu láta blóm, jólatrésgreinar, kerti eða
eitthvað því um líkt i eldholið, í stað
þess að hafa það gapandi og kuldalegt
yfir hátíðina.
Festu borðum með fánalitunum yfir
borðið á smekklegan hátt. Eins og þú
veizt táknar blár litur tr.vggð, hvítur lit-
ur frelsi og rauður litur hugrekki.
Þegar þú kaupir gjafir skaltu ekki ein-
ungis spyrja heila þinn ráða heldur einn-
ig hjartað.
Sumir líma lauslega silfurstjörnur á
gluggatjöldin, eða sjálfa gluggarúðuna, á
jólunum.
Ef þú liefur einlitan pappír utan um
jólagjafabögglana, hvernig pappír sem það
nú er, geturðu skreytt hami á ótal hátt
með því að líma á hann skart úr marg-
litum pappír er þú klippir sjálf út, t. d.
gullnar skeifur, rauð Iijörtu, livítar fígúr-
ur, stjörnur o. fl.
A jólunum eru aldrei til of margir ljósa-
stjakar og þá er hægt að búa til af ótal
gerðum og stærðum úr hnoðuðum leir,
tré, hálfum kartöflum vöfðum inn í silki-
papír o. fl.
Eallegt blóm í jurlapotti, sem þú hef-
ur inálað sjálf að utan, verður áreiðan-
lega vel þegin jólagjöf. — I'að er ekki
mikill vandi að mála rautt hjarta.
Mundu, að jólaskreytingin vekur at-
hygli, ef hún skapar andstæður. Hafðu til
dæmis livíta Iampa í herbergi með dökk-
grænu veggfóðri eða dökkleita lampa í
herbergi með ljósu veggfóðri.
Kertin endast miklu lengur ef þau eru
smurð með fernis og látin þorna í viku
áður en þau eru notuð.
I staðinn fyrir hina algengu borðdregla,
sem seldir hafa verið í búðum, má láta
borðdregil úr bláum pappír. skrevttan
gulum eða hvítum stjönium úr pappir
er þú klippir út og límir á dregilinn.
HEIMILISRITIÐ
57