Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 66
láta verða af því að fara þangað
á morgun, Odell“.
„Já, elskan“, sagði Gardener.
Hercule Poirot spurði ungfrú
Brewster:
„Ætlið þér ekki í sjóinn?“
„Eg fékk mér dýfu í morgun.
Það var þá nærri búið að rota
mig með flösku, sem hent var
út um glugga á hótelinu“.
„Það er stórhættulegt að
henda svona hlutum“, sagði frú
Gardener. „Einn kunningi minn
fékk heilahristing af tannpasta-
túpu, sem kom í höfuðið á hon-
um, þar sem hann gekk eítir
götunni. Hann var lengi að ná
sér“. Hún fór að leita í hnvkla-
pokanum. „Æ, Odell, ég hef víst
gleymt öðrum rauða hnyklinum.
Hann er í annarri skúffunni, eða
kannske þeirri þriðju, í kommóð-
unni í svefnherberginu okkar“.
„Já, elskan“.
Gardener fór að leita að
hnyklinum.
Frú Gardener hélt áfram:
„Stundum finnst mér eins og
menn fari full gapalega að, nú á
dögum. Hvernig er það ekki með
alla þessa vélamenningu, og all-
ar þessar rafbylgjur í loftinu. Eg
held að það rugli sansana; ég hef
það einhvernveginn á tilfinning-
unni, að nýr boðskopur sé í
vændum. Eg veit ekki, Poirot,
hvort þér hafið nokkurn áhuga
á pýramída-spádómunum?“
„Nei, ég er laus við það“.
„Jæja; en ég get fullvissað yð-
ur um, að þeir eru mjög athyglis-
verðir. Við skulum nú taka til
dæmis Moskvu, sem er réttum
þúsund mílum norðar en — hvað
var það nú aftur — Nineve? —
jæja, maður tekur sirkil, og þá
kemst maður að hinum undra-
verðustu niðurstöðum — það
hefur áreiðanlega verið einhver
æðri innblástur sem Egyptarnir
urðu fyrir. Og þegar kemur að
talnafræðinni, ja þá verður það
allt deginum Ijósara, svo að ég
skil ekki hvernig nokkur getur
efast um það“.
Ilvorki Poirot eða Emily
Brewster sáu ástæðu til að gera
grein fyrir afstöðu sinni til þess-
ara dulrænu vísinda.
Poirot horfði með raunasvip á
skóna sína.
„Hafið þér vaðið í skónum,
Poirot?“ sagði Emily Brewster.
„Það kom slvs fvrir mig“.
Emily Brewster lækkaði róm-
inn.
„Hvar er blóðsugan í dag?
Hún er seint á ferli“.
Frú Gardener, sem hafði
rennt augunum, í áttina til Pat-
rick Redfern, sagði í hálfum
hljóðum.
„ITann er eins og þrumuský.
Ó, drottinn minn. það er ósköp
að vita það. Hvað skyldi Mar-
shall hugsa um þetta allt sam-
64
HEIMILISRITIÐ