Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 48

Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 48
mæta í skrifstofu ungfrú Dale, og hún stóð þar föl með samanbitn- ar varir og hélt á tígrisdýrinu. „Emily“, sagði hún„ „hvað á þetta að þýða?“ „Á hvað að þýða?“ sagði ég og horfði sakleysislega framan í hana. „Þetta“‘, sagði ungfrú Dale, og rétti fra höndina með tígris- dýrinu. „Það er brotið“. „Hvar?“ sagði ég. „Ég sé það ekki“. „Ég spurði ekki hvoft þú sæir það. Ég sagði, að það væri brot- ið. Það ætti að nægja. Hvers vegna gerðir þú það?“ Ég stóð þarna orðlaus. Ég þurfti meir en mínútu til að melta þessa ásökun. „Hvers vegna gerðir þú það, Emily?“ sagði ungfrú Dale. „Fyrir fáeinum dögum varaði ég þig við því að snerta það. En það lítur út fyrir að þú hafir laumast hingað inn í matarhlé- inu til þess að óhlýðnast mér“. „En ég — hef ekki — snert það!“ sagði ég og varir mínar skulfu. „Svona, svona — það þýðir ekkert að gráta“, sagði ungfrú Dale, „en ég vil láta þig skilja, að ég er mjög ánægð“. Hún lagði höndina á öxl mér og horfði beint í augu mér. „Það er til gamall málsháttur um ósannindi, sem þú ættir að minnast, Emily. Lygaranum trúir enginn, þó hann segi satt. Þessi regla er undantekningarlaus. Og hvað svonefndri smávægilegri, afsak- anlegri skreytni viðvíkur, þá á hún engan rétt á sér. Ósannindi verða aldrei annað en ósann- indi. Þú mátt fara“. Ungfrú Dale settist við skrif- borðið og fór að blaða í skjölum. Þegar ég gekk til dyranna heyrði ég hana segja: „Ósannorða krakka get ég ekki þolað . . .“ Og ég hét því, að fyrirgefa henni aldrei. Aldrei meðan ég lifði. Þrír mánuðir liðu og jólin nálguðust. Daginn fyrir jólaleyf- ið, þegar við Marjorie vorum á leið í skólann, sagði hún: „Hvað ætlar þú að géfa ungfrú Dale?“ „Ekki neitt“, sagði ég. „Ha!“ sagði Marjorie. „En þú verður að gefa henni eitthvað! Það gera allir!“ „Mér er sama“, sagði ég. „Ég geri það ekki“. ÉG VISST ekki, að það myndi verða svona mikið um að vera hjá ungfrú Dale um jólin. I stóru kennslustofunni var jóla- tré, og gjöfunum handa kennslu- konunum var raðað undir það. Klukkan tíu, þegar hringt var, komu börnin inn og settust hæ- versklega. Ungfrú Dale sat við stórt kennaraborð undir glugg- 46 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.