Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 18

Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 18
ið á milli okkar. Ég vona að ég hafi gert yður það slciljanlegt — kunningsskap okkar lýkur jafn- skjótt og við lendum aftur á Croy donf lugvellinum“. „Það liafið þér ekki tekið fram áður“, sagði Mortimer, „en verði yðar vilji. Ef við hittumst aft- ur, ei'tir að við erum komin til Englands, lofa ég yður því, að ég skal láta eins og þér séuð ekki til, og móðgast ekki við yður þótt þér sýnið mér sömu lítils- virðinguna“. Það birti yfir svip hennar. „Agætt“, sagði hún. „Og, nú, eftir að við vitum hvar við höf- um hvort annað, skal ég segja yður, hvað þér megið kalla mig. Kallið mig — “ hún hikaði ögn — „Pierrette“. Mortimer beit á neðri vörina, en hann samþykkti tillöguna. „Ég skal kalla yður Pierrette, ef þér óskið þess“. Hún brosti. „Það væri skennntilegt ef ég mætti kalla yður IIarlekin“, sagði hún. „Ohemju skemmtilegt“, viður- kenndi Mortimer — dálítið beizklega. MORTIMER sat fyrir utan Café de la Paix. Hann leit á úr- ið. Hún hefði átt að vera kom- in fyrir tuttugu mínútum síðan. Hún hafði náttúrlega aldrei ætl- að sér að koma. Hún hafði bara 16 gert það í spaugi að segja við liann, þegar hún stóð á tröppun- um á Hótel D’Artagnon: „Þá liittumst við á Café de la Paix kluklvan níu“. Hún hafði afþakkað að borða kvöldverð með honum, og Mor- timer hafði ekið heim á hótelið sitt, stórt hótel, sem sneri fram- hliðinni að Signu. Hann var nú farinn að missa þolinmæðina, bæði hvað snerti Pierrette og sjálfan sig. „Hún er fjárans lygalaupur, og ég er fífl, og nú bíð ég ekki sek- úndu lengur“, muldraði hann, og í sömu svipan sá liann hana koma. Hún hafði skipt um föt og var nú í svartri dragt og bar marðarpels á herðunum. Hattur- inn var spaugilegur fléttingur af svörtu flaueli, og féll á ská yfir vinstra augað. „Fyrirgefið, ég kem víst held- ur seint“, sagði hún í kveðju- skyni, og Mortimer svaraði ar- mæðulega: „Það hefði svei mér ekki kom- ið mér á óvart, þótt þér hefðuð alls ekki látið sjá yður“. Hún kipraði augnhvarmana örlítið. „IMér datt líka í hug að svíkjast um að koma. Þess vegna kom ég svona seint. Ég gat ekki almennilega tekið ákvörðun“. Mortimer horfði reiðilega til hennar, svo sagði hann: „Þér kærið yður sjálfsagt ekki um að HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.