Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 33
lcveðja bróður minn með handa- bandi, en hann lét sem hann sæi það ekki og hreytti út úr sér: — Það er gott að þú gazt á endanum hypjað þig héðan! Og ég ætla að láta þig vita að ég vil ekki sjá þig oftar hérna! Ég reiddist. Mér fannst ekki að ég hefði unnið til þessa — nú, þegar við vorum að skilja livort sem var. Og ég sagði með þjósti: -- Ég mundi reyna að gleyma framkomu þinni og fyrirgefa þér ef þú værir ekki bróðir minn . . . Veiztu hvað þú hefur gert? Ég man að ég var orðinn svo reið- ur og að ég réði mér ekki . . . Þú hefur sóað arfi okkar og með því tiltæki þínu hefurðu ekki aðeins svikið mig, heldur líka föður okkar! Fvrir mér skaltu fá að vera hérna óáreittur þangað ti! þú hefur eyðilagt allt það sem faðir okkar byggði upp — og andi fljótsins fullkomnað verk þitt. Heyrirðu það! Ég gleymi aldrei svipnum á andliti hans þegar ég nefndi anda fljótsins. Hann varð öskugrár í framan og röddin skalf þegar hann mælti: — Þetta fvrirgef ég þér aldr- ei! Hann sneri baki við mér og ég fór án þess að sjá hann . . . Ég hef oft hugsað um þetta síðan, og ég er kominn á þá skoð- un að hann hafi í raun og veru trúað á þennan leyndardóms- fulla anda fljótsins, svo ótrúlegt sem það má virðast . . . En hvað sem um það er — aðeins hálfum mánuði eftir að við Arnbjörg giftum okkur og byrjuðum bú- skap hérna á Velli, kom hlaup í fljótið. Megnið af Hvammsengj- unum eyðilagðist, og þegar hlaupið íjaraði, sást ekki annað en sandur og stórgrýti þar sem beztu slægjulöndin höfðu verið áður. Spádómur minn, ef spá- dóm skyldi kalla, hafði rætzt á þennan liræðilega hátt. — Trúir þú á anda fljótsins? spurði Haukur. — Náttúran hlýðir sínum eigin lögum, sagði Sigurgeir al- varlegur á svip. En ég held líka að hatur og illt hugarfar geri sitt til þess að hamfarirnar verði enn ægilegri og óviðráðanlegri. Og liver veit með óyggjandi vissu, nema að illar hugsanir búi yfir einhverju dularfullu valdi? Ivannski er það alveg rétt sem gömlu mennirnir sögðu, að það boðaði óhamingju að tala með léttúð um slíka hluti? . . . Að minnsta kosti hef ég alltaf séð eftir því sem ég sagði við Helga í reiðikasti. — Nu, en samtímis því áð allt virtist ganga á afturfótunum hjá bróður mínum, stóð búskapur oklíar í hinum mesta blóma. Stundum kvaldist ég af sam- vizkubiti gagnvart bróður mín- n HEIMILISRITEÐ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.