Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 44
Síðu pilsin
A GOTUM og í samkomusöjum Reykja-
víkurbæjar liafa upp á síðkastið sést
nokkrar álíka síðklæddar stúlkur og leik-
konan hér á myndinni.
„Er þetta ný tízka?“ spyrja meun for-
viða.
Það er ekki nema eðlilegt, að þessi síðu
pils veki mikla athygli, því að svo mörg
ár hafa nú liðið án verulegra breytinga á
heildarútliti kvenfata. Síðu pilsin hafa líka
átt öflugri mótstöðu að mæta víðast hvar
í heiminum. Og hér hefur verið skrifað
um þau í einu dagblaðinu og þær, sem í
síðu pilsunum ganga, verið nefndar „tízku-
draugar".
I engu landi hefur verið re.vnt meir,
til að kveða niður þennan „draug“, en í
Eilglandi. Auk annarra málsmetandi
manna þar í landi hefur sjálfur Sir Stafford
Cripps ráðherra farið þess á leit við tízku-
fatateiknara, að þeir reyni að afst vra því
að pilsin sikki, þar sem þjóðin verði að
fara sparlega með .vefnaðarvöru eins og
flestan annan nauðsynjavarning. Þá liafa
Kvikmyndtdeikkonan Lois Collier í kjól,
sem tízkujrömuðurnir í New York og
París tclja hœjilega síðan samkvcemt. nýj-
ustu tízku. Viðast kvar mœtir þessi tizka
mikilli mótstöðu, og þótt margar stúlk-
ur séu famar að fá sér síðari kjóla en
tíðkast hejur, liaja þatr þá yjirleitt ekki
svona síða.
42
HEIMILISRITS)
T í z k a ~j