Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 53
Hermenn þeir, sem fengið
höfðu hræðileg sár á andlitið,
fengu þau ótrúlega vel lagfærð
fyrir tilstilli handlækningameist-
aranna. Og því skyldi þá ekki
mega laga andlit, sem ellin hafði
herjað á, og gefa þeim aftur
þokka æskunnar?
Nú þyrptust að þessu nýja
handverki hópar skottulækna
og loddara. Þar sem slíkir hrapp-
ar vaða uppi, er hverjum manni
hyggilegast að halda sér fjarri.
Og þó myndi slík afstaða hinna
lærðu lækna verða vatn á myllu
hinna óhlutvöndu manna, sem
gera sér það að féþúfu að blekkja
einfaldan almenning. Þessum
glæpamönnum verður ekki rýmt
burtu, nema þeir, sem vit hafa
og þekkingu, fáist til að setjast
í fyrirrúm fyrir þeim. Eg sá fram
á, að ég hlaut að taka þetta að
mér. Eg varð að kappkosta að
fullkomna þessar aðferðir, svo
að kákinu yrði útrýmt.
Ég fékkst lítið við að laga and-
litslýti, heldur tók ég að mér að
breyta afskræmdum líkamspört-
um, sein höfðu vaxið óeðlilega.
Mér þótti sérstaklega eftirsókn-
arvert að lækna konur, sem þjáð-
ust af líkamslýtum. Konum fell-
ur venjulega meira en illa að
verða að burðast með líkamslýti
eða verða afskræmi vegna of-
fitu. Þær verða þunglyndar og
þjást af minnimáttarkennd.
Læknir, sem bjargar þessu við,
vinnur bæði konunni og þjóðfé-
laginu gagn.
Það er bezt að ég taki það
fram nú þegar, að oftast er ekki
hægt að lækna offitu með upp-
skurði. Ef hún sezt á afmörkuð
svæði, er oftast hægt að ná henni
með aðgerð. En þó er þetta
næsta vandasamt verk og þarfn-
ast sömu snilldarhandtaka og
góð höggmynd. Læknirinn verð-
ur þá að sameina afbragðs hand-
lagni, listgáfu og leikni í skurð-
lækningum.
Samstarfsmenn mínir við
Cook County spítala báðu mig
að taka að mér st.úlku, sem Lilja
hét. Þegar ég fyrst sá hana var
hún falleg stúlka um tvítugt.
Réttara sagt, hún hefði verið
mjög falleg stúlka, ef truflun í
heiladinglinum, litlum kirtli, sem
stjórnar efnaskiptum líkamans
að miklu leyti, hefði ekki valdið
offitu. Hún vóg 400 ensk pund.
Þetta ástand var ekki nýtt. Hún
hafði verið meira en hundrað
pund að þyngd, þegar hún var
sex ára, og engin hekningaaðferð
hafði gagnað hið minnsta. Hún
var örvinluð. Læknar hennar
spurðu migj hvort ég trevsti mér
til að hjálpa henni.
Það var ógurlegt verk. Það var
ekki ókleift, en þarfnaðist ekki
aðeins eins, heldur margra upp-
skurða.
HEIMILISRITIÐ
61