Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 54
Nú er Lilja orðin meira en
helmingi léttari en hún var þá.
Ilún veit, að hún muni aldrei
framar þurfa að dragnast með
þessa hvimleiðu byrði, því að
fita safnast ekki í fullvaxinn
bandvef í örum.
Tilraunir meS yngingar.
NÁTENGD baráttunni fyrir
fegurð er baráttan fyrir æsku.
Árið 1920 blossaði upp vonin um,
að unnt væri að lengja æsku-
skeiðið að árum, og þá var
hvískrað og pískrað: „apaeistu“.
Á öllum öldum hefur æskan
og varðveizla hennar verið hið
mesta keppikefli. I söguin og
sögnum er víða sagt frá tjörn-
um, sem þeir vættir ríktu yfir,
er veittu mönnum aftur horfna
æsku og lengdu lífið. Og vegna
þess, að þverrandi kynorka er
einhver ljósasti vottur þess, að
ellin sé að nálgast, litu menn
vonaraugum hvern vott þess, að
úr þessu mætti bæta. Á liðnum
öldum hafa óprúttnir náungar
verzlað með ástardrykki, yng-
ingarlyf, óskeikular pillur, lífsins
elexíra og leyndardómslyf, og
lofað hverri konu, sem æskan var
farin að fjarlægjast, yfirbragði
Eryggjar eða Freyju, og hverjum
karlmanni tvíauknum æsku-
þrótti.
Loddaramennskan óð uppi, en
jafnframt kom fram upphaf vís-
indalegra ynginga, eins og skín-
andi vonarstjarna. Frá rann-
sóknarstofu Claude Bernard kom
hugtakið „innrennsli úr kirtl-
um“. Arftaki hans, Charles
Eoudard Brown-Séquard, bar
rannsóknir hans lengra fram, og
tókst að uppgötva það, að nýr-
un gefa frá sér ýmsa aflvaka og
með því móti stuðla þau að því,
að halda uppi eðlilegu jafnvægi
í lífsstörfum líkamans, ýmist
með því að gefa frá sér vökva,
sem annað hvort örfa lífsstörf
eða hefta þau.
Þegar skýrsla hans um þetta
efni kom fram árið 1889, var
henni tekið með mestu efasemd-
um og óvild, sem enn hefur ekki
horfið að fullu. Þrjátíu árum
seinna barst sú fregn út frá París,
eins og eldur í sinu, að skurð-
læknir í College de France hefði
gert þá uppgötvun, sem allt
mannkynið hefði vænzt og ósk-
að sér. Ivyndill sá, sem Claude
Bernard hafði tendrað, er rann-
sóknir lians á innrennsliskirtlum
tóku að bera árangur, og hann
hafði fengið í hendur Brown-
Séquard, var nú fenginn Serge
Voronoff.
Samkvæmt skýrslu frá árinu
1919, hefur Voronofi' boðað, að
græðsla kynkirtla úr öpum í
karlmenn, myndi valda því, að
þeir yngdust. Þessar staðhæfing-
52
HEIMILISRITIÐ