Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 43
Ragnar Ó. Sigurðsson:
Óðalsbóndinn skemmtir sér
Tvö Ijóð
Höfundur ]>essara tveggja ólíku
ljóða er 25 ára gamall iðnaðarmaður
í Iteykjavík, liúnvetnskur að ætt.
Hann hefur aldrei birt neitt eftir
sig áður.
Árdagur
Ardagssól á austurlojti
eldi sumardaginn slœr.
Vorsins gestir glaiíir syngju,
golan andar hlý og tœr.
Þá mun flesta anda yngja
angan vors og fjallablær
Yfir j'ókla bröttum brúnum
brennur sólin hlý og skær,
lífgar allt sem lifað getur,
lifna blómin, hagi grœr.
Ilelgiblœ á hugann setur,
hjartans bráðnar vetrar snœr.
Fjólan hloer í fögrum hvammi,
fossinn kveður glcðibrag.
Báran þung, sem berst að landi,
brýtur klett í römmum slag.
Það er líkt og óðsins andi
auki veldi sitt í dag.
Ilraunið býður opna arma
einmana og kaldri sál.
Seztu niður, sólar njóttu,
sumardagsins tœmdu skál.
í sálu þína hlýja hljóttu,
hlýddu á jarðar leyndarmál.
Landið heillar, landið kallar,
lýðnum réttir starf i hönd.
Vormenn íslands, verkin bíða,
að vaka og grœða dal og strönd.
I sumarblœnum Ijósblik líða,
leysa af fjöllum klakabönd.
Einn dropi í hafið, ein demantsskær perla,
drýpur i glasið mitt barmafullt.
Ilið islenzka eldvutn á gleðinnar gerla,
gleður og mettar vom andlega sult.
Tilveran glitrar í Ijómandi Ijósi,
allt lokkandi fagurt og skínandi bjart.
Líkist hún elfu, sem áfram að ósi
óðfluga rennur i hafið svart.
Eg er fullur í dag, ég er fullur á morgun
og fer inn i Riki ef glasið er tœmt.
Fyrir mitt athœfi býðst enginn borgun.
Eg brosi, ég hlæ, þegar skapið er sloémt.
Mitt veski er fullt og minn vasi er troðinn,
vinir og meyjar á scrhverjum bekk.
Iiver einasta kona til blíðu er boðin,
bara ef eg útfylli nýjan téklc.
Eg sofna og dreymi um suðrœna skóga
og svertingjastelpur í villtum dans.
Og ég, sem á gullið og gleðina nóga,
geng þar sem riddari í kvennafans.
Þar leikur um angan af reyr og af rósum,
þar rennur ein himintær svalandi lind.
Eg vakna við geisla frá leitandi Ijósum
— lögrcglan komin í eigin mynd.
Þá gripur mig hrœðsla, ég get ekki talað,
en geng bara þögull hjá varðmannsins hlið.
A stöðina bófum og byttum er smalað;
ég bið þar um aðstoð og heimfarar grið.
Þeir gefa það svar að ég eigi ekki eyri,
endalaust stundi þó drykkju og svall,
og beint undir lögin minn lífsháttur heyri,
þeir láti mig sleppa með tuttugu kall.
Ég vakna í steininum ringlaður bjáni,
reyti úr vösum, en á eklci cent. —
Og svo tók ég fimmkalla fjóra að láui,
fór út úr bænum og þakkaði pent.
HEIMILISRITIÐ
41