Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 58
benti honum á nafn mitt, sem
stóð yfir greininni, og í fyrstu
setningu stóð nafn þess læknis,
sem hafði vísað konunni til mín,
og við þetta birti yfir vesalings
manninum og tortryggni hans
breyttist. í traust. Ég þýddi
greinina lauslega á alþýðumál
fyrir hann.
Ofsareiðin hvarf úr augum
hans, og það slaknaði á vöðvun-
um. I stað þess kom djúp og
döpur hryggð í svipinn. „Hví
skyldi guð hafa gert henni þenn-
an grikk?“ sagði hann.
„Pillur betri en uppskurður".
ETNTJ STNNI kom það fyrir,
að ég varð fyrir þeim vafasama
heiðri að vera varaður við sjálf-
um mér. TJngur bílstjóri, sem
misskildi beiðni mína um að aka
mér til spítalans eins fljótt og
unnt væri, varaði mig við að láta
„þennan Thorek“ gera aðgerð á
mér.
„Þú skalt ekki láta skera þig.
Frænka mín var veikari en þú
ert. Þeir sögðu að það yrði að
skera hana. Henni leizt ekki á
það. Svo fékk hún Dr. B pillur,
og henni batnaði. Þær kostuðu
ekki meira en sápustykki. Þær
fást alls staðar“.
Ég hef oftsinnis óskað, að ég
hefði getað séð framan í mann-
inn, þegar hann leit á nafnspjald-
ið, sem ég lét innan í seðilinn,
sem hann fékk í ökulaun.
Framh. í nœsta hejti.
Dýramyiidi?' úr pípnhreinsui'u???
Listhneigðir og iiandlagnir menn geta bú-
ið til heil listaverk úr hiniim ótrúlegasta
efniviði. Til dæniis hafa verið gerðar marg-
ar skemmtilegar dýraeftirlíkingar úr kork-
töppum og eldspýtum.
Pípuhreinsarar eru einnig tilvaldir í
þessu sambandi, og það er lika þroskandi
fyrir börnin, ef þau glíma við að búa til
manna- eða dýramyndir úr þeim. Þær gætu
orðið fyrirtaks jólaskraut.
Þá gætu pípuhreinsarar einnig orðið til
gamans í jólaboðinu. Gestunum væri af-
hentur sinn livern pakkinn og verðlaun
yrðu veitt þeim er byggi til fegursta lista-
verkið.
Sýnisliorn af listaverkum úr pípuhreinsur-
um sést hér á myndinni af hestinum og
trúðinum á baki hans.
56
HEIMELISRITIÐ