Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 32

Heimilisritið - 01.12.1947, Blaðsíða 32
ef ég á þyrfti að halda. Svo festi ég kaup á jörðinni og hef aldrei séð eftir því. Sigurgeir þagnaði. Faðir og sonur sátu þegjandi dálitla stund og hlustuðu á stormhvininn og niðinn í ánni, sem var í ofsa vexti. — Jæja ... Það var eins og Sigurgeir ætti erfitt með að byrja aftur. — Ég veit varla hvernig ég á að útskýra þetta. Auðvitað fékk ég fljótlega lausn gátunnar. Mér varð mikið um það. Ég gat ekki að því gert að mér fannst eftir á að ég væri hálfgildings glæpamaður og þó var samvizka mín hrein. Það var dag nokkurn snemma um vorið. Sólin skein g’latt og veröldin var eitthvað svo óvenjulega aðlað- andi. Við mamma þín gengum út fyrir engjarnar og fram að fljótsbakkanum. Við höfðum svo margt að tala um, eins og gefur að skilja þegar maður er að stofna heimili. Við settumst í laut þar sem við gátum séð heim að Velli. Ég t-ók eftir því að það var eitthvað sem Arnbjörg vildi segja mér, en hún virtist eiga erfitt með að koma fram með það. Hún horfði á mig og brosti eitthvað svo einkennilega að ég man það enn þann dag í dag. Já, þú þekkir hana mömmu þína . . . Að lokum trúði hún mér fyrir því að Helgi bróðir minn hefði verið ástfanginn í henni og það hafði gengið svo langt að hann hafði beðið hennar. Mér varð ónotalega við, því að mig hafði ekkert grunað, en nú skildi ég í einu vetfangi or- sökina til breytni bróður míns gagnvart okkur. — Og þú sagðir nei, stamaði ég. — Já, því að ég elskaði hann ekki ... Það var allt og sumt sem hún sagði. Arnbjörg vissi að ég var lítið fyrir málalengingar og langar skýringar á þeim ár- um, þó að mér líki vel að dvelja lengi við minningarnar á gamals aldri . . . En ég gat ekki gleymt þessu. Ég hugsaði um þetta lengi á eft- ir. Ég hef víst verið dálitið ein- faldur. Og ég lield líka að ég hafi engum viljað annað en gott. En mér varð strax ljóst, að ég varð að taka á mig óvild, já, hatur bróður míns fremur en að hafna hamingju minni og hennar. Ég hafði ekkert tekið frá honum. En ég vissi að því fyrr sem ég færi frá Hvammi, því betra var það . .. Vesalings faðir okkar! Hann var hamingjusamur að hafa ekki lifað þetta . . . Móðir okkar tók þetta ákaflega nærri sér og ég er hræddur um að óvináttan hafi flýtt fyrir dauða liennar . . . Þegar ég stóð þess albúinn að fara frá Hvammi, ætlaði ég að 30 HEIMELISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.